Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1967, Blaðsíða 18

Æskan - 01.09.1967, Blaðsíða 18
CHARLES DICKENS DAVÍÐ COPPERFIELD „Það er skip að stranda ... hérna rétt fyrir utan,“ var anzað. „Er það fiskibátur?" spurði ég og opnaði dyrnar. „Nei, það er víst spænsk skonnorta, fermd suðrænum ávöxtum,“ var svarað. Ég klæddi mig í snatri og skundaði niður til strandar. Fjöldi fólks var þar saman kominn, og allir horfðu kvíða- fullir út á ólgandi hafið. Spölkorn frá landi var skip. sem veltisl í brimgarðin- um. Annað siglutréð var brotið, og seglin og reiðinn hengu í tætlum. Við sáum, að skipshöfnin var í óða önn að hreinsa til á þilfarinu, og ég veitti einkum athygli ungum, karlmannlegum manni með sítt, liðað hár. Mér fannst ég kannast við fas hans. „Er ómögulegt að bjarga mönnunum?" kallaði ég óttasleginn. „Nei, það er engin leið,“ svöruðu tveir fiskimenn. „Björgunarbáturinn er búinn að fara tvær ferðir út að skipinu, en árangurslaust, því brimið skolaði honum óðara aftur að landi.“ í sömu andránni sáum við, hvar heljarmikil holskefla reið yfir skipið, og þegar aftur sást til þess, var þar að- eins einn maður eftir. Hann skreiddist að siglutrénu og reyrði sig fastan með köðlum. En nú skall hver holskefl- an á fætur annarri yfir skipið, og við vorum á nálum um, að ]rað mundi þá og þegar liðast sundur. „Ó, bjargið þið honum! . .. Bjargið honum!“ hrópaði ég í dauðans ofboði. En enginn fiskimannanna bærði á sér. I þessum svifum tók ég eftir hreyfingu í hópnum, sem stóð fyrir aftan mig, og þegar ég leit kringum mig, kom ég auga á Ham meðal fiskimannanna. Hann var ákafur og talaði hátt, og ég þóttist skilja, að hann vildi fá þá til að koma með sér út í björgunarbátinn. En enginn vildi fylgja honum. Ég skundaði til hans, sagði fáein orð við hann og fékk honum bréfið frá Millu. Hann las það með tárvotum augum og stakk því síðan í barm sér. Augu hans leiftruðu, og kynlegum svip brá fyrir á and- liti hans. „Nú fer ég einn út, Davíð,“ sagði hann og tók í hönd mér. „Ef guð vill, að ég drukkni, þá dey ég glaður. Verði hans vilji.“ Hann batt í skyndi kaðal yfir um sig, skipaði nokkr- um fiskimönnum að lialda í annan endann á honum og draga sig að landi; síðan varpaði hann sér út í haflöðrið. Við stóðum öll höggdofa. Við sáum, hvar Ham synti af öllum kröftum. Ýmist var hann uppi á ölduhryggjun- um eða niðri í öldudölunum. Eftir stutta stund var hann kominn alla leið út að skipsflakinu. En í því bili heyrð- ist ógurlegt brak. Skipið tæltist sundur í ótal mola, og sprekið úr því þyrlaðist í ólgandi briminu. Fólkið á ströndinni rak upp hátt skelfingaróp og fiski- mennirnir toguðu af öllu afli í kaðalinn. Andartaki síð- ar lá Ham á ströndinni, en hann var dáinn; hann hafði rotazt af hrotunum úr skipinu. Veslings tryggðatröllið hann Ham! Við bárum hann heim og lögðum hann upp í rúm, og ég settist á stól við rúmstokkinn hjá líkinu. Ég fór að hugsa um ævi Hams, frá því ég sá hann fyrst í gamla bátnum og þar til nú, er hann lá hér liðið lík. Ég liugs- aði um Millu, Peggotty og æskuvin minn, sem hafði vaklið þessari góðu og göfugu fjölskyldu svo miklum þjáningum. Meðan ég sat þarna og var að hugsa um þetta, kom fiskimaður inn í herbergið og kallaði á mig með lágri röddu: „Herra Copperfield, viljið þér koma með mér niður að sjó?“ „Hefur lík rekið á land?“ spurði ég, og kynlegur hroll- ur gagntók mig. „Já, það hefur rekið lík,“ svaraði maðurinn. „Ætli ég þekki það?“ sagði ég. Eiskimaðurinn anzaði mér engu, en tók í handlegginn á mér og leiddi mig af stað. Við komum þangað, sem gamli báturinn lá, og niðri í flæðarmálinu, þar sent við Milla höfðum verið að tína skeljar, þegar við voruni börn, lá lík af ungum manni. Það var Steerforth, æskuvinur minn. Hann lá þarna fölur og endilangur, og höfuð hans hvíldi á öðrum hand- leggnum. Þannig hafði ég oft séð hann liggja, þegar við vorum saman í skólanum í Salem House. Þessir stórkostlegu atburðir liöfðu þvílík áhrif á mig, að ég gleymdi að heita mátti sorg rninni yfir missi Dóru. Ég ráðstafaði nú eigum Hams, lét búa vel um lík Steer- forths í kistu, og tveim dögum seinna, er ég fór til Lond- on, flutti ég kistuna með mér alla leið til Highgate. 326

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.