Æskan - 01.01.1970, Side 30
Það er sannað mál, að vinningur hefur komið á mið-
ann, sem Birgir Bentson keypti af Björgu og vinstúlku
hennar í fyrsta skipti, sem þær komu heim til hans. Mið-
ann lét hann í vasa á gömlum, köflóttum jakka, sem móð-
ir hans gaf nokkrum dögum síðar. Hún gaf hann gömlum
skógarhöggsmanni, en þegar stúlkurnar finna hann, segir
hann þeim, að jakkanum hafi verið stolið frá sér skömmu
áður.
6. KAFLI
„Grunar yður nokkuð, hver muni hafa tckið jakkann?“ spurði
Björg.
„Nei, )>að fara svo margir um þjóðveginn, en ég hengdi jakk-
ann einmitt á tré skammt frá veginum. I>að var auðvitað liugis-
unarleysi lijá mér, og mér þótti skaði að missa jakkann. Hann
var ágætisflík og frú Bentson gaf mér hann i þákklœtisskyni
fyrir smágreiða, sem ég gerði henni. Ég ætlaðist ekki lil neinna
launa fyrir þann greiða, en hún bauð mér jakkann og ég þáði
hann mcð ánægju.“
„I>ér hafið ekki ... fundið neitt í brjóstvasanum á jakkan-
um?“ spurðu þær.
Skógarhöggsmaðurinn hristi höfuðið. „Ne-ci, þvi miður, enda
var jakkinn ekki svo lengi í minni eigu, að ég tæki hann til ræki-
legrar athugunar. Mér virtist þctta vera injög góður jakki og
mikil skyssa af mér að fara að ganga i honum daglega. Kg átti
auðvitað að nota hann aðeins á sunnudögum og þvi fór sem fór,
að ég varð af með hann.“
„Hvenær var honum stolið?“
„Ja, bara i gær, en mér er ómögulegt að vita hver hefur tekið
hann. Að visu sá ég viðgerðamann fara hér fram hjá, en ég læt
ósagt, að hann hafi tekið jakkann. Eitt er jió víst, að skömmu
síðar var jakkinn Iiorfinn.“
„Var hann á hjóli ?“
„Jú, hann var á hjóli og með verkfærakassa. En eins og ég
sagði áðan gæti verið um ýmsa fleiri að ræða, því margir eiga
leið um lijóðveginn. En livað var annars í vasanum?"
„I>að var nú víst aðeins miði með nokkrum tölustöfum á,“
svaraði Björg í flýti.
„Jæja, svo að herra Bentson þárf að fá þann miða aftur?“
sagði hann.
„I>að kæmi sér vissulega vel, ef hann fyndist, og hann hað
okkur að athuga, hvar seðillinn kynni að vera niðurkominn. En
hér verðum við víst að láta staðar numið. Við hiðjum yður að
afsaka ónæðið, herra Jönsson," sagði Björg.
„Ekkert að afsaka. Ykkur var velkomið að spyrja,“ sagði
hann.
I>ær voru í döpru skapi, þegar þær gengu aftur út á veginn,
settust á reiðhjólin og liéldu hægt af stað i átt til skólans.
„Nú verður erfitt að útskýra málið til fullnustu fyrir herra
Strandberg," sagði Stina. „Hann álitur áreiðanlega, að við séum
orðnar geggjaðar."
„Ennþá erfiðara verður þó að einbeita huganuin við námið,“
sagði Karen. „Ég get alls ekki hætt að hugsa um miðann. Hugsið
ykkur nú, að viðgerðamaðurinn fyndi miðann í vasanum, færi
svo og innheimti peningana hjá Barnahjálpinni."
„Getur hann það?“ sagði Björg áköf.
„Við förum til Barnahjálparinnar og segjum, að við vitum,
hvaða númer við seldum Birgi Bentson, og að hann og enginn
annar eigi peningana," sagði Björg.
„Ég held, að það sé ómögulegt," sagði Karen efandi.
„I>ið getið reitt ykkur á, að peningarnir fást ekki án miðans.
Mér hefur verið sagt frá manni, sem vann sumarhústað í happ-
drætti. Maðurinn hafði skrifað númerið í vasabók sína til að
vita vissu sina, Jiegar vinningsnúmerið yrði birt í blöðunum.
Vinningurinn kom á hans númer, en þegar til átti að taka var
miðinn týndur og hann fékk aldrei sumarl)ústaðinn.“
„En hvað er gert við vinningana í því tilfelli, að vinningsmið-
inn komi aldrei fram?“
„Þá verða þeir eign þess aðila, sem liappdrættismiðarnir eru
seldir fyrir,“ sagði Björg. „Ef vinningur er ekki sóttur innan
ákveðins tíma frá drætti, fellur niður rétturinn til að öðlast
vinninginn. Þetta er prentað á alla svona miða og þar er ekkert
um að villast."
Þetta varð heldur leiðinlegt kvöld hjá stúlkunum. Fyrst töl-
uðu þær sín á milli um að fara til mæðginanna og segja þeim
sínar farir ekki sléttar. En að síðustu kvað þó Björg upp úr
með að fara alls ekki þangað í slikum erindagerðum að svo
búnu.
„Eg vil helzt fá að sofa á þessu máli i nótt og hvila mig,“
sagði lmn. „Alltaf finnst einhver leið úr vandanum og svo mun
einnig verða hér.“
„Hvernig má það verða?“ spurði Karen.
„Ég er sannfærð um, að þetta muni heppnast," sagði Björg.
„Það er ekkert réttlæti í því að miðinn tapist algerlega, svo að
Birgir Bentson fái ekki eyri af því, ,sem hann á með réttu og
hefur knýjandi þörf fyrir.“
Stina sagði: „Á morgun er laugardagur og fresturinn rennur
út á mánudaginn."
„Eg viðurkenni engan ósigur að svo koinnu máli,“ sagði Björg
og var hnakkakerrt.
„Þér er vist óhætt að gera það strax,“ sagði Stína með tárin
í augunum. „En mér þykir það svo leitt vegna gömlu frú Bent-
son, Birgis sonar hennar og litlu stúlkunnar lians í Sviss. Þessir
peningar hefðu komið svo miklu góðu til leiðar fyrir ]iau.“
„Já, en einmitt þeirra vegna vil ég ekki gefa upp alla von,“
sagði Björg. „Við verðum að lialda baráttunni áfram, meðan
stætt er.“
„Þú veizt ckki, við livern er að fást. Hvernig getur ]>ú haft
upp á viðgerðamanninum á lijólinu?"
„Vertu nú ekki svona vonlaus," sagði Björg og lét cngan bil-
bug á sér finna. „Viðgerðamaðurinn hverfur nú ekki eins og
tlögg fyrir sólu. Hann lilýtur að koma aftur fram einhvers
staðar."
„Jæja,“ sagði Stína. „Eigum við ekki að reyna að nota símann
Og spyrjast fyrir? Eigum við að tala við lögregluna? Eða er eitt-
livað annað til ráða?“
„Ég er lielzt að hugsa um að segja Frank skólastjóra upp
alla sögiina," sagði Björg.
30