Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1970, Page 6

Æskan - 01.01.1970, Page 6
það er helgað, fjölbreytt, fróðlegt og skemmtilegt að innihaldi, og klætt I sambærilegan og fagran ytri búning. Það nær, í fáum orðum sagt, ágætlega tilgangi sínum. Ég óska minni gömlu vinkonu, Æsk- unni, hjartanlega til hamingju með 70 ára áfangann og velfarnaðar um ókom- in ár, um leið og ég þakka henni fræðsluna og skemmtunina í liðinni tíð. Barnablaðið Æskan hefir innt af hendi mikilvægt hlutverk frá upphafi vega og fram á þennan dag; átt allt í senn, fræðslu- og skemmtigildi, og uppeldis- legt gildi, og gerir það enn, þvi að ykk- ur, sem þar eigið hlut að máli, hefir tekizt að gera hana svo úr garði, að hún talar enn til huga og hjartna ís- Kveðja frá RICHARD BECK Kæra Æska. i gær barst mér sérstaklega kær- komin sending, þar sem var 70 ára afmælisblað Æskunnar. Eins og fjölda- mörgum öðrum, var hún mér á æsku- árum hugþekkur lestur, og síðan hefi ég árum saman lesið hana mér til mik- illar ánægju. Ég þakka hjartanlega þá hugulsemi ykkar að senda mér afmælisblaðið ,,efri ieiðina", og það hefir verið fljótt ( ferðum hinn langa veg hingað vestur loftin blá. Þetta hátíðarblað er um allt sæmandi hinum merku tímamótum, sem lenzkrar æsku, þroskar hana og göfg- ar. Fyrir það votta ég ykkur innilega þökk mína og virðingu, og bið ykkur ríkulegrar blessunar ( þjóðnýtu starfi ykkar. Lesendum Æskunnar, og þá hefi ég vitanlega yngstu og yngri kynslóðina sérstaklega ( huga, sendi ég yfir hið breiða djúp hugheilustu kveðjur og framtíðaróskir frá konu minni og mér, en kennsla hefur verið ævistarf okkar beggja vestan hafsins. Richard Beck. ÞAKKI R Kæra Æska. Eg vil koma hér á framfæri beztu þökkum til barnablaðsins Vorsins og Flugfélags íslands fyrir hin glæsilegu verðlaun, til Danmerkur, og síðan tii Odense, askusitöðva ævintýraskálds- ins H. C. Andersens. Ferðin var mjög skemmtileg og fróðleg í alla staði. Eftirminnilegast og skemmtilegast og jafnframt fróðlegast var að koma á æskustöðvar ævintýraskáldsins heims- fræga, H. C. Andersens. Mjög gaman var að koma í Tívoli, hinn heims- fræga skemmtigarð. Þar var margt að sjá og skoða. Líka var mjög gaman að koma í Dýragarðinn. Sérstaklega vil ég þakka þeim Sveini Sæmunds- syni blaðafulltrúa og Grími Engil- berts, ritstjóra Æskunnar, fyrir allt sem þeir fyrir mig gerðu. Sveinn og Grímur voru dásamlegir ferðafélagar. Nú ætla ég ekki að hafa þetta bréf lengra. Vertu blessuð, kæra Æska. Jóhann Tr. Sigurðsson Búlandi Arnameshreppi Eyjafjarðarsýslu s----------------------------------------------------------------- skoltur eða trjóna fram af hausnum. Sýndist mér hún opna ginið eða geispa og varð ég þá svo hræddur, að ég hljóp burt. Kom ég svo til félaga minna og þóttust þeir mig úr helju heimt hafa. Hafði Sigfús ætlað að taka kindina, er hann hugði vera, og hlaupið allnærri henni og enda ætlað að slá í hana með prikinu sínu, en þá sá hann, hvers kyns var og hljóp burt hið skjótasta og var hálf-ærður af hræðslu. Allir voru á því, að skepna þessi hefði ekki getað verið annað en sjávarskrímsli; um kvöldið sló yfir svartaþoku- myrkri; var þá ráðgert að safna mönnum með byssur og vinna skrímslið; var það gert í skyridi og var ein byssa í förinni, en þegar af stað var komizt, var allmjög tekið að dimma bæði af kvöldi og þoku. Ég var með i förinni. Lenti þá í vafningum með að finna skrímslið, svo að piltar héldu, að við drengirnir og féiagar okkar hefðum logið upp allri sögunni, eða þá að skrímslið væri búið að fá máttinn við myrkrið og léki nú lausum hala um eyna. V_________________________________________________________________. 6 En rétt ( þessu sáum við skrímslið skammt frá okkur, sem svaraði skotmáli, og var ekki frýnilegt. Var það þá staðið á fætur og heyrðist okkur hringla í því, og eins og það væri að reyna að hrista sig. Eigi þorði sá, er byssuna hafði, að skjóta, en ég og annar drengur vorum sendir heim eftir fleiri mönnum og byssum. En rétt þegar við vorum að komast yfir túngarðinn, komu hinir allir á eftir og voru móðir mjög. Hafði skrímslið gert sig llklegt til að hlaupa á þá og opnað kjaftinn; sýndist þeim hann allur glóa innan af maurildi. Stóðust þeir þá eigi lengur mátið og lögðu á flótta. Að morgni var farið að gæta að skrímslinu, en þá var það horfið og engin vegsummerki var þar að sjá. En eyjan var þá rauð og engra slóða von. Eigi hefur heyrzt, að skrímsli hafi dagað uppi síðan í Flatey. (Handrit Jónasar Jónassonar, 1907).

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.