Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1967, Blaðsíða 19

Æskan - 01.03.1967, Blaðsíða 19
köldum höndum sínum og skilið eftir hvít fingraför, ems og til að minna fólk á, að innan tíðar ætti það von a kuldalegum hvítklæddum gesti. Það var einmitt um veturnóttaleytið, sem einkennilegar sögur tóku að berast um sveitina. Nokkrir ferðalangar, er kornu austan yfir heiðina og v°ru síðla kvölds á ferð niður hjá Heiðabóli, þóttust sjá tölbleika ljósglampa þar uppi í fjallinu. Nokkrir af íbú- um dalsins, er þarna áttu leið um, þegar dimmt var orðið, urðu einnig varir við einhver furðuljós uppi í fjallinu fyrir ofan Heiðaból. Sögðu þeir, að Ijós þessi hefðu líkzt gráfölum glömpum, sem birtust með dálitlu millibili og eins og llöktu til, og öllum bar saman um, að ljósin sæjust aðeins örstutta stund í senn. Þessi ljósagangur í Heiða- öólslandi vakti upp að nýju gamlar hálfgleymdar sagnir uni svipi, er áttu að hafa reikað þarna um fyrir löngu og v°ru þannig til komnir, að ferðalangar, sem voru á leið austan yíir heiði, höfðu lent í aftaka stórhríð og veður- °fsa og hrakizt af réttri leið og villzt vestur fjöllin, þar dl þeir rákust á helli, sem var í fjallinu fyrir ofan Heiða- hM, og báru þar beinin. Þessar sögur bárust auðvitað til eyrna fólksins á Hofi sem annarra. Geirmundur hló að þessu og sagði ekki trúa slíkri hégilju, þetta væru annað hvort missýningar, bara hugarburður, sprottinn af ímyndunarafli fólks eða þá gkmpar er oft sæjust um heiðrík og stjörnubjört kvöld, e- d v. í sambandi við norðurljós. Hann sagði, að þess konar fyrirbrigði liefðu oft valdið alls konar grillum. Það var einn dag um veturnóttaleytið, að liestar tveir hurfu úr högunum á Hofi. Hestar þessir voru uppaldir á Holi svo um var ekki að ræða. Geirmundi þótti mið- ur að vita ekki hvað af liestum þessum hafði orðið, engar hasttur voru í Hofslandi utan Illagilsgljúfrið, en ekki fundust liestarnir þar, er að var gáð. Sagði Geirmundur, líklega liefðu þeir lent í stóðhópi og fylgzt með honum uustur á heiðina. Sagði hann það ekkert gera til þar sem ekki væri neitt með hesta að gera um þennan tíma. „En samt hefði mér þótt skemmtilegra að vita um þá greyin, en ég get ekki farið sjálfur í dag, ég hef í svo mörgu að Snúast,“ sagði hann. ’>Ég skal fara að leita að klárunum, það er regluleg skemnitiferð að ríða hérna fram á lilíðina í svona góðu veðri,“ sagði Danni. »Mér þætti vænt um það, góði minn, þú getur tekið haun Hring, hann er sporléttur og liðlegur í svona sfai'k, en þú verður að fara að leggja af stað, og þú skalt ekki fara langt austur á heiðina, svo að þú lendir ekki 1 myrkri á heimleiðinni," sagði Geirmundur. Hanni bjó sig í skyndi, sótti Hring, lagði á liann, tók Nýr þáttur. Margar óskir hafa borizt frá lesendum blaðsins um að það birti fastan íþróttaþátt. — Nú getur blaðið glatt alla íþrótta- unnendur með því, að í næsta blaði hefst íþróttaþáttur undir stjórn Sigurðar Helgasonar íþróttakennara og skólastjóra Laugargerðisskóla á Snæfells- nesi, en Sigurður er formaður útbreiðslumálanefndar Frjáls- iþróttasambands íslands og nestispakka er móðir hans hafði búið út, kvaddi og reið af stað. Veðrið var dásamlegt, sólskin og logn, en dálítið and- kalt, en Danni var vel búinn svo það gerði honum ekkert til. Hringur var viljugur og Danni lét hann brokka þétt fram dalinn. Hann kannaðist vel við umhverfið, hann hafði farið þessa leið tvisvar áður bæði í vor- og haust- göngum, en þá voru margir menn með honum, nú var hann einn og það var ennþá skemmtilegra. Hann liægði ferðina og lét klárinn fara fet fyrir fet, ekkert lá á, það var langur tími til myrkurs. Þegar hann kom fram á móts við eyðibýlið Heiðaból flugu lionum í hug sögurnar um furðuljósin, sem menn þóttust hafa séð þar í fjallinu; það var áreiðanlega allt ímyndun og vitleysa eins og Geirmundur sagði, að minnsta kosti fannst Danna, þar sem hann reið fram heiðargöt- una í glaða sólskininu, að það væri hlægilegur þvætting- ur, að svipir væru á reiki þar uppi í fjöllunum. Þegar Danni kom frarn á heiðina, sá hann hrossahópa hér og þar, stóðið liafði leitað aftur fram í heiðaíriðinn eftir að það var laust úr gangna- og réttaþvarginu og þar myndi það una sér þar til snjóar og frost hrektu það til byggðar. Danni kannaði hvern hrossahópinn eftir annan, en livergi sá hann hestana, sem hann leitaði að. 1 einum hópnum sá hann Skjóna sinn, — folaldið, sem Geir- mundur hafði gefið honum um vorið. Hann fór af baki, tók nestið sitt, settist á þúfu og fór að borða, hann horfði á litla reiðhestsefnið sitt, háfættur og léttur í spori tifaði Skjóni litli í kringum mömmu sína, stundum kom liann nær því til Danna, sperrti eyrun og horfði forvitnis- lega á hann, en ef Danni hreyfði sig eða talaði til hans brá liann við og tók á sprett til mömmu sinnar, reistur og fríður. Framhald. hefur að undanförnu stjórnað Þríþraut Æskunnar og F.R.I. hér í blaðinu, en þátttakan í undankeppni þríþrautarinnar varð mjög góð — 3580 kepp- endur frá 37 skólum. 119

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.