Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1968, Blaðsíða 30

Æskan - 01.01.1968, Blaðsíða 30
Vladimir Iijits, síðar kallað- ur Lcnin, fæddist 22. april árið 1870 i Simbirsk við Voigu. Móð- ir hans var dóttir velmetins læknis, Alexanders Blank, sem farið hafði úr góðri sjúkrahús- stöðu i St. Pétursborg til starfa i litlu ])orpi í Kazanliéraði. Hún giftist árið 1863 Ilya Ulianov, skólastjóra í Penza og síðar námsstjóra. Hann var strangur, ihaldssamur í stjórnmálaskoð- unum og mikill trúmaður. Er börnin þeirra sex stálpuðust, smituðust þau hvert af öðru af því byltingarandrúmslofti, sem ríkti meðal yngri kynslóða. Lenín 4 ára gamall. Lenín var fjörugur, kappsam- ur, kátur og hafði gaman af há- háværum leikjum og ærslum sem barn. Hann var eins vis til að brjóta leikföng sín eins og að leika sér að þeim. Fimm ára var hann orðinn læs. Þegar hann var hálfs tiunda árs, bjó kennari úr einum sveitaskólan- um í Simbirsk hann undir inn- tökupróf í menntaskóla. Honum gekk námið ágætlega, gegnum ailan skólann var hann efstur í sínum bekk og fékk alltaf fyrstu verðlaun, sem var viðurkenningarskjal og hók, sem var letrað á með gylltum stöfum: „Fyrir góða hegðun og framför." Þennan frama átti hann ekki eingöngu að þakka gáfum sinum, heldur og iðni og ástundunarsemi. Þá eiginleika hafði faðir hans innrætt hon- um frá harnæsku. Lenín stældi eldri bróður sinn svo mikið að systkini lians stríddu honum oft með því. Lenín, sem innrætt var að vinna öll verk af samvizkusemi, stundaði nám sitt af kostgæfni, þótt liann væri fjörkálfur og prakkari. Þetta gerði það að verkum, eins og kennarar hans bentu á, auk ágæts minnis, að liann var svo fljótur að skilja það sem honum var kennt, að hann þurfti varla að fara yfir það heima, sem hann lærði í skólanum. Hann var venjulega fljótur að læra það, sem honum var sett fyrir og fór síðan að leika sér og ólátast og truflaði eldri systkini sin, sem voru að læra í sama herbergi. Oft íók þá faðir hans hann með sér í sltrifstofu sína og hlýddi hon- um yfir námsefnið og spurði hann út úr latínunni, og venju- lcga kunni hann öll latnesku orðin, sem færð höfðu verið inn í stilabókina bans. Auk skóia- bókanna las hann mikið af öðru efni. Faðir hans fékk allar barnabækur, sem gefnar voru út, og svo tímarit, og auk þess voru fengnar lánaðar bækur i bókasafninu. Ileizti leikfélagi Leníns var Olga systir Iians (fædd 4. nóv. 1871). Hún var greind, fjörug og athafnasöm stúlka, sem lærði að lesa fjögurra ára göm- ul, uin leið og bróðir hennar, og var námfús og fljót að læra eins og hann. Eitt sinn sagði Lenín — hann var þá i öðrum bekk menntaskólans — er hann hlustaði á cndalausar æfingar Olgu á píanóið: „Þetta er dugn- aður, sem vert er að temja sér.“ Og hann tók að ástunda þennan dugnað, og fyrir þennan hæfi- leika hans og gáfur varð úr hon- um eitt af stórmennum heimsins. Lenín var alltaf reiðuhúinn að hjálpa skólabræðrum sínum með erfið verkefni, t. d. stíla í grísku og latínu. Tvö seinustu árin, sem hann var í mennta- skóla, bjó liann kennara, sem ekki var rússneskur, heldur frá Tsjúvasj, undir stúdentspróf, og gerði Lenín það ókeypis, þvi að nemandi hans var fátækur. En þótt kennaranum gengi illa tungumálanámið, náði hann prófi og komst í liáskólann, þar sem hann las stærðfræði, sem var hans eftirlætisnámsgrein. Anna systir hans var líka nemandi hans, en hún var þá i næstefsta bekk i æðri skóla fyrir stúlkur. Þótt Lenín væri fiinm órum yngri og enn i skóla, var það samt hann sem lijálpaði henni yfir helztu tor- færurnar í náminu. Vorið 1886 átti hún að taka próf í nokkr- um námsgreinum, þar á meðal því, sem hún hafði lært í latínu síðastliðin þrjú ár. Á þeim dög- um var latína skyldunámsgrein í sögu- og tungumálanámi. Þá var það að Lenín bauðst lil að lijálpa henni, þótt hann hefði nóg að gera, ])ví að hann var þá í næstefsta bekk mennta- skólans, og þar að auki að búa Oktnikov, kennarann frá Tsjú- vasj, undir próf. Þannig iagði þessi piltur, tæplega sextán ára gamall, þessa byrði á herðar sér af frjálsum vilja. Og hann gerði meira en byrja á þessu. Ungu fólki hættir stundum við að takast á hendur eitt og annað, sem það hættir svo við, þegar erfiðleikarnir koma í Ijós, cn hann liélt ótrauður áfram af mikilli þrautseigju, og mundi liafa haldið enn lengur áfram að troða i Önnu latinunni, cf hann hefði ekki farið til Pét- ursborgar. Anna var auðvitað dálítið skömmustuleg yfir að geta ekki hjálparlaust unnið bug á þeim erfiðleikum, sem á vegi hennar urðu i náminu, en þurfa að leita til yngri bróður síns, sem sjálfur yfirsté sína erfiðleika. Sjálfsagt leyndist líka í þessu stærilæti, en lienni þótti það minnkun að ]>urfa að læra und- ir handleiðslu unglings, sem enn var í skóla. En námi þeirra beggja fleygði svo fram og það var svo skemmtilegt, að allur liégómaskapur hjaðnaði niður. Lenín 14 ára gamall. Lenín var tæpra sextán ára þegar faðir hans dó, árið 1886. Og ári síðar dundi annað reið- arslag yfir fjölskylduna. Alex- ander bróðir lians, sem hann elskaði og dáði, var tekinn fast- ur fyrir meinta hlutdeild í sam- særi við að ráða Alexander III keisara af dögum. Hann var ákærður, dæmdur til dauða og tekinn af lífi 8. maí 1887. Frétt- in um bróðirinn varð Lenín mikið áfall, en hann bar harm sinn af miklu sálarþreki, og bæði hann og Olga systir hans luku prófi um vorið og fengu verðlaunapeninga úr gulli. Sú brimröst, sem skollið hafði á fjölskylduna, varpaði auðvitað skugga á hvern cin- LENIM Gegnum skólann var hann efstur í sinum bekk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.