Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1970, Page 29

Æskan - 01.01.1970, Page 29
FÖR GULLIVERSTIL PUTALANDS Hér mætti nú ef til vill segja forvitnum lesara frá lifnaðarhátt- um mínum i þessu landi þá 9 mánuði og 13 daga, sem ég dvaldi þar. Af því að ég var dálítið banghagur, og svo af því að nauð- synin rak mig til þess, þá bjó ég mér til allra þægilegasta stól og borð úr stærstu trjánum í garði hans hátignar. Tvö hundruð saumakonur höfðu nóg að gera að sauma mér skyrtu og búa mér til rekkjuvoðir og borðdúka, og var það allt úr því sterkasta efni og grófgerðasta, sem þær gátu upp spurt, og neyddust þær Þó til að fóðra það allt og margstinga, því að töluvert var það Þynnra en hattblæja, það sem þykkast var. Léreft þeirra eru vanalega þriggja þumlunga breið, og eru 3 fet í stranganum. Saumakonurnar iétu mig liggja endilangan á gólfinu meðan þær mældu mig og stóð ein við hálsinn á mér og önnur við hnén og !ögðu svo á mig sterkán þráð, þar sem sin hélt i hvorn enda °9 létu svo þriðju stúlkuna mæla sjálfan þráðinn með þumlungs- löngum kvarða. Því næst mældu þær hægri þumalfingurinn á Barnabókabúð ^ I nóvember s.l. opnaði útgáfufyrirtækið Mál og menning í Reykjavík fyrstu sérverzlunina fyr- ir barnabækur hér á landi. í verzluninni, sem er til húsa í kjallara verzlunarinnar að Lauga- vegi 18, eru nú um 800 bókatitlar, og í sjálfri verzluninni eru borð og stólar af hæfilegri stærð fyrir litlu börnin, þar sem þau geta setið og skoðað bækurnar. í hinni nýju sérverzlun fást allar nýjustu bækur Æskunnar. >3 & ® ® ® ® & mér, og þetta var þeim nóg, því að það fundu þær með reiknings- list sinni, að tvær digurðir þumalsins eru ein digurð úlnliðarins, en þær tvær aftur ein digurð hálsins og mittið þá aftur hálfu digrara. Ég breiddi og út á gólfið gömlu skyrtuna mína, og við hjálp hennar og mælinganna tókst þeim að hafa skyrtuna alveg mátulega. 300 skraddarar voru settir til að sauma mér föt, en aðra aðferð höfðu þeir við að mæla mig. Ég lagðist á hnén, en þeir reistu stiga upp að mér sem náði upp að hálsi. Þá fór einn skraddarinn upp í stigann og lét svo falla þráð með blýkúlu á enda frá hálsinum og niður á gólf, og var það einmitt úlpusíddin, en mittið á mér og handleggina mældi ég sjálfur. Allt var þetta sniðið og saumað heima hjá mér, því að ekki hefðu fötin komizt fyrir í stærstu húsum þeirra. En þegar allt var búið, voru fötin að sjá e'ins og smápjötludúkar ensku meyjanna, nema hvað hér var allt með sama lit. 29

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.