Æskan

Årgang

Æskan - 01.09.1967, Side 9

Æskan - 01.09.1967, Side 9
HRÓI HÖTTUR „Djarflega mælt, hrausti sveinn!“ mælti Locksley, um leið og hann spennti boga sinn, „við skulum nú báðir hafa sama mark,“ og því næst skaut hann örinni, eins og út í bláinn, og hitti hún mark rétt við ör kappsbróður hans. Áhorfendur glöddust af að sjá svo fimlega skotið, og klöppuðu lof í lófa, en þetta kom svo flatt upp á konung og biskup, að þeir gátu varla dulið, hversu þeim liafði bfugðizt von sín. Síðan skutu þeir félagar Locksleys, og hittu örvar þeirra skotmarkið fáa þumlunga frá miðju, en slíkt hið sama gjörðu örvar bogmanna konungs. „Leikurinn stendur jafn,“ mælti konungur, þegar hann hafði riðið yfir skotsvæðið og skoðað markið. „Þér verðið að skjóta að nýju.“ „Ef garpurinn hérna, hann bogabróðir minn,“ mælti Locksley, „sem ekki ætlar sér minna en að hitta sjálfa sólina, vill reyna sig við mig, þá getum við tveir einir kljáð út leikinn okkar á milli, það er að segja,“ mælti hann ennfremur, „með allra mildilegustu leyfi yðar liátignar." „Hvað segir þú, Klifton? Ert þú ásáttur með að reyna fræknleik þinn við þennan burgeisa?“ spurði Hinrik kon- nngur. „Með mestu gleði, mildasti herra,“ svaraði bogmaður- lnn, „og ég veðja boga mínum móti boga hans, að hann hittir eigi það mark, sem ör mín nemur.“ „Vel er veðjað,“ mælti Locksley, „og vil ég að því ganga.“ Eftir tilmælum veðjendanna var skotspónninn tekinn hurt, og mjóum pílteinungi, varla þumlungsgildum, stung- niður í jörðina. Allir áhorfendurnir hugðu að, með vaxandi undrun og áhuga. „Þetta mark munu þeir varla hæfa,“ sögðu þeir hver við annan. Bogmaður konungs gekk að strengnum, lagði ör á boga og miðaði sem vand- legast, því næst hleypti hann af, örin þaut í gegnum loftið að pílkvistinum, fló börkinn af og stóð í jörðinni fáum álnum fjær. Þá kvað við glymjandi fagnaðaróp, og Klif- ton! Klifton! heyrðist kallað um allt. Bogmaðurinn ókunni beið þess eigi, að sköllin hættu. „Ör hans skal ég marka,“ mælii hann hátt, og gekk að strengnum, dró ör fyrir odd á boganum og bar hann við auga sér og skaut. Örin hvein um loftið og stóð þvert í gegnum ör Kliftons. Öllu sló í þögn, rnargir gátu ekki séð, livar örin kom niður, og sumir voru svo frá sér numdir, að þeir gátu ekki komið upp orði, en þegar einn af fólkinu dró hana út, þá lustu menn upp slíku dynjandi fagnaðarópi, að þeir íbúar í Lundúnum, sem höfðu setið kyrrir heima, þustu hundr- uðum saman út úr húsum sínum til að vita, hvernig stæði á svo ógurlegri háreysti. Konungi þótti miður, að bogmenn hans höfðu beðið lægri hlut, en eins og allir aðrir dáðist hann að hinni frábæru bogfimi Locksleys. Hann kallaði til hans og mælti: „Viltu gjörast bogmaður minn? Laun þín skulu vera tvö hundruð sterlingspund árlega, borðhald ókeypis og nýr veiðimannabúningur þriðja hvern mánuð.“ „Það þykir mér leitt, mildasti konungur, að ég get ekki þegið boð þitt,“ svaraði Locksley, „en veit mér eina bæn, og þá mun ég og menn mínir reynast þér trúir til dauða- dags.“ „Talaðu Locksley,“ mælti konungur, „bæn þin er veitt.“ „Þá bið ég, mildasti konungur, um fyrirgefningu fyrir hinn seka skógarmann, hann Hróa hött og hina hraustu kappa hans.“ „Svo þú ert Hrói höttur?“ mælti konungur og setti rauðan í andliti, „þú, sem hirðir hvorki um guðs né manna lög, og fyllir norðurhéruð ríkis míns með ógnum og skelf- ingu. En skotfimur ertu, það verð ég að játa, en það stoðar þig ekki nú. Varðmenn, takið bófann höndum.“ „Manstu, hverju þú lofaðir mér?“ var mælt blíðri rödd frá hásætinu. „Mundu, að sæmd þín liggur við.“ Hinrik konungur snéri sér við, er hann heyrði rödd drottningar sinnar. Bros lék um varir hans og hann svaraði: „Það var einungis gaman, fagra Eleónóra, það var Hrfti höttar sigrar. 317

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.