Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1967, Blaðsíða 6

Æskan - 01.03.1967, Blaðsíða 6
Bankastræti í Reykjavík, sem þá var kallað Bakarabrekka, árið 1895- T Mýrarhúsum var amma mín og nafna. Hjá lienni var ég oft. Hún sagði mér oft sögur, en ég varð að vinna fyrir þeim. Einn sjóvettlingsþumal varð ég að prjóna fyrir hverja sögu. ÞaS voru viðskipti okkar qmmu. í liuga okkar barnanna i Firðinum var Reykjavík mikið ævintýri, og sá eða sú, sem þangað hafði komizt, forframaður. Það var líka auðfundið á krökkurium, þau létu vita af því, ef þa« höfðu fengið að fara til Reykjavikur. Þau iétu ekki svo lítið yfir sér, sum að miunsta kosti. Það voru alltaf miklar samgöngur milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Flestir fóru fótgangandi, en þeir efnaðri ríðandi. Ég var uin átta ára, þegar ég fékk að fara til Reykjavfkur. Faðir minn var á útgerð Einars Þorgilssonar, sem þá verzlaði á Óseyri. Ég hafði fengið að vera í breiðslu lijá Einari um sumar- ið og þóttist því eiga fyrir því að fá að fara. Við höfðum öil viðskipti við verzlun Einars, oS var ég oft send að Óseyri. Það þótti mér gaman. í húðinni var Halldór Hansen læknir, þá ungl' ingur. Hann gaf mér oft rúsínur eða kandísmola í nesti. Rúsínurnar átti ég að telja og ,scgja honum, hvað þær væru margar. Einar var alþýðlegur og spjallaði oft við mig. Ég var ekkert feimin við liann. Það var nú ekki alveg orðalaust að ég fékk að fara þessa ferð til Reykjavíkur. Mamma liafð* dregizt á að lofa mér seinni partinn um sumarið, ef ég yrði dugleg, en systkini mín töldu úr. „Hún getur ekki gengið," sögðu þau. „Þú verður að bera hana eða leiða.“ En mamma brosti bara. En Þ& kom annað. Þau laumuðu því að mér, að' það væri ekkert gaman að fara til Reykjavíkur og hat’a enga peninga. Ég hafði nú ekki mikið af peningum að segja. Þórður, móðurafi minn, gaf mér ci«u sinni 5 aura fyrir einhvern snúning. í liuganum var ég húin að ráðgera að kaupa margt og mikiÖ- En þegar til mömmu kom, sagði hún, að þetta væru bara 5 aurar, og það væri nú heldur lítið hæfc'1 að kaupa fyrir þá. Eftir þetta var mér illa við fimmcyringa, en það voru einu peningarnir, scm Ó6 þekkti. En þegar ég heyrði, að maður yrði að hafa peninga til að fara til Reykjavíkur, leizt n>ór ekkert á. Eg braut heilann um, hvernig ég gæti eignazt peninga. Á endanum datt mér í hug að vita hvort Einar Þorgilsson vildi ekki borga mér peninga fyrir vinnu mína um sumarið. Ekki þorði ég að segja mömmu frá fyrirætlun minni. Daginn áður en ferðin var ráðgerð, labbaði ég suður á Ós- eyri. Ég mætti Einari við Ósinn og bar strax upp erindið. Einar leit á mig steinhissa.„Peninga? Hvað segirðu, barn?“ varð Einari að orði. Ég sagði honum sem var um væntanlega Reykjavíkurferð, og þar með, að ég ætlaði að kaupa mér skó, fallega slaufuskó. Einar var barngóður og skildi metnaS minn. Ailt í einu fór hann ofan í vasa sinn, tók upp budduna og tók úr henni tvo peninga, oÉ spurði mig síðan hvorn ég vildi fá í kaup. Ég þekkti, að annar var fimmeyringur, og hélt að Ei«' ar ætiaði að gahba mig-. „Ég vil ekki svarta peninginn," sagði ég, og var nú farið að þykkna * mér. „Maður kaupir ekkert fyrir 5 aura.“ Þá liló Einar, tók tvo krónupeninga og fékk mér. Ekki fékk ég hrós fyrir þetta tiltæki, þegar lieim kom, en afi hló og gaf mér 50 aura. Næsta morgun var ég snemma á fótum. Klukkán rúmlega sex löbhuðum við mamma af stað. Ég hafð* ckki sofið mikið um nóttina. Það var svo mikill ferðahugur í mér. Ég var alltaf að spyrja mönn**0' livort við værum ekki bráðum komnar. „Þarna er Skólavarðan," sagði mamma. „Þar höfum við skó- skipti.“ Við settumst á tröppurnar og skiptum um slió. Mamma átti kunningjakonu i Skuggahverf" inu, ekkju, sem hjó með syni sínum, sem var á aldur við mig. Hún hafði ofan af fyrir sér n*eS saumum. Þegar við komum til hennar, var hún að- enda við að sjóða morgunmatinn, saltað«r kinnar og kartöflur. Ég var orðin matiystug. Þegar ég var búin að borða, sagði hún dren,gnum «ð fara með mér o.g sýna mér bæinn. Við fórum upp í Bakarabrekku. Þar var hópur af fólki í krintí' 106

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.