Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1968, Síða 39

Æskan - 01.01.1968, Síða 39
PRAGA 1968. Heimssýningin verður haldin i Prag að þessu sinni og hefur upp á að hjóða hvorki meira né minna en 10.000 sýningar- ramma. Auk safns er íslenzka póststjórnin sendir á þessa sýn- ingu, munu tveir þeirra manna, er teiknað hafa frimerki fyrir íslenzku póststjórnina, sýna þarna, en það eru þeir Stefán Jónsson og Halldór Pétursson. Þá verða tvenn sýningarefni í bókmenntadeild sýningarinnar. Verðlistinn fslenzk frímerki og greinasafn um íslenzka frí- merkjafræði. Unglingasöfnin tvö, sem verða á Dania, verða einnig á Praga og loks eitt póst- sögusafn í almennu deiidinni. Þarna verður því ísland kynnt af íslendingum á um 19 fer- metrum. Vonandi er að fleiri af ykkur lesendur góðir taki þátt í slíku framvegis, þar sem nú á að. fara að koma upp unglingaheimssýningu. DANIA 1968. Þá er útséð um þátttöku i unglingasýningunni DIANA, er haldin verður i Kaupniannaliöfn næsta vor og við höfum áður sagt frá í þáttunum hér. Frá ís- landi verða send 3 söfn. Þar er um að ræða landasafn, vitan- lega íslandssafn, eða nánar til- tekið Lýðveldið ísland. Tvö teg- undasöfn verða einnig send, eða safnið „Hljóða nótt. Heilaga nótt,“ sem túlkar sálminn fræga er flestir kannast við sem Heims um ból. En auk þess safn, er minnst var á í þættinum ó sl. ári. Tegundasafnið „fslenzk- ar ferðamannaleiðir“. Læt ég nægja að vísa til frásagnarinn- ar af því í októberblaðinu. •0»0*0»0«0«0«0»0*(D*000»0«0*0»0»0»0*0*0®0*0«0*0*0»0«0®0©0*0«000«0«0*0«0«0»0«0«0*0*0»0»( Frímerkjaklúbbiir. Og nú skulum við stofna frúnerkjaklúbb. Þið þurfið að senda inn nöfn ykkar, þ. e. a. s. fullt nafn og heimilis- fang. Fæðingardag og ár. Hvaða landi eða löndiun þið safnið. Hvaða verðlista þið notið. Hver eru önnur söfnun- arsvið ykkar, s. s. tegundasöfn, jólamerki eða annað. Þetta sendið þið allt til frímerkjaþáttarins í bréfi, ásamt 25 króna klúbbgjaldi, sem verður árgjald fyrir 1968. Og hvað fáið þið nú í staðinn. Klúbburinn mun útvega ykk- ur á mun lægra verði verðlista yfir frímerki, bækur um frímerki, ákveðin hjálpartæki fyrir frímerkjasafnara, sem síðar verðm- tilkynnt hverju sinni og svo vitanlega upp- lýsingar, því að við ætlum klúbbnum smáhorn hérna í blaðinu hjá okkur. Þá verður gefin út félagaskrá, þar sem sagt verður frá áhugamálum hvers og eins, svo að þið get- ið farið að skrifa hvert öðru og skipta á merkjum. Okkur er nauðsyn að fá þessar 25 krónur sem félags- gjald til að borga burðargjöld og annað, en þið vinnið þær líka kannske inn aftur á verðmismun einnar bókar, þegar til kemur. Dragið því ekki að skrifa: Frímerkjaklúbbur Æskunnar, Pósthólf 14, Reykjavík. Verðlaunagetraunin. Hvert er fallegasta íslenzka • trímerkið að þínum dómi • Þá er það lokaspretturinn í getrauninni okkar. Nú mega allir þeir sem áður hafa sent inn lausnir taka þátt í getrauninni og keppa um þrjú vönduð albúm. Og þá er jiað spurningin: Hvert er fallegasta íslenzka frímerkið að þínum dómi? Við munum svo draga nöfn þriggja, sem greiða því merki atkvæði er vinnur, og senda þeim verð- launin. Auk þess sem við náttúrlega birtum mynd af fallegasta merkinu. Þau 6, er hlutu svo verðlaun í 4. hluta getraunarinnar, voru þessi: Sigurður Bogi Stefánsson, Kaplaskjólsvegi 67, Reykjavik. Þóra Jónsdóttir, Rafstöð v/Eiiiðaár, Reykjavík. Björgvin Guðjónsson, Urðargötu 26, Patreksfirði. Guðrún Agnes Pétursdóttir, pr. Litla-Hvammi, Mýrdal. Yigdís Jónsdóttir, Rafstöð v/Elliðaár, Reykjavík. Árni Grétar Gunnarsson, Lindarhrekku, Kelduhverfi, Norður-Þingeyjarsýslu. 0#0#00000#0000000#0#0#0#00000#0#000#000#0#0#0#0#0#0#000000000#0#0#000#0#0#0#0#00000004 •oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo Nýir verðlistar. ÍSLENZK FRÍMERKI. Sigurður H. Þorsteinsson. Útgefandi: ísafoldarprent- smiðja. 11. útgáfa. í nóvember kom út verðlist- inn íslenzk frímerki og er að þessu sinni hætt inn i listann skráningu á póstbréfsefnum. Þá eru allir stimplar, sem birt- ast í verðlistanum verðlagðir að þessu sinni, og má segja að nauðsynlegt sé fyrir alla ís- landssafnara að eiga hann, svo að þeir geti séð hvort kannske sé um dýran stimpil að ræða á ódýru frimerki, sem þeir ætla að seija eða láta í skiptum. Mikið er eins og áður um verð- breytingar, og þá alveg sérstak- lega á eldri íslenzkum merkj- um. Verður hann að líkindum sem fyrr, vinsælasti listinn lijá ís- landssöfnurum. STANLEY GIBBONS „SIM- PLIFIED" STAMP CATA- LOGUE. 1968, 33. útgáfa. Útgefandi: Stanley Gibbons Ltd., 391 Strand, London W.C. 2. 1552 síður. Skrá yf- ir 134.400 frímerki. 24.140 myndir. Simplified verðlistinn frá Stanley Gibbons hefur í yfir 30 ár verið einn allra vinsælasti listinn yfir frimerki, sem byrj- endur hafa getað ltosið sér. Hann gefur i einu bindi yfirlit yfir öll frímerki heims á eins einfaldan hátt og mögulegt er. Að þessu sinni hefur listinn reynt að hafa í sem flestum til- fellum sömu númer og eru í öðrum listum fyrirtækisins, þ. e. a. s. stóru og nákvæmu list- unum. Auk þess að hafa allt þetta til að bera, er þarna um mjög ódýra bók að ræða, eða 1552 síðna bók á 40 shillinga. M»0*0f0*0f0«0«0*0*0*0*0*0«0«000»0«0*0*0»0»0«0«000*0»0*0*0*0»0»0*0*0«0*0*0*0*0*0*0*0»0» »o*o»o»o«o*o»o»o»o»o»o*o*o»o«o*o*o»o»o»o»o«o*o«o*ooo*o»o»o»o»o*o*o*o«o*o»o»o»o»o»o*o*o 35

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.