Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1968, Blaðsíða 40

Æskan - 01.01.1968, Blaðsíða 40
f júli s.l. unnu 785 starfsmenn hjá Loftleiðum á íslandi. Venjulegur bíleigandi eyðir jafnmiklu eldsneyti á sjö árum og stór farþegaþota á 2 klukkustundum. Farið er að dreifa sandi og salti úr fiugvólum á þjóðvegi, þegar hált er. 9. september s.l. voru talin 2.006 lendingar og flugtök á O’Hare flugvelli í Chicago. Á þessum sólarhring fóru 78.155 farþegar um flugstöðina. Hin góðkunna Skymaster-flugvél (DC-4/C-54), sem íslenzku flugfélögin notuðu til millilandaflugs um árabil, virðist enn eiga langa lífdaga fyrir höndum. Nú hefur fyrirtæki eitt i Bandaríkj- unum fengið leyfi til að húa Skymaster aflmeiri lireyflum, og kallast flugvélin þá Super Skymaster ME-2. Hreyflarnir eru af gerðinni Wriglit R-2600, og með þeim á Skymaster að verða mun liagkvæmari í rekstri. Arngr. Sigurðsson: FLUG *■» 18. ágúst skýrir stjórnar- formaður Loftleiða frá því, að félagið hyggist kaupa fimmtu RR-400 flugvélina. Verður flug- vélin keypt af Flying Tiger og flytur hún 160 farþega. 'S' 19. ágúst var Flugdagurinn 1967 haldinn í Reykjavík. Flug- málafélag íslands stóð fyrir flugdeginum að /anda. ^ 15.—18. ágúst var 14. nor- ræni flugöryggisfundurinn haldinn í Reykjavík, og var Leifur Magnússon, framkv.stj. islenzku flugöryggisþjónust- unnar, fundarstjóri. 23. ágúst kl. 19:45 lenti Gullfaxi í fyrsta sinn á Akur- eyrarflugvelli, en völlurinn cr næstum almalbikaður. Margir gestir voru með þotunni, og mörg þúsund bæjarbúa komu út á flugvöll til að fagna þot- unni, og allmargir skoðuðu hana líka að innan. Flugstjóri var Jóhannes R. Snorrason. 11. september lenti Gullfaxi úr áætlunarflugi í fyrsta skipti á Reykjavíkurflugvelli. Flug- stjóri var Aðalbjörn Krist- björnsson. 12. september flutti þota 2 tonn af ísuðum flatfiski til London. ^ 18. september var haldinn í Iíhöfn fundur samgöngumála- ráðherra Norðurlanda um að- stöðu Loftleiða í Skandinaviu. Vilji Loftleiðir nota RR-400 til Skandinavíu verða fargjöldin að liækka og farþegum að fækka, að öðrum kosti haldi Loftleiðir áfram að nota DC- 6B. Ákvörðun um þessa tvo kosti taka Loftleiðir fyrir 1. apríl 1968. ^ 26.—28. sept. var lialdinn í Reykjavík fundur fulltrúa Loftleiða frá 14 löndum. Að þessum fundi loknum gaf stjórn Loftleiða út greinargerð varðandi Kaupmannahafnar- tillögurnar svonefndu og segir þar, að Loftleiðir hafni nauð- ungarkostum þeim, sem i til- lögunum felist. Verði því áfram flogið sömu flugvélum á sömu leiðum og áður. 3. október fórst flugvélin TF-BGI, sem er einhreyfils Piper Tri-Pacer. Flugmaðurinn, Lárus Guðmundsson, var einn í flugvélinni á leið frá Húsavik til Reykjavíkur. Síðast heyrðist frá flugvélinni um kl. 18:50, og taldi flugmaðurinn sig þá vera yfir Skagafirði eða Húna- flóa, en síðan hefur ekkert til flugvélarinnar spurzt. ’t1 10. október setti Gullfaxi nýtt liraðamet á leiðinni milli Keflavíkur og Kaupmanna- hafnar. Flugtíminn var 2 ltlst. og 10 minútur. Þotan fékk með- vind á leiðinni, og komst lirað- inn upp í 1100 km/klst. Flug- stjóri var Anton Axelsson. ^ 11. október hófust í Rvik viðræður fulltrúa SAS og Flug- félags íslands um flug á milli fslands og Skandinavíu og ís- lands og Grænlands. SAS hefur liug á að taka upp íslandsflug með Douglas DC-8 þotum. TF-ABC Trener Master — Fél. íslenzkra einkaflugmanna. TF-ACC Auster Autocrat — Kristján Árnason o. fl. TF-AIB Cessna 140 — Helgi Jónsson. TF-AIF Cessna 170 B — Björn Sveinbjörnsson o. fl. TF-AIM Stinson Voyager — Einar Guðlaugsson. TF-BAD Cessna 150 — Páll Halldórsson o. fl. TF-CAB Piper Super Cruiser — Ólafur Guðjónsson o. fl. TF—DIV Brantley 305 — Andri Heiðberg. TF-EHA Ercoupe — Kristján Friðjónsson. TF-KAN Fleet Finch — Erling Jóhannesson o. fl. TF-KAX Piper Colt — Ást- valdur Eiriksson. TF-KAZ Piper Super Cub •— Ólafur Finsen. TF-KF-KBA Ercoupe — Kristján Mikaelsson o. fl. TF-KZA K. Z. III — Hall- grimur Jónsson o. fl. FF-RCK Ercoupe — Ólafur Marteinsson o. fl. TF-REA Mooney Super 21 — Bárður Danielsson o. fl. TF-RKII Republic Sea-Bee — Höskuldur Þorsteinsson o.fl. TF-SOL Aero 45 — Einar Sig- urðsson o. fl. TF-TOR Piper Cub J3 — Þór- ir Þórarinsson o. fl. Innlendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.