Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1970, Side 28

Æskan - 01.01.1970, Side 28
FÖR GÚLLÍVERS TIL PUTALANDS r fyrstu höfðu Blefúskumenn engan grun um, hvað ég aetlaðist fyrir og voru eins og milli vonar og ótta af undrun. Þeir sáu, að ég skar á akkerisfestarnar, og hugðu helzt, að ég ætlaði einungis að láta skipin reka á land eða lemjast hvert að öðru; en þegar þeir sáu, að allur flotinn fór af stað í röð og að ég dró endann, þá ráku þeir upþ slíkt angistarvein, að ég get ekki skýrt frá því, svo að nokkur maður skilji. Þegar ég var kominn svo langt, að mér var ekki við neinu hætt, staldraði ég lítið eitt við til að draga út örvarnar, sem stóðu í andlitinu á mér og höndunum, og beið svo til þess er dálítið félli út, þá óð ég yfir miðálinn með það sem ég hafði i. taumi og komst heill á húfi til keisarahafnar Putalands. Keisarinn og öll hans hirð beið mín þar á ströndinni, til þess að sjá, hversu þessari viðureign lyki. Þessi mikli þjóðhöfðingi tók á móti mér, þegar ég sté á land, með fegurstu lofræðu, sem haldin hefur verið, og gerði mig þar að nardak umsvifalaust, og cr það hið æðsta heiðurstákn þess ríkis. Hans hátign fór þá fram á það við mig, að ég skyldi við hentug- leika sækja það sem óvinir hans áttu eftir af skipum og teyma það inn á kastalahafnir hans. Og svo ómælanleg er valdagræðgi þjóðhöfðingja, að honum virtist ekki nægja minna, en innlima allt Blefúskuveldi og gera það að amti í Putaríki, og setja þangað Putaprins. Hann vildi og láta eyða öllum Digurenda út- lögum og kúga þjóðina til að brjóta alltaf mjóa endann á eggjum sínum, því að úr því yrði hann hinn eini einvaldi þjóðhöfðingi veraldar. Ég mælti afdráttarlaust á móti því að verða nokkru sinni verkfæri í annarra manna höndum, til þess að steypa frjálsri þjóð í þrælkun. Þessi djarfa og hreinskilnislega yfirlýsing mín var svo and- ctæð fyrirætiunum og stjórnarreglum hans keisarahátignar, að hann gat aldrei fyrirgefið mér þetta. Og upp frá þessu fór að bóla á illvígum samtökum milli hans hátignar og leynifélags ráðherr- anna á móti mér, og það svo römmum, að upp úr logaði áður en tveir mánuðir voru liðnir, og lá við, að það kæmi mér alveg fyrir kattarnef. Svo sem þremur vikum eftir að ég vann afreksverk mitt kom sendisveit frá stjórn Blefúskú keisara með auðmjúk friðarboð. Það var og fljótlega saminn friður mjög hagstæður Putaríki. Nokkru síðar vaknaði ég um miðnætti við óp og háreysti mörg hundruð manna, sem stóðu þar við dyrnar hjá mér, og af því að ég var vakinn svo snögglega, hljóp í mig dálítill skelkur. Ég heyrði hrópað þar í sifellu: húsbrot, og nokkrir af hirðmönnum keisara grátbændu mig að koma undir eins til hallarinnar, þvi að þar væri kviknað í herbergjum drottningar vegna hirðuleysis þjónustumeyjar einnar, sem sofnaði yfir sögulestri. Ég rauk upp í fluginu. Öllum var boðið að víkja úr vegi fyrir mér, og af því bjart tunglsljós var lánaðist mér að komast til hallarinnar án þess að stíga ofan á nokkurn mann. Ég sá, að þeir höfðu þá reist stiga upp að herbergjum keisarans, og höfðu nægð af vatns- skjólum, en vatnið var nokkuð í burtu. Skjólur þessar voru á við vænar fingurbjargir, og veslings fólkið bar til mín svo mikið af þeim sem það orkaði, en eldurinn var svo magnaður, að það dugði lítið. Ég hefði átt lafhægt með að kæfa eldinn með kápunni minni, en hafði, því miður, skilið hana eftir í flýtinum og var í leðurúlpunni einni. Bruninn sýndist óviðráðanlegur og mjög hörmu- legur, og þessi dýrlega höll hefði brunnið viðstöðulaust niður að grunni, ef mér hefði þá ekki, móti vanda, hugkvæmzt allt I einu snjallræði. Svo stóð á, að þeir höfðu verið í mestu vandræðum með að láta mig fá þvottaáhöld í musteri mitt og höfðu þvl náð í ölgerðarámu handa mér. Og til þess að vera vissir um, að ég lenti ekki I vatnsskorti, settu þeir ámuna við lind rétt hjá borgar- hliðinu, svo að það var ekki svo langt frá keisarahöllinni. Ég hafði nú komið seint heim kvöldið íyrir og þvegið mér áður en ég fór í rúmið, og til allrar hamingju, eftir því sem mér fannst, hafði ég ekki skvett sápuskolinu út. Ég flýtti mér sem mest að sækja ámuna, og þar sem hún tók nær fjórum pottum af vatni, þá varð þetta mér að góðu liði, svo að ég slökkti eldinn gjörsam- lega á þremur mínútum og frelsaði með því frá tortímingu mikinn hluta af þessari reisulegu höll, sem þurft hafði margar aldir til að reisa. En nú var sá háttur á hér, að I stjórnarskrá þessa keisaradæmis er lögð líflátsrefsing við þvi, fyrir hvern mann, hverrar stéttar sem er, að kasta nokkru óhreinu eða skemmdu inn fyrir endimörk hallarinnar. Ég hefði því fyrst átt að hella sápuskolpinu úr ám- unni og fylla hana svo af hreinu vatni úr lindinni áður en ég fór að slökkva eldinn. í þessum nauðum mínum hughreystist ég lítið eitt við þá orðsending frá hans hátign, að hann hefði boðið hádómsforsetanum að skrifa sakaruppgjöf mína, sem mér lánaðist þó ekki að fá. Því var og skotið að mér, að drottningin mætti ekki heyra það nefnt, að vera að hóta hefnd. 28

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.