Æskan - 01.09.1967, Síða 16
'IIT'inu sinni voru kóngur og drottn-
JL/ing í ríki sínu. Þegnarnir lifðu
aðallega á hrísgrjónum. Fólk vissi þá
ekki, að hrísgrjónakjarninn er ágætis
matur, en hélt, að hann væri bein
grjónsins. í höll konungs var margt
þjónustufólk, þar á meðal stúlka, sem
Minja hét og þjónaði hún drottning-
unni sérstaklega. Drottningin var
skaphörð og £ór illa með stúlkurnar,
sem stjönuðu undir henni. Ýmist at-
yrti hún þær eða lét berja þær. Oft
og einatt lét hún þær ekki fá nóg
að borða. Dag nokkurn, þegar Minja
var í seinna lagi að færa drottning-
unni vatn, æpti hún upp yfir sig:
„Ég el þig vel, en þú þjónar mér illa.
Héðan í frá skalt þú ekkert fá að
borða.“
Minja var neydd til að stjana undir
drottningunni, en fékk samt ekkert
að borða. Með hverjum deginum sem
leið varð hún grennri, og andlit henn-
ar varð fölt eins og deyjandi lauf á
hausti. Loks kom að því, að hún varð
svo hungruð, að hún gat ekki unnið
meir. Hún hugsaði með sér: Mér er
ekkert gefið að borða, en ég get ekki
lognazt svona út af, án þess að gera
tilraun til að bjarga lífinu. Ég ætla
að reyna að borða „beinin" úr hrxs-
grjónunum. Hún tíndi því saman dá-
lítið af hrísgrjónum, sem hafði verið
fleygt með öðru rusli, sauð þau og
át. Þegar hún hafði borðað fyrstu
munnfyllina, varð hún ekki lítið hissa.
„Hvað er að tarna,“ sagði hún við
sjálfa sig, „beinið er miklu betra en
kjötið.“ Upjr frá því safnaði hún
saman öllum þeirn hrísgrjónum, sem
hún gat fundið, faldi þau á afvikn-
um stað og á hvei jum degi sauð hún
dálítið og át. Dagarnir liðu, en Minja
dó ekki úr hungri, þvert á móti varð
hún hraustlegri og fallegri með hverj-
um deginum sem leið. Andlit hennar
fékk yndislegan roða og húð hennar
varð ferskleg sem nýfallin morgun-
dögg. Hitt þjónustufólkið skildi ekk-
ert í, hvernig á þessari breytingu á
útliti hennar stóð. Bros hennar var
svo yndislegt, að karlþjónamir dróg-
ust að henni eins og býflugur að hun-
angsköku. Hver á fætur öðrum lædd-
ust þeir á fund hennar og spurðu:
„Minja, hvernig stendur á því, að þú
verður svona falleg, þótt þú fáir ekk-
ert að borða? Jafnvel draumadísirnar
eru ekki eins fagrar og þú. Vertu nú
góð og segðu okkur, hvað þessu veld-
ur og hvert er leyndarmál þitt.“ Minja
sagði þeim þá, að hún væri farin að
boiða „hrísgijónabeinin". „En um-
fram allt, segið engum lifandi manni
frá þessu og allra sízt drottningunni."
Eftir það heimsótti þjónustufólkið
Minju og borðaði hjá henni eins og
það gat í sig troðið af „hrísgrjóna-
beinum".
Þegar drottningin sá, hve Minja
var orðin fögui', fylltist hún öfund-
sýki. Henni datt jafnvel í hug, að
hans hátign konunginum kynni að
fara að lítast betur á hana en sig,
hann kynni ef til vill að skilja við sig
og gera Minju að drottningu sinni.
Þess vegna hataði drottningin Minju
og lét kalla hana fyrir sig. Hún var
þó svo slóttug, að hún lét ekki á
hatri sínu bera og talaði mjög vin-
gjarnlega við Minju: „Elsku litla
Minja mín,“ sagði hún, „mikið ert
þú orðin falleg, segðu mér nú, hvern-
ig þú ferð að því að fegra þig svona.
Ef þú gerir það, skal ég gefa þér hvað
sem þig langar til að eignast. Gerðu
þetta, því annars er mér lífið óbæri-
legt. Ég veit, hvað þú ert framúrskar-
andi hjartagóð, og að þú munt ekki
geta séð mig þjást svona afskaplega
mikið.“
Drottningin hélt, að þetta skjall
myndi duga til þess, að Minja segði
henni leyndarmál sitt og þannig gæti
hún líka orðið fögur. En hin fyrirlit-
lega framkoma drottningarinnar reitti
Minju til reiði. Þess vegna svaraði
Minja henni ekki einu orði, en starði
á hana með djúpri fyrirlitningu.
Þegar drottningin fékk ekki orð
upp úr henni, varð hún í mjög vondu
skapi, það sem eftir var dagsins, og
um kvöldið bylti hún sér í rúminu
og gat ekki sofnað fyrir gremju.
Drottningin veitti því athygli, að
þjónustuliðinu þótti orðið sérstaklega
vænt um Minju og að Minju þótti
engu síður vænt um það. Hún ákvað
því að notfæra sér þetta til að koma
vilja sínum fram. Kallaði hún þá
Minju fyrir sig og sagði ógnandi: „E£
þú ekki segir mér leyndarmál þitt,
ótugtin þín, skal ég biðja konunginn
um að láta taka allt þjónustufólk
hirðarinnar af lífi.“
Minja flýtti sér til herbergis síns,
og þar setti að henni ofsalegan grát.
Þegar þjónustufólkið sá hana skömmu
síðar útgrátna, spurði það hana, hvað
hryggði hana svo og hvort drottning-
aiótugtin hefði nú barið hana enn
einu sinni. En Minja svaraði því ekki,
en grét þeim mun sárar. Vinir henn-
ar tóku þá að gráta með henni, en
upp á það gat hún ekki horft og sagði
þeim eins og satt var. Drottningin
Hrísgrjón.
Kínversk
þjóðsaga
324