Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1970, Page 13

Æskan - 01.01.1970, Page 13
gömlu mönnunum tveimur. En allt í einu sá hann gul- um skrokk bregða fyrir. Það var ung ljónynja í veiði- hug og rakti slóð unga mannsins hvíta. Gat það verið, að maðurinn tæki ekki eftir því, að nú brotnaði grein að baki hans? Aldrei hafði Tarzan séð Sabor — ljónið — svo klaufalegt. En hvíti maðurinn tók ekki eftir dýrinu og hélt álram að kalla, og brátt mundi Ijónið stökkva, ef það á annað borð var í veiðihug, en ef til vill var það ekki soltið, og reynandi væri þá að hræða það á brott. A sömu stundu kvað við hátt öskur mannapa í veiði- hug og Sabor, sem líklega var ekki svöng, lagði niður skottið og hraðaði sér á brott, slík var virðing hennar fyrir flokki stóru apanna. Clayton hrökk við. Aldrei á ævi sinni hafði hann heyrt jafn hræðilegt öskur. Hann var að vísu sæmilega hugað- ur maður, en ef maður hefur nokkru sinni fundið til lamandi óttakenndar, þá fann William Cecil Clayton, elzti sonur lávarðarins af Greystoke, til hennar þarna í skógarþykkninu. Hann varð var við það, að stórt dýr fór fram hjá honum á vinstri hönd, og þetta hræðilega óp ofan út trjánum varð til þess, að kjarkur hans þvarr, enda vissi hann ekki, að ef til vill átti hann þessu öskri líf sitt að launa. Og því síður datt honum í hug, að dýrið, sem gaf frá sér þetta hljóð, var frændi hans — hinn rétti lávarður af Greystoke. Dagur var nú að kvöldi kominn og Clayton hugði að gömlu mennirnir væru nú sennilega komnir heim til kofans aftur. Hann sneri því af leið og hélt í þá átt, er hann hugði að kofinn væri. Tarzan til mikillar undrunar stefndi nú ungi maðurinn lengra inn í skóginn í áttina til þorps Monga. Það var auðséð, að hann var rammvilltur orðinn. Tarzan skildi jtetta ekki. Enginn mundi halda til móts við hina svörtu hermenn Monga með aðeins eitt spjót að vopni, og þar að auki var sýnilegt, að hann kunni vart að halda á því, hvað þá kasta því. Og ekki fór hann á eftir gömlu mönn- unum. Hann var fyrir löngu kominn yfir slóð þeirra án þess að hafa tekið eftir henni, en Tarzan sá vel, þegar þeir fóru yfir hana. Þessi ókunni hvíti maður hlaut fljótlega að verða dýr- um skógarins að bráð, ef hann fylgdi honum ekki fast eftir. Ekki tók til dæmis hvíti maðurinn eftir því, að Númi — karlljónið — var þarna alveg á næstu grösum, °g þó. Clayton heyrði dýr læðast að sér frá hægri, og allt í einu bergmálaði ljónsöskur í skóginum. Clayton sneri sér snöggt að runninum og brá spjóti sínu sér til varnar. Myrkrið var að skella á. Allt var hljótt eitt andar- lak. Clayton stóð hreyfingarlaus með spjótið á lofti. Hann sá nú ljónið innan við tuttugu skref frá sér. Það var stærðar ljón með mikinn makka.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.