Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1968, Blaðsíða 24

Æskan - 01.01.1968, Blaðsíða 24
Bað Aladdín þá um mat, og var hann borinn þeim samstundis á siliur- iötum. Dag nokkurn sá Aladdín prinsessuna dóttur soldánsins og varð þegar ástfanginn af henni og ákvað að kvongast lienni. Hann fékk móður sinni fat með gimsteinum á, sem hann hafði fengið hjá andanum og bað hana að færa soldáninum þessa gjöf. Er liún hafði gengið í ríkisráðið í nokkra daga, kallaði soldáninn hana til sín, og hún afhenti honum gjöfina og skýrði honum frá ósk sonar síns. Hann svaraði því, að hann skyldi hugleiða máilð og skyldi hún koma aftur að þrem mánuðum liðnum. Að þeim tíma liðnum sagði soldáninn, að ef hann fengi fjörutíu föt með gimsteinum skyldi hann gefa Aladdín dóttur sína. Með aðstoð andans tókst Aladdín að fullnægja kröfu soldánsins og auk þess lét hann reisa sér höll, sem hann ætlaði að búa í, er hann væri giftur. Þar eð soldáninn var nú ánægður, var brúðkaupið haldið í miklum fagnaði. En galdramaðurinn hafði nú komizt að því, hvílíkt lán Aladdín hafði orðið af lampanum, og ákvað að ná þessum kostagrip af honum. Tók hann það til bragðs, að hann fékk sér nokkra nýja lampa, gekk með þá um borgina og hrópaði: „Nýir lampar fyrir gamla.“ Prinsessan heyrði til hans og sagði við ambáttina: „Það er gamall lampi Árstíða- svipmyndir Manstu sól á vori? Manstu fuglasönginn? Manstu? Manstu fögru blómin? Manstu fjallalækinn? Manstu? Manstu sumargleði? Manstu sælar stundir? Manstu? Manstu haustsins fölva? Manstu mánaskinið? Manstu? Manstu mjöll á túni? Manstu jólagleði? Manstu? Sigurður H. Þorsteinsson. WVMVVwVVVVWlrOiOiOrOiOiO^tiOiOíOjOiOrOiOrOjOJ f náttúrunni er mikið af salti bæði á landi og í sjó. I hverjum hundrað lítrum af sjó er talið að séu tveir til þrír lítrar af salti. Salt er samsett af tveimur efnum, annað er mjög eitrað köfnunar loft, sem hvorki menn né skepnur þola að anda að sér og kallast það klór. Hitt efnið er saltmálmur, sem nefnist natrium. Víða um heim eru vötn, sem mjög eru blandin salti. Svo er t. d. um Dauðahafið, Eltonvatnið og mörg fleiri. Þegar fjarar og lækkar í slíkum vötnum, liggur saltið í fjöruborðinu í stórum hrönnum og glampar mjög á hrannirnar, þegar sólskin er. Víða eru þykk saltlög í jörðu niðri. Slíkt salt er kallað steinsalt og er unnið þannig að grafa verður eftir því eins og kolum. Saltið er alltaf í smákornum, sem kallast saltkristallar. Þeir leysast mjög auðveldlega upp í vatni. Séu þeir hitaðir við eld, springa þeir. Það kem- ur af því, að ögn af vatni er í hverjum kristalli, hún breytist í gufu við hit- ann og sprengir kristallana. Áður en saltið er nothæft í mat, þarf að hreinsa úr því öll óhreinindi, en }>au óhreinindi, sem eru tíðust í salti, eru leir og gips. Saltið er þá látið leysast upp í vatni, hitað og breytt í gufu, við það hreinsast krist- allarnir. Úr sjó vinna menn mikið af salti og með mörgu móti. Enginn getur verið án salts til lengdar og er talið, að fullorðinn maður þurfi að jaínaði 7—8 kg af salti á ári. Blóðið í okkur er salt. Það finnum við, ef við skerum okkur og drepum tungunni í sárið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.