Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1970, Side 45

Æskan - 01.01.1970, Side 45
í bréfi til Æskunnar frá því í fyrravor segir svo: Kæra Æska. Þakka þér íyrir allt gott efni, sem þú hefur verið með. Hér heima hjá mér líta allir I Æskuna, þegar hún kemur, líka gamla fólkið. Mér finnst Tarzan apabróð- ir skemmtilegastur að lesa og Ifka reynum við strákarnir við ýmislegt úr Handavinnu- horninu. Ég er 10 ára og skólinn minn er ekki mjög stór. Við strákarnir I minum skóla vorum að tala um að skrifa Æsk- Þakka þér fyrir bréfið, skólastrákur, og skriftin þín er mjög sæmileg, miðað við aldur þinn. Festan í rithönd þína kemur seinna. Ég, sem þennan þátt rita, á í fórum mínum eina mynd, sem einmitt sýnir, hvað drengir í einum 10 ára bekkn- um í Miðbæjarskólanum I Reykjavík smíð- uðu í fyrravetur. Núna starfar þessi skóli ekki lengur sem barnaskóli, því að í haust var honum breytt í menntaskóla. Hlutirnir, sem sjást á myndinni, eru þessir: unni og þiðja hana að segja okkur, hvað þeir smíða strákarnir í stóru skólunum í Reykjavík, til dæmis 10 ára strákar. Ég hef nú ekki komið ennþá til Reykjavíkur, en fæ kannski að fara þegar ég verð 12 ára. Það er svo dýrt að fara suður, þegar maður á heima hinum megin á landinu. Svo langar okkur til þess að fá teikningu af gestaþraut, sem hægt væri að búa til úr vír. Hvernig finnst þér skriftin á þessu bréfi? Skólastrákur i N.-Múlasýslu. 1. Flugvél, tviþekja með skíðum. Lengd kringum 17 cm. 2. Farþegaskip, stærð 26x5x2,5 cm. Skipið er ekki holað innan. 3. Vélbátur, stærð 21x5x2,3 cm. 4. Dráttarvél, lengd 18 cm. Utan um hjól- in er gúmmí úr sundurklipptri reiðhjóla- slöngu. 5. Jólasveinninn Skyrgámur. Á klossanum framan við karlinn eru tvær holur fyrir kerti. Þessi kertastjaki er málaður í skærum litum og lakkaður. Hér ( Reykjavík eru margir barnaskólar og ef til vill getur þátturinn birt fleiri myndir úr smíðastofunum seinna. Þú biður líka um teikningu af gesta- þraut gerðri úr vír. Jú, ég hef hér eina, sem er létt að gera. Þú þarft ekki önnur áhöld en litla beygitöng og efnið er dálít- ill vírspotti. Ég er ekkert að segja þér hvernig þessi þraut er leyst, þú hefur þá ekki eins gaman af því að glfma við hana, það er að segja, ef þú þekkir hana þá ekki nú þegar. Svo vil ég að lokum biðja drengi, sem langar til þess að fá teikningar af ein- hverju sérstöku, að skrifa Handavinnu- horninu, verið ekkert feimnir við það. HANDAVINNA í skólum jjf 45

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.