Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1967, Blaðsíða 10

Æskan - 01.03.1967, Blaðsíða 10
HVEM VAR 'SEKUR ? X/'ennarinn leit yfir bekkinn. Allir sátu hljóðir og alvarlegir. Þau vissu, að Einar og Árni höfðu verið að slást úti. Einar hafði barið Árna til blóðs. Einar var bæði stór óg sterkur og notfærði sér það því miður allt of oft. Hann átti það stundum til ,að ráðast á minni máttar. Það var aðeins einn, sem honum stóð dálítill stuggur af í bekknum, Pési prúði, eins og hann stundum var kallaður. En hann var alltaf svo rólegur. Kennarinn var reiður. Hann spurði börnin, hver hefði barið Árna, en enginn gaf sig fram. Honum datt reyndar í hug, hver það var, en sagði ekki neitt. Þegar allir sátu sem fastast, stóð hann upp frá kennaraborðinu. „Ég hef tekið ákvörðun," sagði hann. „Ykkur finnst hún ef til vill ekki sanngjörn, en þið sjáið það síðar. Gefi enginn sig fram, lækka ég allan bekkinn í hegðun á vorprófi, skiljið þið það?“ Börnin sátu eins og negld við stólana. Enginn þorði að segja neitt. Sum gutu hornauga til Einars. En hann sat kafrjóður í framan eins og hann væri límdur við stólinn. Allt í einu stóð Pétur á fætur. Börnin störðu á hann. Hvað ætlaði hann að gera? Ekki var hann hinn seki. Hann gekk að kennaraborðinu og stóð þar fyr- ir framan, en kom ekki upp neinu orði. Einar hélt, að hann ætlaði að klaga. Og börnin vissu ekki, hvað þau áttu að halda. Kennarinn spurði, hvort hann ætlaði að játa sekt- ina á sig; Pétur leit niður og kinkaði kolli. Kenn- arinn vissi, að þetta var rangt. Pétur hafði ekki barið Árna. En skyndilega datt honum nokkuð í hug. Páskarnir voru í nánd. Hann leit yfir bekk- inn og sagði: „Börnin mín. Þið vitið, að nú verð ég að lækka Pétur í hegðun. Hann þarf saklaus að líða fyrir sekan og taka sektina á sig. Mætti það verða ykkur alvarleg áminning um það, sem gerðist um páskana. Jesús Kristur dó fyrir alla menn. Tók sekt þeirra á sig. Minnist hans á bæn í grasgarðin- um. Játum sekt okkar fyrir honum og lifum fyrir hann.“ Börnin hlustuðu vel og minntust orðanna, sem þau höfðu lært í Biblíusögutímanum: „Jesús Krist- ur er í gær og í dag hinn sami.“ Þórir S. Guðbergsson. þegar til jarðar, en þó hafði áður önnur ör hitt hann frá boga Litla Jóns. Ungur skógarmaður einn hljóp af stað, og kom skjótt aftur með fuglinn. Þá sást, að ör munksins hafði tekið annan vænginn af, en ör Litla Jóns hafði komið í brjóst- ið á honum og stóð í gegnum hann út um bakið. „Vel skotið, sveinar," kallaði Hrói höttur. „Margir skotmenn á Englandi mundu vilja gefið mikið til að geta skotið sem þið. Hvað segir þú nú, munkur minn?“ „Eigi mun ég ganga á bak orða minna,“ sagði munkur- inn, „en fyrst verð ég að fara heim til kofa míns og sækja föng mín og ýmsa gripi, er ég á þar.“ Hrói höttur bauðst til að fylgja honum, en lét félaga sína fara heim. Síðan riðu þeir Hrói og munkurinn hest- inum til skiptis fyrst til kofans og því næst til hinna grænu lunda Skírisskógar. Sérhvert barnaheimili þarfnast f jöl- breytts og skemmtilegs blaðs. ÆSK" AN veitir börnum og unglingum fjöl* breytta skemmtun og ómetanlega fræðslu um allt á milli himins og jarðar. Árangurinn kostar aðeins 175 krónur og hver árgangur er yfir 50® blaðsíður, sá síðufjöldi mundi kosta í bókarformi í dag um 800 krónur. GÓÐUR mánuður byrjar á hcimilin11 með því að gerast áskrifandi að ÆSK* UNNI. MUNIÐ að tilkynna undir eins bústaðaskipti til að forðast van- skil. Gjalddagi ÆSKUNNAR er 1- apríl. Greiðið árganginn strax! 110

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.