Æskan

Volume

Æskan - 01.09.1967, Page 10

Æskan - 01.09.1967, Page 10
í]>róttamót skólans var að hefjast. Eiríkur var líklegastur tii sigurs. Hann var hlédræg- ur og átti ekki marga vini. En hann lét aldrei á sér sjá, ]>ó að hann væri einn af fremstu fimleikamönnum skólans. Ómar og Óli öfunduðu hann liins vegar af kostum lians og orku. Og ]>vi miður reyndu ]>eir oft að tala illa um hann við aðra, ]>egar hann heyrði ekki til. Nú var byrjað á hástökki. Ómar, sem tók ekki ]>átt i keppninni, stóð við annan enda rárinnar og átti að festa hana upp, þegar hún félli. Keppnin varð hörð. Eftir stutta stund voru aðeins þeir Eiríkur og Óli eftir. Enn var liækkað upp í 1,25 m. Óli stökk fyrst, en felldi. Eiríkur reyndi næst. Honum fannst hann ekki koma við. En ráin féll! „Reynið aftur,“ var kallað i gjallarhornið. Óli reyndi, en felldi aftur. Eirikur kom strax á cftir og flaug yfir — en hvað gerðist? Ráin féll! Heilbrigð SÁL í hraustum líkama Dómarinn tók eftir þessu og gekk til þeirra. Hann horfði ströngum augum á Ómar. Dauðaþögn varð í leikfimis- salnum. „Hvernig stóð á ]>essu?“ spurði hann hvasst. „Ég veit ekki,“ svaraði Ómar, „mér sýndist hann koma við með hendinni á niðurleið.“ Hann roðnaði upp i hársrætur og sneri sér undan. Dómarinn sá strax, að hér var ekki allt með felldu. Hann stöðvaði keppnina og tók Ómar á eintal. Enginn sagði neitt á meðan þeir voru i burtu. Allir vissu, að þeir liöfðu reynt að hafa rangt við. Eftir þetta vann Eirikur enn álit annarra með auðmýkt sinni og hreinskilni, en vegur Ómars og Óla minnkaði að mun. Það er gott að geta sigrað í íþróttum og náð glæsilegum árangri, en það er enn nauð- synlegra að sálin sé hrein og samvizkan góð. Keppum fyrst og fremst eftir ]>ví. Til þess getur enginn hjálpað okkur eins vel og Guð, sein hefur gefið okkur lífið. Munið: Heilbrigð sál í hraust- um líkama. Þórir S. Guðbergsson. ekki annað en gaman.“ Því næst vék konungur sér að Hróa hetti og mælti: „Ég fyrirgef þér fúslega og fylgisveinum þínum, ef þér héðan af látið af ránum og öðrum óskunda, og lifið framvegis sem trúir og hlýðnir þegnar.“ „Vér getum ekki skilið við skógana," svaraði skógar- maðurinn, „en ef yðar hátign vill leyfa oss að sveima um þá, og í viðlögum temja oss bogfimi á hjörtunum og villi- dýrunum, sem stökkva þar þúsundum saman um slétt- urnar, þá heitum vér því, að enginn ferðamaður skal nokkru sinni fá tilefni til að bera sig undan skógarmönn- unum í héraðinu Nottingham." Konungur þagði og beit á varir sér, þá gekk bogmaður sá fram, er ósigur hafði beðið, og rétti sigurvegaranum boga sinn. „Þú ert dugandi maður, Klifton," sagði Hinrik. „Þú hefðir átt að ætla þér minni fjarlægð, þá mundi ör þíri ekki hafa farið utan hjá pílteinungnum. Boga þínum skaltu halda, en það verð ég þó að segja þér, að einn maður er til á Englandi, sem er betri bogmaður en þú.“ „Ef ég hefði vitað, að þú varst Hrói höttur,“ mælti biskupinn af Herfurðu, þegar konungur afhenti skógar- manninum pyngjurnar, „hefði ég ekki farið að veðja við þig. Þú hefur þegar fengið meira af gulli mínu, en ég nokkru sinni hafði ætlað þér.“ „Þú gleymir þó varla veizlunni góðu undir dómtrénu," svaraði Hrói höttur, „en ef þú kynnir að sjá eftir því, er þú greiddir fyrir það, þá væri mér skapi næst að gefa þér þetta lítilræði aftur." „Mæl eigi svo, höfðingi," tók Litli Jón til máls, sem var einn í flokknum með Hróa, „það væri eigi hyggilegt. Fyrst þú hefur lieitið að létta ekki af neinum manni íémunum þeim, sem hann ekki þarf með, mundi það óviturlegt að halda ekki því, sem þú einti sinni hefur fest hendur á.“ Hrói höttur glotti og kastaði pyngjunum til félaga síns, sem var fyrirhyggjusamari en sjálfur hann. Hann lineigði sig djúpt fyrir konungi og drottningu, gekk burt af skot- vellinum og allir þeir félagar. Skírisskógur bergmálaði skömmu síðar af hljómnum í veiðihorni hans, en loforð sitt á Finnborgarvöllum hélt hann dyggilega, meðan Hinrik konungur lifði. Enginn ferðamaður hafði ástæðu til að bera sig upp undan hinuni fræknu skógarmönnum. o NÆSTI kafli heitir: Riddarinn frá Vinfró. o

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.