Æskan - 01.09.1967, Qupperneq 45
Spakmæli.
Peningar eru góð-
ir þjónar, en afleit-
ir húsbændur.
Auðnum má líkja
við saltvatn — l>ví
meira, sem drukk-
ið er af því, þvi
byrstari verða
mcnn.
Því meiri, sem
tekjur mannanna
eru, og auður safn-
ast saman, því meir
clnar þeim peninga-
sóttin.
Peningar freista
til iðjuleysis, gera
menn sjálfselska,
leiða menn út í
flökkulíf og eru
spillingarmiðill
góðra siða.
Langar crmar eru
óhentugar fyrir
hendurnar og auð-
æfin fyrir sálina.
Þó að peningarn-
ir séu taldir oft og
mörgum sinnum,
fjölgar þeim ekki
samt.
Talaðu aldrci illa
um náunga þinn, ef
þú crt ekki viss um,
að það sé einber
sannleikur, og vitir
þú með vissu, að
það sé sannleikur,
þá spyr þú sjálfan
þig fyrst, hvers
Vegna þú segir frá
því.
Talaðu sem minnst
um sjálfan þig, ætt-
ingja þína og vini
við aðra.
Ef allir vissu,
hvað menn segja
hverir um aðra,
Væru naumast
nokkrir vinir til í
heiminum.
ÆVINTÝRI RÓBÍNSONS KRÚSÓ ---------
HUGSAÐl RÁÐ SITT. Þetta voru beinagrindur úr mönnum: Hauskúpur, hryggjarliðir, rif og legg-
_____________________________ ir. Holar augnatóttirnar ginu við honum, og það var eins og eitthvert feigðar
glott léki um bera tanngarðana og hvíta kjálkana. Róbínson hljóp lengi eins og fætur toguðu, og það var
ekki fyrr en hann var orðinn örmagna af þreytu, að hann hægði á sér. Loks lagðist hann í þéttan
runna, þar sem hann þóttist viss um, að hann sæist ekki, og hugsaði ráð sitt. Honum fannst hagur sinn
horfa heldur óglæsilcga. Hann þóttiet nú viss um, að villimenn hefðust við á eynni. Þó furðaði hann sig
á því, að hann skyldi aldrei hafa orðið þeirra var. Sennilegust virtist honum sú skýring, að þeir kæmu
aðeins endrum og eins til eyjarinnar í einhverjum ákveðnum tilgangi. Hér eftir gat hann enga stund
verið óhræddur um sig. Hellirinn var orðinn honum harla ótryggt hæli, og í skóginum gat hann gengið
villimönnunum í greipar, er minnst varði. Hann afréð loks að halda heim og hætta við könnunarferð-
ina, því að hvergi átti hann þó skárra athvarf en hellinn.
FLOTTA ^eKar Robinson kom aftur til meðvitundar, spratt hann á fætur og hélt áfram flótta
-------------- sínum. Allt i einu heyrði hann fótatak að baki sér og herti ósjálfrátt hlaupin. Það
komst ekkert annað að, en hin hræðilega sýn. Á þessum villta flótta sínum tók hann ekkert eftir því,
hvað fyrir fótum hans varð, og allt í einu hnaut hann um trjárót, sem stóð upp úr jarðveginum, og
féll á ný til jarðar.
Rétt eða Rangt:
1. Rangt. Naddoður hafði
liér aðeins stutta viðdvöl og
nefndi landið Snæland. Það var
Garðar Svavarsson, sem byggði
sér skála við Skjálfandaflóa,
þar sem siðan lieitir Húsavik,
en Hrafna-Flóki nefndi landið
fyrstur ísland. — 2. Rétt. Þeir
Abrahain Lincoln árið 1865,
James A. Garfield árið 1881,
William Mc. Kinley árið 1901
og Jolin F. Kennedy árið 1963.
— 3. Rangt. — 4. Rangt. Litið
á dagatalið á veggnum. — 5.
líétt, og þess vegna á isbjörn-
inn svo gott með að fóta sig á
hálum is.
353