Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1968, Blaðsíða 39

Æskan - 01.01.1968, Blaðsíða 39
PRAGA 1968. Heimssýningin verður haldin i Prag að þessu sinni og hefur upp á að hjóða hvorki meira né minna en 10.000 sýningar- ramma. Auk safns er íslenzka póststjórnin sendir á þessa sýn- ingu, munu tveir þeirra manna, er teiknað hafa frimerki fyrir íslenzku póststjórnina, sýna þarna, en það eru þeir Stefán Jónsson og Halldór Pétursson. Þá verða tvenn sýningarefni í bókmenntadeild sýningarinnar. Verðlistinn fslenzk frímerki og greinasafn um íslenzka frí- merkjafræði. Unglingasöfnin tvö, sem verða á Dania, verða einnig á Praga og loks eitt póst- sögusafn í almennu deiidinni. Þarna verður því ísland kynnt af íslendingum á um 19 fer- metrum. Vonandi er að fleiri af ykkur lesendur góðir taki þátt í slíku framvegis, þar sem nú á að. fara að koma upp unglingaheimssýningu. DANIA 1968. Þá er útséð um þátttöku i unglingasýningunni DIANA, er haldin verður i Kaupniannaliöfn næsta vor og við höfum áður sagt frá í þáttunum hér. Frá ís- landi verða send 3 söfn. Þar er um að ræða landasafn, vitan- lega íslandssafn, eða nánar til- tekið Lýðveldið ísland. Tvö teg- undasöfn verða einnig send, eða safnið „Hljóða nótt. Heilaga nótt,“ sem túlkar sálminn fræga er flestir kannast við sem Heims um ból. En auk þess safn, er minnst var á í þættinum ó sl. ári. Tegundasafnið „fslenzk- ar ferðamannaleiðir“. Læt ég nægja að vísa til frásagnarinn- ar af því í októberblaðinu. •0»0*0»0«0«0«0»0*(D*000»0«0*0»0»0»0*0*0®0*0«0*0*0»0«0®0©0*0«000«0«0*0«0«0»0«0«0*0*0»0»( Frímerkjaklúbbiir. Og nú skulum við stofna frúnerkjaklúbb. Þið þurfið að senda inn nöfn ykkar, þ. e. a. s. fullt nafn og heimilis- fang. Fæðingardag og ár. Hvaða landi eða löndiun þið safnið. Hvaða verðlista þið notið. Hver eru önnur söfnun- arsvið ykkar, s. s. tegundasöfn, jólamerki eða annað. Þetta sendið þið allt til frímerkjaþáttarins í bréfi, ásamt 25 króna klúbbgjaldi, sem verður árgjald fyrir 1968. Og hvað fáið þið nú í staðinn. Klúbburinn mun útvega ykk- ur á mun lægra verði verðlista yfir frímerki, bækur um frímerki, ákveðin hjálpartæki fyrir frímerkjasafnara, sem síðar verðm- tilkynnt hverju sinni og svo vitanlega upp- lýsingar, því að við ætlum klúbbnum smáhorn hérna í blaðinu hjá okkur. Þá verður gefin út félagaskrá, þar sem sagt verður frá áhugamálum hvers og eins, svo að þið get- ið farið að skrifa hvert öðru og skipta á merkjum. Okkur er nauðsyn að fá þessar 25 krónur sem félags- gjald til að borga burðargjöld og annað, en þið vinnið þær líka kannske inn aftur á verðmismun einnar bókar, þegar til kemur. Dragið því ekki að skrifa: Frímerkjaklúbbur Æskunnar, Pósthólf 14, Reykjavík. Verðlaunagetraunin. Hvert er fallegasta íslenzka • trímerkið að þínum dómi • Þá er það lokaspretturinn í getrauninni okkar. Nú mega allir þeir sem áður hafa sent inn lausnir taka þátt í getrauninni og keppa um þrjú vönduð albúm. Og þá er jiað spurningin: Hvert er fallegasta íslenzka frímerkið að þínum dómi? Við munum svo draga nöfn þriggja, sem greiða því merki atkvæði er vinnur, og senda þeim verð- launin. Auk þess sem við náttúrlega birtum mynd af fallegasta merkinu. Þau 6, er hlutu svo verðlaun í 4. hluta getraunarinnar, voru þessi: Sigurður Bogi Stefánsson, Kaplaskjólsvegi 67, Reykjavik. Þóra Jónsdóttir, Rafstöð v/Eiiiðaár, Reykjavík. Björgvin Guðjónsson, Urðargötu 26, Patreksfirði. Guðrún Agnes Pétursdóttir, pr. Litla-Hvammi, Mýrdal. Yigdís Jónsdóttir, Rafstöð v/Elliðaár, Reykjavík. Árni Grétar Gunnarsson, Lindarhrekku, Kelduhverfi, Norður-Þingeyjarsýslu. 0#0#00000#0000000#0#0#0#00000#0#000#000#0#0#0#0#0#0#000000000#0#0#000#0#0#0#0#00000004 •oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo Nýir verðlistar. ÍSLENZK FRÍMERKI. Sigurður H. Þorsteinsson. Útgefandi: ísafoldarprent- smiðja. 11. útgáfa. í nóvember kom út verðlist- inn íslenzk frímerki og er að þessu sinni hætt inn i listann skráningu á póstbréfsefnum. Þá eru allir stimplar, sem birt- ast í verðlistanum verðlagðir að þessu sinni, og má segja að nauðsynlegt sé fyrir alla ís- landssafnara að eiga hann, svo að þeir geti séð hvort kannske sé um dýran stimpil að ræða á ódýru frimerki, sem þeir ætla að seija eða láta í skiptum. Mikið er eins og áður um verð- breytingar, og þá alveg sérstak- lega á eldri íslenzkum merkj- um. Verður hann að líkindum sem fyrr, vinsælasti listinn lijá ís- landssöfnurum. STANLEY GIBBONS „SIM- PLIFIED" STAMP CATA- LOGUE. 1968, 33. útgáfa. Útgefandi: Stanley Gibbons Ltd., 391 Strand, London W.C. 2. 1552 síður. Skrá yf- ir 134.400 frímerki. 24.140 myndir. Simplified verðlistinn frá Stanley Gibbons hefur í yfir 30 ár verið einn allra vinsælasti listinn yfir frimerki, sem byrj- endur hafa getað ltosið sér. Hann gefur i einu bindi yfirlit yfir öll frímerki heims á eins einfaldan hátt og mögulegt er. Að þessu sinni hefur listinn reynt að hafa í sem flestum til- fellum sömu númer og eru í öðrum listum fyrirtækisins, þ. e. a. s. stóru og nákvæmu list- unum. Auk þess að hafa allt þetta til að bera, er þarna um mjög ódýra bók að ræða, eða 1552 síðna bók á 40 shillinga. M»0*0f0*0f0«0«0*0*0*0*0*0«0«000»0«0*0*0»0»0«0«000*0»0*0*0*0»0»0*0*0«0*0*0*0*0*0*0*0»0» »o*o»o»o«o*o»o»o»o»o»o*o*o»o«o*o*o»o»o»o»o«o*o«o*ooo*o»o»o»o»o*o*o*o«o*o»o»o»o»o»o*o*o 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.