Æskan - 01.01.1970, Blaðsíða 42
ÍSLENZKA
flugsagan
Ljósm.: Ólafur Árnason.
WACO YKS-7 TF-ÖRN
Þessi flugvél, sem var eign Flugfélags Akureyrar (síðar Flug-
félags íslands hf.), kom til landsins í aprílmánuði 1938. Hún var
keypt ný af Waco-verksmiðjunum í Bandaríkjunum (reynsluflogið
þar 6. des. 1937). Hún fékk einkennisstafina TF-ÖRN og var
venjulega kölluð Örninn.
Smíði hennar lauk 1. desember 1937 hjá The Waco Aircraft
Company, Troy, Ohio. Raðnúmer: 4683.
Hér var hún sett saman af vélvirkjunum Gunnari Jónassyni og
Birni Ólsen ásamt Agnari Kofoed-Hansen, en hann reynsluflaug
flugvélinni hér 28. april 1938.
Örninn flaug frá Reykjavík til Akureyrar (flugm. Agnar Kofoed-
Hansen) 2. maí (flugtími samtals 2:20), og frá Akureyri var farið
hringflug þennan dag. 3. maí var ílogið frá Akureyri til Siglufjarð-
ar og Raufarhafnar. 4. maí var svo fyrsta áætlunarflugið farið frá
Akureyri til Reykjavíkur (3:00) og til baka til Akureyrar (2:05).
Örninn var mikið notaður til alls konar flugferða, svo sem far-
þega- og þóstflugs, sjúkraflugs, síldarleitar, ískönnunar, land-
helgisgæzlu (23. 2. ’39) og svo til hringflugs.
10. júní 1939 tók Örn Ó. Johnson við Erninum sem flugmaður,
en auk hans og Agnars flugu Erninum Sigurður Jónsson (frá 26.
10. 40) og Björn Eiríksson (2. 41).
3. febrúar 1940 vildi það til, að sviptivindur hvolfdi flugvélinni,
er hún var að búa sig undir flugtak á Skerjafirði. Farþegunum
tveimur og flugmanni tókst að komast út úr flugvélinni. Báðir
hægri vængirnir brotnuðu og efri vinstri vængur, svo og bakið
á skrokknum, hliðarstýri og uggi, og allar rúður brotnuðu. Brandur
Tómasson gerði við hreyfilinn, en aðrar viðgerðir allar önnuðust
þeir Gunnar Jónasson og Björn Olsen. Þá voru hjól sett undir í
stað flotholta (sem sett voru á TF-SGL), og reynsluflug var farið
9. júlí 1940.
20. janúar 1941 var flugvélin á leið til Egilsstaða, en er austur
kom, var ófært að lenda þar. Yfir Reyðarfirði var flogið lágt til
að athuga lendingarstað, en þá lenti flugvélin í sterku niður-
streymi og settist á tún (í Fagradal upp af Reyðarfirði) og lenti
á girðingu. Vinstri neðri vængur brotnaði og hjólabúnaður lask-
aðist. Flugvélin var flutt til Reykjavíkur, þar sem Gunnar Jónas-
son og Björn Olsen gerðu við hana. Flaug hún aftur 18. febrúar
1941.
29. apríl 1941 var flugvélin í flugtaki í Vatnsmýrinni, er hjól
hennar rákust í braggaþak, og steyþtist hún fram yfir sig á
hvolf og stórskemmdist. Flugmaðurinn og einn farþegi sluppu
ómeiddir. Þegar þetta gerðist, hafði flugvélinni verið flogið í
rúma 1316 tíma.
Eftir þetta óhapp endurbyggðu þeir Gunnar Jónasson og Björn
Olsen flugvélina. Var því lokið í apríl 1942, og þá fékk flugvélin
nýtt nafn, Smyrill.
14. apríl 1942 steyptist flugvélin til jarðar eftir misheppnað
flugtak af Reykjavíkurflugvelli. [ flugvélinni voru, auk flugmanns,
þrir farþegar. Allir slösuðust mikið og létust tveir farþeganna.
Flugvélin var gjörónýt.
Ljósm.: N. N.
WACO Y.K.S.-7: Hreyflar: Einn 225 ha. Jacobs L4-M. Vænghaf:
10,13 m. Lengd: 7,70 m. Hæð: 1,67 m. Vængflötur: 22,67 m^.
Fsrþegafjöldi: 4. Áhöfn: 1. Tómaþyngd: 880 kg. Hámarksflugtaks-
þyngd: 1.243 kg. Arðfarmur: 347 kg. Farflughraði: 225 km/t (185
á bátum). Hámarkshraði: 270 km/t. Flugdrægi: 830 km. Flughæð:
3.800 m.
KLEMM KL 25 TF-SUX
Á vegum Flugmálafélags íslands kom hingað þýzkur flugleið-
angur sumarið 1938. Dvaldist hann hér um tíma, og kenndu þá
þýzkir svifílugkennarar íslenzkum nemendum svifflug á Sand-
skeiðinu. Þeir höfðu meðferðis svifflugur og eina vélflugu af
gerðinni Klemm (framleiðslunr. 847), sem var tveggjasæta kennslu-
flugvél.
Þegar þýzku flugmennirnir fóru héðan, keyptu Flugmálafélagið
og ísíenzka ríkið í sameiningu þessa vélflugu. Hlaut hún ein-
kennisbókstafina TF-SUX (áður D-ESUX).
Þessi flugvél tók þátt í fyrstu flugsýningu á íslandi, sem haldin
var á Sandskeiðinu, áður en þýzki leiðangurinn hvarf úr landi. 13.
seþt. 1938 lagði TF-SUX uþp í hringferð um ísland til að kanna
lendingarstaði. Flugmaður var Agnar Kofoed-Hansen.
I janúar 1939 flaug TF-SUX sjúkraflug til Ólafsfjarðar, þar eð
sjófiugvél varð ekki við komið. 20. feb. 1939 flaug Örn Ó. Johnson
42