Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1967, Blaðsíða 9

Æskan - 01.03.1967, Blaðsíða 9
náði nær því niður á hæla, og var gyrtur svörtu ullarbelti, °g héngu endar þess hér um bil fet niður að framan. Hinn sama morgun sem Hrói höttur hafði ásett sér að hitta hann, hafði Tóki bróðir sett hjálm á höfuð sér og {»rið i brynju. Síðan hafði hann reikað ofan að fljótinu. l>ar nam hann staðar og starði ofan í bylgjurnr, sem ultu Iram fyrir fótum hans. Allt í einu heyrði hann hófadyn, l,ann sneri sér við og sá stálbúinn riddara spölkorn frá sél'. Komumaður steig af baki, batt hest sinn við tré eitt °§ kom til hans. »Ert þú munkurinn frá Lindarklaustri?" spurði hann síðan, eftir að þeir höfðu horft þegjandi hvor á annan Uln hríð. »Þeir, er um mig tala, kenna mig svo,“ svaraði klerk- Urinn. ,,Hví leitar þú á minn fund?“ »Berðu mig yfir fljótið, þú digri munkur, þá skal ég Se8Ja þér hvað. til ber,“ svaraði Hrói höttur. Klerkurinn braut upp kufl sinn, tók svo hinn djarf- mannlega mann á herðar sér, og óð í hægðum sínum yfir Ejótið. Hrói höttur stökk léttilega af baki honum hinum megin. »Nú verður þú að bera mig til baka, drengur minn,“ Sagði munkurinn. Hrói höttur þreif hann á herðar sér, en Varð að neyta allra krafta til að komast með hann yfir, því ^lerkur var næsta þungur. »Þú ert, held ég, lrelmingi þyngri en ég,“ sagði Hrói, þeg- ar klerkurinn stökk af baki honum. Munkurinn svaraði engu, en tók skógarmanninn aftur á bak sér, bar hann út 1 rnitt fljótið, og steypti honum á höfuðið niður í vatnið. ”Nú mátt þú sjálfur ráða, hvort þú vilt sökkva til botns e®a synda ofan á, kunningi," rnælti klerkurinn. Hröi höttur öslaði til lands, lagði ör á streng, og skaut a munkinn; til að gjalda honum svikin. En bæði boga- strengurinn og örvarfjöðrin höfðu blotnað, svo að hann hitti eigi. Klerkurinn vildi eigi vera skotmark í annað Sltt> hann reiddi því upp staf sinn og sló bogann úr hendi ^rúa, þá brá Hrói höttur sverði, og veitti honum stór- efhs högg á öxlina, — en þar hlífði brynjan. Hú færðist munkurinn í jötunmóð, og rak hann skóg- a,ruanninum rokna högg á vangann. Síðan riðu höggin l,vert á fætur öðru. Þannig börðust þeir lengur en klukku- s,Und, en loks tóku báðir að þreytast af þessari vinnu sinni. »Bíddu við snöggvast!" kallaði Hrói höttur og hætti að ^erjast. „Lofaðu mér að blása þrisvar í veiðihornið mitt.“ »Blástu í það, þangað til þú springur," svaraði munk- Ul'inn, „ekki hræðist ég ískur í slíku ýlustrái." Hrói höttur blés þrisvar í hornið, en líklega hefur mUnkinum þótt láta hátt í því-, því að hann greip báðum höndum fyrir eyru sér, og hörfaði spölkorn aftur á bak. híerkinu var óðar svarað, að því er virtist frá skóagrrunni Fuglinn fcll til jarðar. einum í nánd. Rétt á eftir spratt maður einn hár vexti fram úr skóginum. Honum fylgdu fimmtíu ungir menn, allir með boga í hendi, og þyrptust utan um þann, er blásið hafði. „Hvaða menn eru þetta?“ spurði munkurinn, því að honum brá i brún við þennan óvænta liðstyrk. „Það eru kapparnir hans Hróa hattar,“ mælti skógar- maðurinn, „og ég er Hrói sjálfur. Það verð ég að játa, að þú ert hinn snjallasti munkur, sem nokkru sinni hefur gengið hempuklæddur, og ef þú ert eins firnur að skjóta örvum og Jrú ert knár með kvistalurk, muntu jafnsnjall hverjum kappa minna. Nú vil ég fá þig í félag vort“. „Látum svo vera,“ svaraði Tóki bróðir, því ekki var álit- legt að berjast við slíkt ofurefli og þar var komið. „En þó vil ég mega setja eitt skilyrði. Ef hér er aðeins einn bogmaður, sem hæfir betur af langboga en ég, skal ég gjörast þinn rnaður, en reynist ég hinn bezti, þá skaltu vinna mér þéss eið, að ég megi lifa eins og áður í mínum eigin skógum, óáreittur af þér.“ „Svo skal vera,“ svaraði Hrói höttur. „Kom fram, þú fimi bogmaður," mælti hann til Litla Jóns, „og vel Jrér hina beztu ör til lreiðurs Hróa hetti." „Hirð ei að eggja mig,“ svaraði Litli Jón og glotti við. „Skjóttu nú, lagsmaður, hvert þig lystir, en þess krefst ég, að skotmarkið verði að minnsta kosti í fimm hundruð feta fjarlægð." „Sérðu fuglinn þarna," sagði munkurinn, og benti á hauk einn, sem þandi vængina og sveimaði hátt í lofti yfir þyrnirunna skammt þaðan. „Ég miða á hann, og ef Jrú hæfir hann, áður en hann fellur til jarðar, get ég eigi neitað því, að þú sért betri bogmaður en Tóki bróðir.“ Því næst tók hann ör úr mæli sínum og skaut ránfugl- inn, og,mátti sjá að honum var sú list lagin. Fuglinn féll 109

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.