Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1968, Blaðsíða 15

Æskan - 01.01.1968, Blaðsíða 15
Hafurinn hyggni. í herbúðum nokkrum hafði hópur her- manna kömið sér saman um að kaupa haf- ur, sem ])eir köiluðu Hans. Þeim ])ótti fjarska vænt um hafurinn og léku sér oft við hann i frístundum sinum. Á hátíðisdögum var hermönnum oft veitt áfengi. Þá var slikt talið til góðverka. Það varð að gleðja ])á, vesalingana, öðru hverju, — gera þeim ofurlítinn dagamun. Eitt sinn datt tveim þessara ungu manna í hug grátt gaman. Þeim liafði nýlega verið veitt hrennivin, og annar ])eirra kall- aði: „Hans, komdu liingað til okkar.“ Haf- urinn kom strax lilaupandi til þeirra. Sið- an greip annar hermaðurinn í hafurinn og opnaði munn lians með vaidi, en hinn hermaðurinn hellti ofan i hann fuilu glasi af brennivíni. Vesalings Hans hóstaði hroðalega, eins og hann væri alveg að kafna, reikaði síðan burt rymjandi og fleygði sér niður í hálmfletið sitt. Þar lá hann lireyfingarlítill i þrjá daga, augsýnilega mikið veikur. Hann fékkst ekki til að bragða vott né þurrt og hirti ekki hót um gælur og gam- anyrði hermannanna. Allir voru reiðir við hrekkjalómana tvo, sem sök áttu á þessu tiltæki. Og þeir spurðu hver annan: „Get- ur það verið, að hann Hans okkar muni deyja?“ Það var loks á þriðja degi, að hafurinn kom aftur til hermannanna. Og eins og nærri má geta, glöddust þeir innilega yfir þvi, að hann skyldi liafa náð sér á ný. Nokkrum vikum seinna var hermönnun- um aftur úthlutað vini, og þá datt sömu hrekkjalómunum í hug að liella þessum eitraða vökva ofan i hafurinn öðru sinni. Þeir kölluðu á liann, og Hans kom til þeirra, eins og hann var ætíð vanur. En þegar liann sá, að annar hermaðurinn liélt á glasi í hendinni, minntist hann þess, að hann hafði horn, sem hann gat varið sig með. Og fyrr en varði hafði hafurinn gengið nokkur skref aftur á bak, og siðan renndi hann sér á hermanninn af miklum móði. Hann þeytti glasinu úr liöndum hans og stangaði hann illa og cftirminnilega. Hinir hermennirnir, sem fylgdust með ])essum atburði, lilógu lijartanlega, og þótti mjög vænt um hina verðskulduðu refsingu. (Þýtt og endursagt af S. G) HRÓlHÖTTUR þjón standa í búrinu og taka allt’reklega til matar, þótt- ist hann þegar skilja, hvernig í öllu lægi. Hann greip járntein mikinn, laumaðist aftan að sökudólgnum, og áður en Reinaldur gat komið vörn fyrir sig, veitti elda- maðurinn lionum stóreflis högg á lierðarnar, svo að hann var nærri dottinn um koll. Hann náði þó í borð eitt, og gat rétt sig við aftur, og því næst brá hann sverði og réðist á mótstöðumann sinn. Nú börðust þeir stundarkorn, þótt ólík væru vopnin, þá lét Litli Jón sverðið síga, og mælti: „Réttu mér hönd þína, þú ert vaskur drengur, og væri það óhæfa að særa þig lemstrarsárum. „Komdu með mér út í skóg, ég er einn af köppum Hróa liattar, og ef þú vilt gjörast félagi vor, munum vér gefa þér fagran bún- ing, og kenna þér að lifa við glaum og gleði úti í skógun- um.“ Eldamaðurinn kvað já við, og því næst gengu þessir dyggu þjónar að íéliirzlu húsbóndans, og rændu þaðan öllu því gulli og gersemum, sem þar var að finna. Að því búnu yfirgáfu þeir húsið, völdu sér tvo beztu hestana, og hleyptu til skógar með feng sinn. „Heill og sæll, lirausti vin. Hvar liefur þú dvalið allan þennan tíma?“ mælti Hrói höttur, þegar Litli Jón gekk með lagsmanni sínum fyrir höfðingjann. „Hvaða piltur er það, sem þú kemur með til hinna grænu skóga?“ „Ég skal segja þér frá öllu, höfðingi góður,“ svaraði Liitl Jón. „Hinn liáttvirti vinur þinn, bæjarfógetinn í Nottingham sendir þér eldamanninn sinn, og þar að auk alls konar silfurgripi og ógrynni fjár í gulli.“ Því næst skýrði hann frá ævintýri sínu, og Hrói, sem var ósárt um, þótt bæjarfógetinn væri beittur brögðum, hló unz tárin runnu niður eftir kinnum hans, og varð loks feginn að fleygja sér niður af þreytu eftir hláturinn. Jafnskjótt sem Litli Jón hafði lokið sögu sinn, heyrðist blásið í veiðihorn í nokkurri fjarlægð. Hann þagði við og hlustaði augnablik. „Það er hornið hans húsbónda míns,“ sagði hann, „ég verð að fara að hitta hann,“ og síðan liljóp hann af stað, yfir liolt og hæðir, unz hann kom þangað, er bæjarfógetinn í Nottingham og sveinar hans sóttu gegnum runnana til að leita villidýra. „Kom heill, Reinaldur grænalauf,“ tók hann til máls, þegar þjónninn kom til hans. „Hvar hefurðu verið?“ Næsti kafli heitir: Fógetinn fangi Hróa hattar. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.