Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1967, Blaðsíða 5

Æskan - 01.03.1967, Blaðsíða 5
Rétt í því kom Livingstone, faðir þeirra, með nokkrar treflísar af runna. Hann rétti þær börnum sínum. „Reyn- >ð að japla a þessu. Á morgun fáum við svo vatn.“ En veslings börnin gátu varla japlað á þessu. Þau voru °rðin svo þurr í munninum. Og stundum sagði Agnes ''tla, að eitthvað væri fast í hálsinum. Enn einu sinni skall Afríkunóttin á. Brátt varð aldimmt 1 eyðimörkinni. Stjörnurnar komu í ljós og tindruðu á svörtu himinhvolfinu. Livingstone gekk meðfram vögn- Ullum. Öðru hverju nam hann staðar og leit upp. Miklar voru dásemdir Guðs, þrátt fyrir allt. Nóttin leið eins og áður. Börnin sváfu óværum svefni. Enn voru engar fréttir um vatn. Flestir sváfu enn, er Livingstone og María fóru á fætur. Morgunsólin var Eonrin upp. Eyðimörkin var ófögur á að líta. Allt gult sviðið svo langt sem augað eygði. Það var ekki laust Vlð, að kvíði sækti einstaka sinum að Maríu. Sérstaklega Vegna barnanna. Þeim hlaut að líða hræðilega illa. Eivingstone tók fram biblíuna sína. Hvern einasta dag Eóf hann með því að lesa í henni. Þar var hjálp hans og styrkur. Þar var Guðs orð, sem veiti fögnuð og frið, einn- *g í slíkum þrengingum. í bæn og lestri eignaðist hann jafnvægi og ró í önnnm og erfiðleikum liins hversdagslega lífs. Hann las ylir einkunnarorð sín úr Orðskviðunum: >.Treystu Drottni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit." Síðan riljaði hann enn upp fyrir sér þá akvörðun, sem aftur og aftur kom upp í hug hans: Ég Evarta aldrei. Ékkert raul’ kyrrðina í vagninum nema andardráttur óarnanna. Sameiginlega báðu hjónin til Drottins Jesú. Eökkuðu lionum vernd og varðveizlu á löngum ferðum. Éáðu hann lyrirgefningar á vantrú og kvíða. Lögðu alla 1 Eans hendur, þó sérstaklega litlu börnin, sem hann hafði gefið þeim. Er bæninni lauk föðmuðust þau og sögðu: Guð blessi ^jörtu vor og ferð vora. Stuttri stund síðar var allt orðið að iðandi lífi kringum 'agnana. Ferðin hélt áfram. Og loksins sáu þeir ein- hverja dökka díla í fjarska. Livingstone tók upp sjón- aukann sinn. Hann sá brátt, að þetta var einn af leitar- ni°nnum. Hann veifaði skóflunni í ákafa. Hann hlaut að ^afa fundið vatn. Og sú var raunin. Hann kom hlaupandi ‘l móti þeim. í annarri hendinni hélt hann á krukku með 8ruggugu vatni. En það gerði ekkert til. Allt var betra en eEkert. Öllum varð léttara. Börnin tóku gleði sína aftur. *^g þegar komið var á staðinn, þar sem vatnið fannst, var 8ralið lengra og dýpra og allar krukkur fylltar með vatni. eim var borgið í bili. Og Livingstone tók fram biblíuna, las hans. stuttan kafla fyrir alla og þakkaði Guði fyrir hjálp M4€ THOMS Á leið sinni til fljótsins varð Livingstone oft hugsað til þeirra þorpa og þjóðflokka, sem þau fóru framhjá. Hann sá hvílík verkefni biðu lians. En nú liafði lrann heitið því, að fara aldrei með konuna og börnin í slíka ferð aftur. Þetta var nóg af svo góðu. En það hlaut að verða sárt að þurfa að fara frá þeim, ef til vill í langan tíma, ef Irann færi einn í kristniboðsferðir og landkönnunarleið- angra. Brátt var þessi ferð á enda. Aftur tók við grænt gras og víðáttumiklir skógar. Börnin glöddust yfir fugl- unum, antílópununr, strútunum og öðrunr dýrum, senr þau sáu. Alltaf var eitthvað nýtt að skoða og virða fyrir sér. Fyrst komu þau að Zougaánni, en ætluðu síðan að halda þaðan til Ngamis vatnsins. En í leiðangri nokkrunr, sem lrann fór, komust þeir að raun unr, að hér um slóðir voru lrættulegar tse-tseflugur, mjög lrættulegar dýrum. Þegar Livingstone konr til baka hafði hitasóttin geisað þar. María og börnin voru orðin veik. Hann ákvað þá að lralda aftur til baka til Kolebeng. Þar ætlaði hann að vera um skeið og starfa sem kristniboði. En nú varð að lrafa góða leiðangursnrenn. Þeir máttu ekki villast aftur. Nógar voru Irætturnar samt. Þó að Livingstone væri búinn að vera nokkur ár í Afr- íku, þekkti hann þær ekki nærri allar. 105

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.