Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1967, Blaðsíða 8

Æskan - 01.03.1967, Blaðsíða 8
HRÓI HÖTTUR Hrói höttur og menn hans æptu fagnaðaróp aí undrun og aðdáun. Sigurvegarinn féll á kné tii að meðtaka fagr- an silíurbúinn boga af hendi höfðingjans að launum fyr- ir list sína. „Það veit trúa mín“, sagði Hrói höttur, er hann fékk honum bogann, „að ég skyldi ríða hundrað mílur, og þótt lengra væri, til að finna slíkan bogmann sem þig.“ „Þú þarft ekki að fara svo langt,“ tók Vilhjálmur til orða, því að hann var dálítið öfundsjúkur við lagsbræður sína, sem hafði tekizt betur. „Munkur einn býr niðri í Lindardal, sem mun geta beitt boganum á við báða auk heldur við hvern annan manna þinna.“ „Þá vil ég hvorki neyta matar né drykkjar, fyrr en ég næ í hann,“ sagði Hrói höttur. „I kvöld er orðið of áliðið til að fara að finna hann, en áður en ég bragða mat í fyrramálið, vil ég hitta þennan hrausta munk.“ XJm leið og hánn mælti þetta, tók hann ör úr mæli sínum og dró fyrir odd á boganum. Ungun hjörtur einn var að ráfa inn í skóginn, hann kom út úr runnunum, og lötraði í hægðum sínum eftir bökkunum fram með fljótinu, þá heyrði hann allt í einu harkið og háreystina í skógarmönnunum. Dýrið hrökk upp við hljóðið, sneri höfðinu og starði sem snöggvast á skóg- armennina, en stökk svo af stað inn í skóginn. Höfðing- inn fylgdi því með augunum, og þar eð hann hafði gaman af að sýna skotfimi sína, hleypti hann ör af bogan- um á hjörtinn, sem var á harða hlaupum. Dýrið féll óðara til jarðar, og var þó fjarlægðin rúmlega fjórðungur mílu. „Heldurðu að munkurinn í Lindardal leiki þetta eftir?“ spurði Hrói höttur, og glotti um tönn. „Já, því máttu trúa,“ svaraði Vilhjálmur. „Hann hefur banað mörgum hjörtum í hálfrar mílu fjarlægð." „Aldrei skal ég framar benda boga,“ svaraði höfðing- inn, „ef lítilfjörlegur munkur tekur mér fram í bogalist. Hvað lízt ykkur, drengir, eigum við ekki að reyna að kló- festa klerkinn þann arna?“ „Jú, reyndu að fá hann í félagið," æptu skógarmenn- irnir í einu hljóði. „Verið þá búnir til íylgdar við mig í fyrramálið, jafn- skjótt sem ljómar að degi,“ sagði Hrói höttur, og gekk burt með Litla Jóni. Skógarmennirnir skildust síðan í hópa og héldu burt, sumir fram á fljótsbakkann, og sum- ir inn í skóginn, en sumir, sem undu því illa að hafa bor- ið lægra hlut í leikjunum, tóku aftur að reyna sig við þá, er sigur höfðu unnið. Hrói liöttur Mtniknrmn. Næsta morgun stóð Hrói upp fyrir sólaruppkomu. Hann steypti yfir sig brynju og setti hjálm á höfuð sér, gyrtist sverði sínu, tók skjöld sinn og boga. Að því búnu blés hann í hornið svo ógurlega, að menn hans hrukku upp með andfælum, og gripu hver það vopn, sem hendi var næst, eins og her manns væri á hælum þeim. Þá blés hann í hornið í annað sinn nokkru lægra, þá minntust þeir þess, sem um hafði verið talað kvöldið áður, og skjótt stóðu þar fimmtíu vaskir drengir, reiðubúnir til að hlýða boðum höfðingja síns. Hann bað þá skunda skemmstu leið til Lindardals, en hvað sem fyrir kæmi skyldu þeir eigi gera vart við sig, fyrr en hann hefði blásið þrisvar í hornið. Að svo mæltu hljóp hann á hestbak og hleypti af stað til að hitta munk- inn. Af munki þessum gengu miklar sögur, hann hafði einu sinni verið skrýddur bróðir í Lindarklaustrinu, en hafði bakað sér reiði forstöðumannsins fyrir slark og ribbalda- skap, og verið gerður klausturrækur. Tóki bróðir — svo var hann nefndur — lét það lítið á sig fá. Hann fór út í skóg, og þar hlóð hann sér kofa úr stórum steinum, sem þar var gnægð af, og þakti hann með viðargreinum. Þar lifði hann einsetulífi, og fékk skjótt mikið orð á sig fyrir heilagleik meðal íbúanna, og komu þeir einatt til hans, til að leita huggunar og ráða. Munkurinn kunni að hag- nýta sér þetta, og fékk einatt stórgjafir af smjöri og mjólk og stundum af sterkari drykkjarföngum. En þó var þetta eigi aðalviðurværi hans, því að oftsinnis sást hann árla morguns með góðan langan boga í hendi og örvamæli við hlið ser, og það var almannarómur, að fáir mundu hon- um jafnsnjallir að beita slíku vopni. Munkurinn var bæði stór og digur, hann var rúmlega sex feta hár, þrýstinn um brjóst og með svo stinna og sterka handleggi, að efldasti járnsmiður hafði mátt vera hreykinn af. Venjulega gekk hann í dökkri hempu, er Hrói höttur og munkurinn 108

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.