Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1967, Síða 28

Æskan - 01.09.1967, Síða 28
Iþróttir ^JJagan um Puskas er eitt ævintýrið enn um karlssoninn, sem lagði undir sig kóngsrikið. Hún er sagan um manninn, sem ineð járnviija, einbeitni og frábærri clju nær næstum því fullkomnun í íþrótt sinni. Hún er saga um það, hvernig þcssi berfætti, fátæki drengur úr úthverfum Búdapestborgar verður ein af mestu knatt- spyrnuhetjum ailra tíma. Við skulum hlýða á hann sjálfan segja frá. Saga hans er yfirlætislaus að því cr varðar sjálfan hann. Eins og sönnum íþróttamanni sæmir er hann hæverskur og laus við allan hroka. „Ailir landar minir liafa yndi af iþrótt- um,“ iiefur iiann máls. „Börnin drekka í sig ást á íþróttum með móðurmjólkinni. I5að er meðal annars skýringin á þeirri merkilegu staðreynd, að þessi níu milljón íbúa þjóð skyldi hremma hvorki meira né minna en 16 gullpeninga á Ólympiuleikun- um árið 1952. Ég er fæddur í Búdapest árið 1926. Hins vegar ólst ég upp í Kispest i nokkurra kílómetra fjarlægð. Við voruin saman níu strákar og héldum hópinn. Knattspyrnan var það, scm batt okkur tryggðaliöndum. Bozsik-bræðurnir voru okkur snjallastir. Það fannst þeim sjálfum að minnsta kosti. Væri annar spurður mikilsverðrar spurningar, var svar- ið einlægt: Það veit ég ekki, en hann bróðir minn veit það áreiðanlega! Þetta kom þeim stundum i koll, þegar spurn- ingarnar voru lagðar fyrir þá samtímis. Michael Patyi var mótsetningin við þá. Við spiluðum stundum með hann, sögðum að jafnvel ekki í tveimur eyðiþorpum myndi fyrirfinnast eins greindur drengur og hann! Iharos hafði mest sjálfstraust okkar allra. Hann játaði, að það væru að- eins tveir fyrsta flokks knattspyrnumenn í Kispest. Hann væri sá fyrri og einnig sá síðari! Þegar við mynduðum lið, kölluð- um við livcr annan aldrei réttum nöfnum, heldur nöfnuni dáðra knattspyrnuhetja Jieirra tfma: Drake, Zamara, Buchan! Frá moi'gni til kvölds lékum við á enginu fyr- ir utan Kispest. Knötturinn var úr tuskum, helzt úr sokkum. Knattspyrnuskó höfðum við ekki, yfirleitt enga skó. Við lékum oftast berfættir og skeyttum engu þistlun- um, sem stungust upp í iljarnar. Ég man, að ég var 8 ára, þegar slátrar- inn í jiorpinu kom einu sinni að horfa á. lig varð liræddur. Við vorum raunar allir hræddir, þvi viku áður höfðum við selt köttinn slátrarans fyrir aura, til þess að komast inn á knattspyrnuleik. Og svo var það rúðan hjá honum. Við skulum ekki tala um, hvernig það vildi til. Hann nam staðar skammt frá og benti okkur að koma. Oltkur átti svo sem ekki að verða undankomu auðið. FERENC PUSKAS Ævintýrið um PUSKAS °g félaga hans. — Hver ykkar er fyrirliði? Strákarnir otuðu mér í áttina til hans. — Ert þú fyrirliðinn? — Já, Rudi frændi. En ég licf ekkert gert. Við ... Hann brosti, og mér stórlétti. — Ég lief lítið að gera í kvöld, sagði liann. — Ég skal, koma til ykkar. Liðið, sem vinnur, fær brjóstsykur í verðlaun. Við ætluðum ekki að trúa eigin eyrum. Gat það hugsazt, að maður gæti fengið slíka dásemd bara fyrir að leika knatt- spyrnu? En Iharos var nærri búinn að eyðileggja allt sarnan. ■— Ef Puskas og Bozik verða í sáma liði, J)á verð ég ekki með! Allt bjai'gaðist nú samt. Þetta Varð eft- irminnilegur leikur. Við unnum, og Hideg- kuti (í minu liði) skoraði sigurmarkið, 13:12! Við fengum allir brjóstsykur! Aldrei leiddist okkur. Við hættum á löng- um köflum að skipta okkur í 5 og 4 og tókum í þess stað upp ýmiss konar knatt- spyrnuþrautir: Halda tuskuboltanum á lofti, skalla, liitta lítið mark með hvorum fæti sem var. Einu sinni fengum við heimsókn. Lang- ar ykkur til þess að leika alvöruknatt- spyrnu? spurði maðurinn. Við þokuðum okkur nær, tortryggnir mjög. En honum var alvara. Þetta var knattspyrnuþjálfari i þorpinu. Hann fór með okkur á íþróttavöllinn. íþróttabúning- ar lágu þar í lirúgu. — Þið getið valið ykkur sjálfir, það sem er ykkur mátulegt, og hérna eru líka skór. Og þarna var lfka alvöruknöttur. En okkur leizt ekki á hann. Hann lilaut að vera einn af þeim, sem Gamli Nói gat ekki notað lengur. Við reyndum að sparka i liann. Með þessum stóru skóm var það öldungis vonlaust. Hending ein réði, livar knötturinn lenti, enda voru skórnir alltof stórir. Völlurinn var líka alltof stór. Ég lieyrði einhvern kalla: Hæ, strákar! Er ekki betra að fá árar með þessum bátum? Eftir 10 mínútur vorum við uppgefnir, en samt héldum við áfram, jafnvel eftir að fæturnir voru orðnir bólgnir og blóð- ugir og allir í blöðrum. — Strákar, þið komið aftur eftir tvo daga! Næstu nótt gat enginn okkar sofið fyrir spenningi. Þessir tveir dagar ætluðu aldrei að líða. Loksins kom föstudagurinn. Við áttum að vera mættir klukkan tvö. Þetta var ekki nema hálftima gangur, en samt lagði ég af stað kl. 10. Örlög min og okkar telaganna níu Voru ráðin ... Þetta byrjaði svona. Það leið cnginn laugardagur eða sunnudagur svo allt frá árinu 1936, þegar ég var 10 ára, að ég væri ekki að leika knattspyrnu. Fyrst i drengja- liði, síðan í unglingaliði. Þar kölluðu þeir mig „markakónginn". Ég var mjög ham- ingjusamur. Af engu hafði ég eins mikið yndi og

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.