Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1968, Blaðsíða 16

Æskan - 01.01.1968, Blaðsíða 16
JÓN KR. ÍSFELD: GULUR LITLI 6. KAFLI. Hvílíkur pabbi! „Jæja, þú ert þá vaknaður, elsku unginn minn,“ sagði Toppa gamla, þegar Gulur litli gægðist framundan væng mömmu sinnar, sem hún hafði breitt yfir hann þegar hann vildi fara að sofa. „Það var gott fyrir þig að hreyfa þig svona rækilega í gær. Þú hefur gott af því að reyna dálítið á þig. Nú skulum við fara að fá okkur að borða. Ég er viss um, að hún Gunna litla fer að koma og þá fá- um við eitthvað gott að borða. En nú verðum við að notast við það, sem við geymdum okkur frá því í gær- kvöldi,“ sagði mamma um leið og þau gengu að döllun- um sínum litlu. Þau voru aðeins nýlega byrjuð að tína nokkur korn, þegar dyrnar á eldiviðarkofanum opnuð- ust og Gunna kom inn. — Það verður víst að segja frá því, að undir eins og Gulur litli var nýlega kominn úr egginu, og Gunna hafði fengið að strjúka honum og halda á honum í lófa sínum, hafði hún fengið því fram- gengt, að Toppa og sonur hennar voru flutt í eldiviðar- kofann, þar sem þau gátu verið í næði og nógu rúmt var um þau. Nú þegar vorið var komið, var eldiviðarkof- inn orðinn tómur, því að mónum, sem þar hafði verið settur um haustið, hafði verið brennt yfir veturinn. En nú var farið að brenna taði, sem stungið hafði verið út úr fjárhúsunum í stórum hnausum, sem svo var ekið á túnið. Þar voru taðhnausarnir svo klofnir sundur í þunnar sneiðar með ristuspaða, og svo voru taðskánirn- ar þurrkaðar, en síðan notaðar sem eldiviður. — „Elsku litli Gulur minn,“ sagði Gunna litla, þegar hún hafði fyllt dallinn mæðginanna með korni. Hún beygði sig snöggt niður að litla unganum og greip hann, áður en Toppu gömlu tókst að verja hann. Þegar Toppa varð þessa vör, sagði liún hörkulega: „Þá átt ekki alltaf að vera að taka hann Gul minn litla upp, því að hann getur orðið hræddur. Láttu hann und- ir eins aftur niður á gólfið eða ég renni mér á þig og bít þig rækilega. Svona, slepptu honum alveg á stund- inni, segi ég.“ Það var engu líkara en Gunna litla skildi það, sem Toppa gamla var að segja, því að hún sneri máli sínu til hennar og sagði ósköp blíðlega: „Elsku hjartans Toppa mín. Láttu nú ekki alveg eins og þú sért brjáluð. Ég ætla ekki að gera honum Gul litla neitt illt. Þú ættir að vera farin að vita það. Farðu bara að borða, svo skal ég hleypa ykkur út í blessað sólskinið." En nú var engu líkara en Toppa gamla skildi hvað Gunna litla var að segja með sinni mildu, fallegu rödd. Allt varð hljótt inni í eldiviðarkofanum. Litlu síðar fór Gunna litla og skildi eftir opnar dyrnar á kofanum. Sólargeislar teygðu sig inn á moldargólfið, svo að birta og ylur flæddu inn. Toppa gamla og Gulur litli gæddu sér á góðgætinu, sem Gunna litla hafði komið með. Þegar þau höfðu fengið nægju sína, sagði mamman og teygði úr sér: „Jæja, elskan mín. Nú skulum við labba út. Gunna litla er annars ágæt. Ég hef líklega verið nokkuð hvass- yrt við hana áðan. En það er nú svona, að mér er ekkert um að aðrir séu að taka Júg frá mér. Var hún annars ekki góð við þig?“ „Jú, jú. Það var ósköp gott að láta hana strjúka bakið á sér. Svo sagði hún eitthvað. Ég er alveg viss um, að það var eitthvað fallegt. Mér líkar vel við hana. Mig langar bara undir eins til Jiess að skilja eitthvað af því, sem hún segir, heldurðu að ég geti Jtað ekki, mamma?“ „Jú, þú verður að minnsta kosti ekki lengi að læra að skilja það, þegar hún kallar á Jtig til að borða eða þegar þú átt að koma inn til þess að sofa. Jæja, komum nú út.“ Toppa gamla vaggaði af stað og Gulur litli á eftir henni. Þegar þau komu út fyrir dyrnar, nam mamma staðar og sonurinn hjá henni. Fyrst voru þau þögul og nutu hlýjunnar í glaða sólskininu. En svo fór mamma að segja syninum frá sólinni og hvað hann væri góður, sem hefði skapað sólina og gæfi mönnunum daglega skin hennar. Vegna birtu og hlýju sólarinnar væri dá- samlegt að lifa. Það væri sólinni að þakka að til væru blóm og fræ. Svona hélt Toppa gamla áfram að tala við son sinn i góða veðrinu. Flann hlustaði á með athygli, Jdví að honum fannst svo gaman að heyra það, sem mamma hans var að fræða hann um. Það var oft eitt- hvað nýtt, sem hún gat sagt á hverjum degi. „Nú skulum við labba hérna upp í brekkuna. Þar getum við séð enn betur yfir túnið. Svo er þarna fjárhús, þar sem hænsnin eru höfð yfir sumarið," sagði Toppa gamla og labbaði af stað, en Gulur litli fylgdi fast á eftir henni. „Fáum við að sjá einhverja hænu, eins og J^ig, og hænu- unga, eins og mig?" spurði Gulur litli. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.