Æskan - 01.03.1967, Blaðsíða 21
Ár 1967, laugardaKii'n 4. febrúar kl. 16.30,
stofnaði Sigurður Gunnarsson, stórgæzlu-
maður unglingastarfs, barnastúku í Kárs-
n^sskóla í Kópavogi með aðstoð frú I'óru
•'ónsdóttur, fyrrv. stórgæzlumanns, sem
t()k jafnframt að sér að vera 1. gæzlumað-
Ul' stúkunnar.
Stofnendur stúkunnar voru mættir 77,
111 fimni börn, sem látið höfðu skrá sig til
Oátttöku, gálu ekki mætt af óviðráðanleg-
Un' ástæðum. Alls liöfðu því ósliað eftir
Oátttöku í stúkunni, með leyfi foreldra, á
l’essum fundi hennar 82 börn, 71 úr 10 ára
deildum Kársnesskólans, 2 úr eldri deild-
11111 hans og 9 úr Æfingadeild Kennara-
skóla íslands.
lildrög að stofnun stúkunnar voru þau,
a® stórgæzlumaður hafði rætt það við
skólastjóra Kársnesskólans, Gunnar Guð-
Ulnndsson, á síðastliðnum vetri, hvort
'ann mundi vinsamlegast gefa leyfi sitt til
þess, að barnastúka yrði stofnuð í skólan-
um ef góð forysta fengist. Tók skólastjóri
þcim tilmælum á einkar jákvæðan liátt. Og
l'egar vel var fyrir því stóra atriði séð,
stóð heldur ekki á fullum efndum af hálfu
skólastjóra, sem gaf leyfi til stofnunar
stúkunnar strax að loknum miðsvetrar-
prófum 28. janúar.
Fimmludaginn 2. febrúar heimsótti síð-
an stórgæzlumaður 10 ára heltki skólans,
kynnti starfið með nokkrum orðum, úl-
býtti inntöku- og kynniugarblöðum og hoð-
aði stofnfundinn á laugardaginn kl. 16.30,
með þeim árangri, sem fyrr greinir.
Stofnunin fór fram samkvæmt lögum
Unglingareglunnar, i samkomusal Kársnes-
skólans, sent verður framvcgis fundarstað-
ur stúkunnar.
Að stofnun og inntöku lokinni fór fram
skipun og vígsla emhættismanna.
Að lokinni vigslu embættismanna var
gefið fundarhlé og myndir teluiar af stofn-
endum stúkunnar. Þótti sá þáttur að sjálf-
sögðu skemmtileg tilhreytni.
Þvi næst var fundur settur á ný og tók
nú hinn nýi gæzlumaður frú Þóra Jóns-
dóttir við stjórninni.
Gæzlumaður flutti siðan stutt ávarp og
skipaði dagskrárnefnd fyrir næsta fund,
sem ákveðið var að halda að hálfum mán-
uði liðnum, Einnig hað liún hörnin að
koma með skriflegar tillögur á næsta
fundi um nafn stúkunnar og mundi síðan
valið úr þeim heztu.
Þá flutti stórgæzlumaður ávarp, heilla-
óskir og þakkir og sagði loks stutta sögu.
Við óskum liinni nýju stúku, sem nú
hefur lilotið nafnið VINABANDIÐ NR. 162,
gæfu og gengis i störfum á ókomnum ár-
um. Við hirtum hér með tvær myndir frá
stofnun stúkunnar.