Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1967, Blaðsíða 12

Æskan - 01.03.1967, Blaðsíða 12
Þvermál Merkúrs er ekki meira en breidd Atlantshafsins, þar sem það er breiðast. á því voru mjög erfiðar. Slxkt er venjulega kannað með athugunum á endurkasti sólarljóssins frá viðkom- andi reikistjörnu eða tungli, en Merk- úr liggur svo nærri sólinni, að horfa verður næstum beint í geisla hennar. Að vísu er hægt að athuga Merkúr skömmu fyrir sólarupprás og rétt eft- ir sólarlag, þegar sólin er neðan sjón- deildarhrings en Merkúr ofan hans. En þá er sá gallinn á, að geislar ljóss- ins þurfa að fara skáhallt langa leið í gegnum þykkustu loftlög jarðar, svo að ekki eru slíkar athuganir nákvæm- ar. Fyrir nokkrum árum heppnaðist rússneskum stjörnufræðingi að rann- saka Merkúr, þegar almyrkvi á sól varð á Krímskaga (tunglið var beint á milli sólar og jarðar og skyggði á sólina), og honum tókst ekki að greina neinn lofthjúp. Hann setti að vísu fram þá kenningu síðar, að vetni bærist til Merkúrs frá sólinni en hyrfi þaðan nokkurn veginn jafnharðan aftur vegna lítils aðdráttarafls hans, en ekki heíur tekizt að staðfesta það enn. En þótt ekki séu allir stjörnu- fræðingar á eitt sáttir með þetta, þá má að minnsta kosti fullyrða það, að hafi Merkúr einhvern loftlijúp, þá er liann ábyggilega mjög þunnur. Það er sem sagt ekki ýkja margt, sem vitað er með vissu um Merkúr. Efnismassi hans er ekki meiri en svo, að maður, sem vegur á jörðinni 75 kg, er ekki nema um 27 kg á þyngd, þegar hann er kominn til Merkúrs. En braut Merkúrs um sólina er all- mikið sporbaugslöguð. Þó að við segj- um, að meðalfjarlægð hans frá sól sé um 58 milljónir kílómetra, er hann ekki nema 45 millj. km frá henni, þegar hann kemst næst henni (sól- nánd), en kemst í 69 millj. km fjar- lægð, þegar hann er í sólfirrð (lengst frá sól). Þetta olli því, að sumir stjörnufræðingar 19. aldar töldu víst, að milli Merkúrs og sólar væri enn ein reikistjarna, sem hefði þessi áhrif á braut hans. Þeir gáfu henni nafnið TEIKNIKENNSLA Hér höldum við áfram með tölustaf- ina og birtum nú 7, 8, 9 og 0. Úr töl- unni 7 getið þið teiknað páfagauk, úr 8 uglu, úr 9 kött og úr 0 fisk. Vulcan. Síðan hóíst mikil leit að þess- ari leyndardómsfullu íeikistjörnu. Að minnsta kosti einn stjörnuíræðingui fullyrti, að liann hefði séð hana, en síðan hefur ekkert til hennar spuizt. Merkúr íylgir því lögmáli eins og aðrar reikistjörnui', að því nær sexn reikistjarna liggur sólinni, þeim mun hraðar fer liún á braut sinni. Þegar Meikúr er í sólnánd, er brautarhraði hans um 59 km á sekúndu en í sól- firrð er hraðinn aðeins 38 km á sek- Sjálfsagt eigum við eftir að auka þekkingu okkar mikið á þessari reiki- stjörnu á næstu árum, en vafalaust verður þess langt að bíða, að geimför lendi á henni, Jrví að hún verður sennilega látin mæta afgangi. Ein af ástæðunum til þess, hve lítið við vit- um um Merkúr, er sú, að stjörnufræð- ingar hafa haft miklu meiri áhuga á Venusi og síðan ytri reikistjörnun- um. Þaðan hefur Jreim helzt þótt frétta að vænta, enda er að sumu leyti auðveldara að rannsaka þær. Því er enn ekki vitað, hvort árstíðaskipti eru á Merkúr, né heldur með neinni vissu hvernig yfirborð hans er eða lofthjúpur, ef einhver er. En svo eyði- leg er reikistjarnan og andstæðurnar miklar milli hita og kulda, að ógleymdum skorti á lieppilegum loft- tegundum, að óhugsandi er talið, að hún hafi getað fóstrað neins konar lífverur. — L. J. 112

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.