Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1968, Blaðsíða 20

Æskan - 01.01.1968, Blaðsíða 20
Nú fannst Hans að fuglinn væri að gera gys að sér, eins og svo oft var gert lreima. Og nú skyldi hann sýna honum það, að það væri ekki mikill vandi að fljúga. Hann klifraði því upp í tré og fór yzt út á eina greinina. Þar rétti hann úr sér, teygði úr báðum handleggjum, lyfti öðrum fætinum, síðan hinum og kastaði sér svo út í loftið. En —. Boms —. Eins og steinn féll hann niður í græn- an mosann. Allir ungarnir voru aftur flognir upp í hreiðrið. Nú hlógu þeir hver í kapp við annan með fuglamömmu. „Sjáið þið þennan heimska dreng. Hann kann ekki einu sinni að fljúga." Nú höfðu þeir lært það sjálíir. Þeir höfðu því leyfi til að hlæja að Hans. Svo skreiddist Hans á fætur, stappaði niður fótunum, eins og heima hjá sér, og sagði: „Ég vil ekki vera hjá ykkur. Þið eruð andstyggilegir. Ég fer að leita að öðrum betri félögum. En fyrst verð ég að fá eitthvað að borða." Já, það var nú hægra sagt en gert. Hvað átti svo sem að fá að éta hér. Að vísu spruttu hér ber, en það sagði nú lítið í soltinn maga á litlum dreng. Hann fór að svipast um eftir einhverju betra. Þá sá hann gamalt tré. Börkurinn var víða flagnaður af því. Svo sá hann stóra holu í tréð, og í henni óx grænn mosi. Ct úr holunni streymdi ilmandi lykt og heill herskari af býflugum flaug suðandi út og inn. „Þarna er hunang!“ hrópaði Hans. „Og hunang er bezti matur, sem ég fæ.“ Og hann hljóp að trénu. Holan var ekki hærri en það, að hann náði með hend- inni upp í hana. En um leið og hann stakk hendinni ofan í hana til að ná í hunangið, heyrði hann reiðilega rödd, sem sagði: „Hver er þar? Komdu ekki nær! Þú dirfist ekki að hreyfa við hunanginu okkar.“ En Hans var ekki einn af þeim, sem lætur hræða sig til að hætta við áform sitt. „Ég tek ekki nema svolítið. Ég hef þó líklega leyfi til að sleikja svolítið, eins og þið. Hvers vegna hafið þið einar leyfi til að njóta alls þessa? Hvers vegna þurfið þið að hafa allt betra en ég? Allan daginn þurfið þið ekki að hugsa um neitt annað en fljúga á milli blómanna og sleikja þau. Það hlýtur að vera herramannslíf að geta á þann hátt sleikt í sig öll þau sætindi, sem maður vill, án þess að þurfa nokkuð að vinna.“ Stór hópur af býflugum sveimaði nú í kringum hann, og nú voru þær auðsjáanlega reiðar. Ein þeirra settist á eyrnasnepilinn á honum og boraði broddi sínum inn í mjúkt holdið og hrópaði svo: „Hvað vogar þú þér að segja, heimski drengur? Hvers vegna dirfist þú að koma hér og trufla okkur? Merkilegt að svona stór drengur skuli vera svona vitlaus. Heldur þú í alvöru, að við býflugur leikum okkur á hverjum degi? Og þó stendur í skólabókunum ykkar: iðinn eins og býfluga. En máske veiztu ekki, hvað stendur skrifað í bókum ykkar mannanna? Við slítum okkur út. Við vinnum alla daga. — Súm — súm — súm —. Iðinn eins og býfluga, sívinnandi." Hans hafði ekki heyrt alla þessa löngu ræðu. Hann var organdi hlaupinn á burt. Hann sveið í eyrnasnepilinn, eins og hann væri að brenna, og hann hafði misst alla lyst á hunangi. Og nú hljóp hann eins og fætur toguðu og hugsaði ekki um annað en að komast sem allra lengst frá þessum ólukkans býflugum. Hvert hann fór, vissi liann ekki. Hann vildi bara komast út úr þessu blómahafi, sem hann áleit að væri aðalheimkynni býflugnanna. Loksins komst hann út að skógarjaðrinum og lagðist dauðþreyttur niður í mjúkan mosa. Hér voru engar bý- flugur og ekki einn einasti smáfugl. En hér fannst hon- um svo einkennileg lykt. Það var heklur ekki að furða, því að rétt hjá honum var lítið stöðuvatn nærri því hul- ið af ýmsum vatnaplöntum. Hann fór nú að svipast um til að gæta að, hvort hann sæi ekki einhverja lifandi veru, sem gæti vísað sér leið út á þjóðveginn. Þá sá hann eitthvað koma hoppandi til sín. Það var stór, grænn froskur. Froskurinn horfði meðaumkunar- augum á hann og segir svo með blíðum rómi: „Hvað er að þér, vesalings drengur? Þú lítur út fyrir að vera svo sorgmæddur." „Ó,“ sagði Hans. „Veröldin er svo vond og andstyggi- leg. Þú getur ekki ímyndað þér, hve vond hún er. Ég get alls ekki lifað lengur með þeim manneskjum, sem alltaf heimta að ég gangi í skóla. Ekki lieldur með fugl- unum, sem bara hæðast að mér. Ekki heldur með býflug- unum, sem bæði skamma mig og stinga mig.“ Froskurinn horfði undrandi á hann. „Mennirnir vilja kannski setja þig í glas með spíritus, eins og þeir gerðu við hann afa minn?“ spurði hann. Þegar Hans bara hristi hrokkinn kollinn, hélt froskur- inn áfram: „Veiztu nú hvað. Þú skalt þá ekki fara aftur til mann- anna. Þú getur verið hér hjá okkur. Hér er svo gott og rólegt. Ég held, að við höfum það betra hér en nokkrir aðrir, sem guð hefur skapað í veröldinni." „Þurfið þið þá ekkert að læra?“ spurði Hans. Framhald.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.