Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1970, Blaðsíða 33

Æskan - 01.01.1970, Blaðsíða 33
V ' I t / 1®»""' }■ ■■.. . STUTT AGRIP . a( sögu knattspyrnunnar Eftir heimsstyrjöldina fyrri komu fram ný stórveldi á vettvangi knattspyrnunn- ar, sem reyndust ofjarlar hinna eldri. I>að voru Suður-Ameríkurikin, einkum ]>ó Uruguay. Önnur ríki, sem áttu góðum liðum á að skipa um |>etta leyti, voru Italia, Frakkland, Belgia og Tókkóslóvakía. Þrátt fyrir þetta héhiu Englendingar óbeint forystunni, en ]>ar sem beztu menn þeiri’a voru atvinnumenn í iþrótt- inni, ]>á kepptu þeir ekki á Olympíuleik- unum, og vegna ágreinings um reglugerð FIFA varðandi heimsmeistarakeppnina sendu |>eir ekkert lið til þeirrar keppni á árunuin 1930—1950. Englendingar eru núverandi heims- meistarar, en siðustu tvo áratugina hafa ýmsar þjóðir átt glæsileg tímahil, en hæst her þar Ungverja og Brasiliumenn. Iðkun knattspyrnu á íslandi hófst árið 1895, og var það Skotinn James B. Fergu- son, sem fyrstur manna hóf kennslu hennar. Hann var starfsmaður ísafoldar- prentsmiðju í Reykjavík, en í tómstund- unum safnaði hann að sér ungum mönn- uin og kenndi þeim knattspyrnu og fleiri íþróttir. Margir nafnkunnir menn nutu leiðbeininga Fergusons í iþróttum og mætti t. d. nefna Svein Björnsson fyrr- verandi forseta Islands og Ólaf bróður hans, Vilhjálm Finsen, Hannes Helgason Og Pétur Jónsson óperusöngvara. Eftir brottför Fergusons tók Ólafur Hósinkranz við forystunni og tókst honum með dyggilegri aðstoð m. a. þeirra Adams Barcley, Péturs Jónssonar og Guðjóns Einarssonar, föður Ben. G. Waage, að halda við og glæða þann neista, sem Ferguson hafði kveikt. l'm aldamótin tóku nemendur Latínu- skólans að æt'a knattspyrnu og leiðbeindi Olafur Rósinkranz ]>eim. Einn skólapilt- anna, Björn Pálsson Kalman, þýddi ensku leikrcglurnar og er það fyrsta þýðing þeirra, sem lil er á íslenzku. Fyrsta knattspyrnufélagið var stofnað 1899, en aðdragandi þeirrar félagsstofn- unar var sá, að nokkrir ungir menn komu saman i verzlun í Aðalstræti í Reykjavik og bundust samtökum um að kaupa knött. Petta varð Fótboltafélag Reykjavíkur, en nafni þess var seinna breytt i Knatt- spyrnufélag Ileykjavíkur. Árið 1907 var Iþróttafélag Reykjavíkur stofnað, og ]>ó að það hefði ekki knatt- spyrnu á stefnuskrá sinni, keppti það í nokkur skipti við KR 1908. Gagnfræða- deild Latínuskólans og nokkrir ungir og áhugasamir menn í Vesturbænum stofn- uðu um þetta leyti tvö ný félög, en bæði urðu ]>au skammlif. Vorið 1908 var Knatt- spyrnufélagið Fram, sem fyrst hét ]>ó Kári, stofnað af starfsglöðum og áhuga- sömum miðbæjarstrákum, 12—lfi ára gömlum. Yngri piltar þessa sama bæjar- hluta létu sér þetta að kenningu verða og stofnuðu skömmu síðar Knattspyrnu- félagið Viking. Piltar úr KFUM undir for- ystu séra Friðriks Friðrikssonar stofn- uðu Knattspyrnufélagið Val 1911, og hafa |>essi þrjú siðastnefndu félög ásamt IvR haldið velli til ]>essa. Utan liöfuðstaðar- ins urðu Vestmannaeyingar einna fyrstir til að taka til við knattspyrnuiðkun, og kepptu þeir þegar 1912 í fyrsta fslands- mótinu. Þrátt fyrir ]>að, að knattspyrnufélög- um í Reykjavík hafði fjölgað svo mjög á örfáum árum, var enn ekki um að ræða 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.