Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1968, Blaðsíða 13

Æskan - 01.01.1968, Blaðsíða 13
etta er saga um lóðs, sem bjargaði þúsundum mannslífa og milljóna- verðmætum. Hann kunni hvorki að lesa né skrifa og krafðist engra launa fyrir starf sitt — enda vissi hann ekki hvað peningar voru. Hann var kennd- ur við athafnasvæði sitt og kallaður Pelrous Jack. Settu Jrig í lians spor, lesandi góður. Ef þú værir frábær siglingafræðingur, myndir Jjú þá leiðbeina skipum á hættusvæði á hafinu í fjörutíu ár, án J>ess að fá nein laun fyrir? Það gerði Pelrous Jack. Værir Jjú einn mesti sundgarpur veraldar, myndir þú Jrá hverfa aftur til starfa eftir að hafa fengið byssuskot í bakið að launum, fyrir unnið starf? Það gerði Pelrous Jack. Þú munt skilja af Jiessu, að Jack var bæði siglingafræðingur og sund- kappi mikilí. Dyggur og trúr vann hann ótilkvaddur Jrað erfiða starf að leiðbeina skipurn á hættulegri leið í samfleytt fjörutíu ár, hvernig sem viðraði, án þess að nokkurt óhapp henti skip eða áhöfn. Honum voru aldrei boðin laun enda bjóst liann aldrei við Jreim. Einkennilegur náungi, ekki satt? Pelrous Jack var enginn venjulegur náungi. Hann var nefnilega höfr- ungur. Út af strönd Nýja-Sjálands er sund, sem liggur mili D’Urvilleeyjanna. Það nefnist French Pass. Það nær frá Pel- rous til Tasman flóa. French Pass er ákaflega hættuleg leið. Þar eru sterk- ir straumar og grynningar víða. Sund- ið hafði á sér slæmt orð meðal sæfara, þar til Pelrous Jack kom til sögunn- ar. Næstu fjörutíu ár varð það ekki nema einu skipi að grandi og allt var Jiað að [jakka þessum dæmalausa höfr- ungi. Það var árið 1871, að fyrsta skipið komst í kynni við Jack. Það var skonnortan Briddle, er var á leið frá Boston til Sidney. Skipið skreið var- lega í gegnum French Pass. Þann dag var bæði hvasst og dimmt yfir. Áhöfn- in tók eftir óvenjustórum höfrungi, sem hélt sig stöðugt fyrir framan skip- ið og bylti sér í sjónum eins og í glöð- um leik. Einhverjum af áhöfninni datt í hug, að gaman væri að skutla Jrennan stóra liöfrung, en kona skip- stjórans kom í veg fyrir Jrað. Þrátt fyrir dimmviðri og storm komst skonnortan klakklaust gegnum sund- ið með því að elta höfrunginn. Eftir Jdví sem næst verður koniizt, var Jretta uppliafið að hinum einstæða starfsferli Jacks. Héðan í fráhélthann sig í námunda við sundið og sóttist eftir að leiðbeina skipum í „ gegnum Jjað. Honum var fljótlega gefið nafn- ið sitt og frægð hans barst víða, Jrví að æ fleiri sjómenn Jrökkuðu honum velheppnaðar ferðir sínar um Jretta hættusvæði. í fjörutíu ár kom Jack fagnandi á móti skipiun, sem leið áttu um French Pass. Hann lék sér í kringum skipin eins og kátur hvolpur og sjómennirn- ir kölluðu til hans örvandi húrra- hróp. Þeir vissu að öllu var óhætt, ef Jack var með í förinni. Þegar að surid- inu kom hætti hann að leika sér, synti á undan skipinu og sveigði framhjá öllum hættum. Árið 1903 skaut drukkinn farþegi á skipinu Penguin á Jack úr pístólu sinni. Sjómennirnir urðu æfir af reiði og ætluðu að henda manninum fyrir borð. Skipstjórinn varð að læsa mann- inn inni til að koma i veg fyrir að Jjeir framkvæmdu hótun sína. í tvær vikur sást Jack ekki og var haldið að hann væri dauður, en svo einn góðan veðurdag birtist hann á ný og tók til við sína fyrri iðju. Þing- ið í Wellington setti lög, Jrar sem á var kveðið um Jmnga refsingu hverj- um þeim, sem gerðu Jack hinn minnsta skaða. Þetta voru lög, sem sjómennirnir hlýddu með glöðu geði. Eftir að farjreginn á Penguin skaut á Jack, kom hann aldrei framar til móts við Jrað skip, og var það eina skipið, sem hann fylgdi ekki í gegnum sund- ið. Þetta fréttist fljótlega og gekk erf- iðlega að manna skipið. Það orð lagð- ist á, að Penguin væri óhappafleyta. Þau urðu endalok Penguin, að Jrað fórst þarna í sundinu með manni og mús. Jack var mjög ástundunarsamur í starfi sínu, en hann var orðinn gam- all. Síðan hann fylgdi fyrsta skipinu hafði hann án efa bjargað Jrúsundum mannslífa — enda var hann nú orð- inn heimsfrægur. Jafnt nætur sem daga var hann reiðubúinn og ávallt óskeikull. En í apríl 1912 sást hann síðast. Það er sennilegt að elli, eða þá eðlilegir óvinir hans, hafi orðið honum að aldurtila. Því miður hafði Jack láðst að kenna öðrum höfrungi starf sitt og enginn liefur komið í hans stað. Á strönd Wellingtons stendur nú minnismerki um Jrennan merkilega höfrung. Það reistu Jrakklátir sjó- menn, farjregar og skipaeigendur, sem nutu góðs af tryggð hans og viti. Á minnisvarðann er letruð sagan um hið frábæra starf Pelrous Jacks. Frank Edioards — Hulinn heimur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.