Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1967, Blaðsíða 29

Æskan - 01.03.1967, Blaðsíða 29
Valentína lagði stund á verkfræði Vlð háskólann, með vefnaðariðn sem scrgrein. Nú hafði hún rneiri frí- stundir eða réttara sagt hafði í fyrsta Slr>n frístundir, síðan hún byrjaði nám sitt. hin af vinkonum hennar sagði þá einu sinni við hana: „Hvernig væri þú, sem ert svo liuguð og dugleg, legðir fyrir þig fallhlífarstökk," alveg eins og þetta væri það sjálfsagðasta irístundastarf! En Vaíentína, sem allt- al hafði verið voguð, íékk strax ahuga. Hún lét innrita sig sem sjálf- boðaliða á fallhlífarstökksskóla. Þar ^yrjaði Valentína æfingar, og það ^om að því að hún stökk út í fallhlíf 1 íyrsta sinn, og upplifði það, sem °hum fallhlífastökkvurum finnst vera það fegursta af öllu saman, sem sé, að hanga í fallhlífartaúgunum, þegar iallhlífin hefur opnast og svífa milli himins og jarðar í svo mikilli þögn, að maður getur heyrt hjarta sitt slá, °g svo óendanlega fagurt að sjá jörð- uia breiða úr sér í allar áttir fyrir neð- an sig. Kennarinn við skólann var mjög strangur, og sagðist verða að vera það, 1,1 þess að nemendurnir yrðu færir l)m að leysa af hendi sams konar afrek °g flokkurinn, sem Gagarín var val- hin úr. Valentína varð fljótt mjög leikin í iallhlífarstökkum, og ekki leið á lnngu, að hún skrifaði til yfirvald- anna í Moskvu beiðni um að komast 1 þann flokk, sem þá var verið að æfa 111 geimferða. Þetta var víst full ðjarft! En j)á kom skeyti frá Moskvu, um að Valentína ætti að koma strax til ,l'l ingastöðvarinnar. úað var sunnudagur, þegar Valen- tlna kom á ákvörðunarstað, og allt var hljótt á hótelinu, þar sem geim- ‘Gingaflokkurinn bjó. Margir þeirra 'águ í sólstólum og sleiktu sólskinið, en aðrir voru að spila billjard. ^ngur maður tók á móti Valen- tlnu og bar töskurnar hennar, en sagði með stríðnislegu brosi í augum: Vetrarstarf í garðinum Bezt cr að snyrta trén til meðan l>au eru Jjlaðlaus. I>ar sem trén vaxa í görð- um er auðvelt að ráða útllti og lögun þeirra með ]>ví að klippa ]>au til, láta greinarnar vísa upp á við og gera trén keilumynduð að ofan. Falleg tré eiga að vera mcð einum aðalstoí'ni og siðan smærri greinar út frá honum. Helztu runnar liér eru rifs- og sól- berjarunnar. Ef ]>essar tegundir eru látnar vaxa óáreittar, lianga ]>ær allar niður og gefa garðinum útlit vanhirðu og smekkleysis. En sé runnunum lialdið vel klippt- um, myndast beinar og hrcinar línur í garðinn — hann verður til ánægju og yndisauka. Á veturna á því að klippa runnana. Sólberin hafa mjúkan og meyran stofn og leggjast fljótt niður. Bezt er þvi að klippa talsvert ofan af þeim fyrstu ár- in og jafn'framt greinarnar til hlið- anna. Runnar, sem bera árlega mikið af berjum, þurfa að fá mikinn áburð snemma á vorin. Það gerir tvennt i senn: eykur þroska þeirra, og skor- dýralifið skemmir þá miklu síður. Ef allt er með felldu, þá búa trén sér sjálf vörn við ásókn skordýranna, en þá þarf næringargjöfin að vera i fullu samræmi við eðlilega þörf trésins. Bezta næring trjánna cr í búfjár- áburðinum. Breiða ætti liann vel ó moldina fyrir vorið og stinga síðan upp áburðinn og moldina og blanda vel saman. Ekki má þó stinga svo djúpt, að ræturnar skaddist. Rætur trésins ná vítt út og ná því næringunni, þó að áburðurinn liggi ekki við stofninn. En munið, að áburðinn má aldrei vanta. Jón afi. „Komdu með mér, ég skal vísa þér á herbergið þitt.“ Um leið og hann opnaði hurðina á herberginu brosti hann stríðnislega, og þá sá Valentína, að þetta myndi vera brúðaríbúðin í hótelinu eða hjónaherbergi, þar sem henni væri ætluð íbúð. Þessi ungi maður var geimtarinn Andrian Nikolajev, sem seinna varð eiginmaður Valentínu. Næsta dag byrjaði Valentína æfing- ar, og þar voru fleiri stúlkur, sem eins og hún höfðu sótt um að verða þjálfaðar fyrir geimferðir. Æfingarn- ar voru harðar og erfiðar. Tíminn leið og þar kom að því, að Valentína var valin úr stúlknahópnum, sem hin færasta í þessa þrekraun og mestu ævintýraferð, sem nokkur kona hefur ennþá farið í heiminum til ]>essa dags. Valentína er nú 29 ára, og 4 mán- uðum eftir geimferðina voru þau Andrian Nikolajev gefin saman í hjónaband og eignuðust á sínum tíma litla dóttur, sem heitir Elena. L. M. Hver getur nú reiknað? Gyðingurinn átti vitanlega að taka alla frídagana frá fyrst og gæta svo að hvað þriðjungur- inn af því, sem eftir var, eru ma'rgir sólarhringar — ef liann befði kært sig um að reikna nær sanni. Ónákvæmt yrði það samt, þvi að tvennir hvíldar- dagar eru taldir með ]>essum siðustu 14 dögum. En gæti ekki einhver lesandinn reiknað hvað marga sóiarhringa lrann vinnur sjálfur á ári, hvað iengi hann er að horða og klæða sig — eða bve mörg ár hann er búinn að sofa? Reyna mætti það, þó það yrði ekki nákvæmt. Hvcr Veit ncma einhver geti reiknað svip- að og Gyðingurinn og „sannað" um leið, að liann befði „sjálf- sagt aidrei" sofið!

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.