Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.09.1967, Qupperneq 20

Æskan - 01.09.1967, Qupperneq 20
BIARGIB LIFI GEFIfi BUIII Bjargið lífi! Þau eru orðin æði mörg mannslífin, sem bjarg- að hefur verið með blóðgjöfum, bæði í sambandi við slys og sjúkdóma (uppskurði). Það er vissulega dásamlegt að geta verið virkur þátttakandi í að bjarga mannslífum. Það geta allir verið, sem vilja leggja af mörkum lítið brot af blóðmagni sínu. Að þetta brot bjargi e. t. v. lífi sjúks eða slasaðs ein- staklings ætti að vera nægileg hvatning til allra ís- lendinga. Það getur enginn sagt um það fyrir- fram, hver þurfi á blóðinu að halda. Það gæti ver- ið þú sjálfur, barnið þitt, eða einhver þér nákom- inn. Gefið blóð . . . Blóð er ekki hægt að kaupa né framleiða eins og lyf nú til dags. Blóð verður að gefa. Blóðgjafar hafa hingað til aðallega gefið blóð í Blóðbankan- um í Reykjavík, en Blóðbankinn sendir blóð til sjúkrahúsa og einstakra lækna út um alla lands- byggðina. Bankinn hefur fullnægt daglegri þörf blóðs, en ekki mikið meira. Hann hefur því ekki verið vel undir það búinn, ef mikil slys eða nátt- úruhamfarir steðjuðu að. Til þess að Blóðbankinn geti verið reiðubúinn skyndilegri aukinni blóð- þörf, þarf hann auknar birgðir blóðs og blóðvatns. Með tilkomu blóðsöfnunarbifreiðar Rauða kross íslands verður nú hægt að sækja blóð um allt land, — með þinni hjálp. Hverjir mega gefa blóð . . . Allir þeir, á aldrinum 18—59 ára, sem eru hraust- ir, með eðlilegt blóðmagn og blóðþrýsting, og hafa ekki smitazt af neinum sjúkdómum, sem geta bor- izt með blóðinu, t. d. gulu. — og hve oft? Blóð má gefa á allt að 2ja mánaða fresti, eða um 5 sinnum á ári í mesta lagi. 2—3svar á ári er ágætt. Verður maður eftir sig? Hraustum einstaklingi á ekki að verða neitt um að gefa blóð. Það eru teknir 400 ml. af blóði í hvert sinn, — minna en 1/10 hluti blóðmagns líkamans. Aðeins 20 mínútur tekur að gefa blóð. Stuttur tími, sem gæti orðið til að bjarga mannslífi. í hvaða blóðflokki er ég? Allir, sem gefa blóð, fá sent kort, sem gefur til kynna blóðflokk hans. Hver og einn ætti að bera kortið á sér. Þá er í fljótheitum hægt að sjá í hvaða blóðflokki hann er, ef slys eða annað hend- ir, og hann þarf á blóðgjöf að hakla. Má geyma blóð lengi? Heilblóð má geyma í 21 dag, ef það er geymt við 4ra gráðu hita. Hins vegar má geyma blóðvatn í mánuði og ár, ýmist sem þurrefni eða frosið. Nú er einnig farið að hraðfrysta rauð blóðkorn, og þá er hægt að geyma þau svo mánuðum skiptir án þess að eyðileggja þau. KJörorðið er: ÆSIÍA^Í FIIUR ÆSKIJM

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.