Æskan - 01.01.1970, Page 52
'purninfyar og, ái/or
Demantar
Svar til Árna. 1 byrjun 18.
aidar voru margir gullgrafar-
ar i Brasilíu. Á einum staSn-
um sem þeir voru að grafa,
voru þeir alltaf að rekast á
fallega smásteina, en þeir
fleygðu þeim, því þeir voru
ekkert líkir gulli. En gull var
það, sem þeir vildu finna. —
Einn daginn tók einn gullgraf-
arinn fulla skjólu af þessum
steinvölum heim handa krökk-
unum sínum að leika sér að.
Og börnin voru að velta stein-
unum á götunni, þegar munk
nokkurn bar þar að. Munkur-
inn fór að skoða steinana og
spurði börnin, hvar þau befði
fengið þá. Þau sögðu honum
það, 'og hann náði sér i fullan
kassa af svona steinum og fór
með hann til Itio de Janeiro.
Frá Ilio sendi hann kassann
til konungsins i Portúgal, sem
])á var einnig konungur Bras-
ilíu. Konungurinn varð hissa,
er liann fékk fullan kassa af
grjóti, cn lét rannsaka það, og
steinarnir reyndust vera dem-
antar. Nokkrum mánuðum síð-
ar komu steinafræðingar, send-
ir af konungi, þangað sem
steinarnir höfðu fundizt. —
„Eigið þið meira af þessum
laglegu smásteinum?" spurðu
þeir gullgrafarana.
„Já, heila hauga af þeim,“
svöruðu þeir.
„Börnin ykkar leika sér að
demöntum," sögðu kóngsmenn.
Þeir tóku skóflurnar og fóru
að moka upp demöntunum.
Staðurinn, sem þetta gerðist
á, var kallaður Diamantina, og
þar voru um skeið mestu dem-
antanámur heimsins.
Dcmant myndar kristalla og
klofnar eftir 4 stefnum. Dem-
antar eru oft vatnstærir og
litlausir, en stundum eru þeir
hlandaðir aðkomulitum og geta
jafnvel verið kolsvartir. Tær-
ir demantar brjóta mjög ljós-
geisla, og séu þeir skornir
rétt, verða þeir fagurglitr-
andi; þeir eru dýrmætir
skrautsteinar. Demantar finn-
ast á Indlandi, i Brasiliu og
Arkansas i Bandarikjunum, en
auðugustu demantanámur í
lieimi eru i Suður-Afríku.
Mönnum hefur tekizt að búa
til örsmáa demanta úr kolefni.
Svar til Gumma: Þeir lands-
menn eru nú orðnir fáir, sem
matazt hafa úr aski, en hinum
fjölgar jafnt og þétt, sem ekki
vita einu sinni, hvað orðið
merkir. Þess er þó ekki langt
að minnast, að spónamatur
var etinn úr ösjium um allt
ísland, hver maður á heimil-
inu átti sinn ask og spón. Fyrst
munu askarnir hafa horfið i
bæjunum á 19. öld, síðan í
leikur á, pollur, en tota það
fremsta á lokinu, sem fram af
stendur askbrúninni. Annars
er lokið kúpt og kringlótt og
fylgir barminum. Útskurður er
næstum því aldrei á askinum
sjálfum, en lokið er aftur á
móti ætíð útskorið, annað
Hver maður sinn ask
sveitum, mismunandi snemma
eftir byggðarlögum, en yfir-
leitt á síðustu áratugum 19.
aldar og á fyrstu árum 20.
aldar á einstaka forngrónu
heimili.
Ekki eru askarnir úr aski
smíðaðir, heldur úr venjulegri
furu, asklokin stundum úr
birki. Þeir eru settir saman úr
telgdum stöfum, sem slá sér
út með humhu um miðjuna,
gyrtir ]>rem gjörðum úr kleyf-
um og sveigjanlegum viði. Á
tvo gagnstæða stafi asksins
eru telgd tvö handarliöld, sem
nefndust eyru. Uppistaða hét
sá stafur, sem lokið er fest
við, trénaglinn, sem lokið
hvort með rósaverki í Venju-
legum íslenzkum stil eða svo-
nefndum skipaskurði, sem svo
nefndist, af því að hvert smá-
atriði skurðarins er í lögun
likt og séð ofan i bát. Á ask-
lokinu eru oft fangamörk og
ártöl. Askurinn er handhægur
i meðförum, þægilegt að bera
í honum mat, og vel er hann
til þess fallinn að sitja með
hann á knjám sér, enda mat-
aðist hver maður á bænum,
þar sem hann var kominn á
rúmi sínu. Hins vegar væri
mjög ankannalegt að eta úr
aski við borð. Lag hans er
mótað við gömul húsakynni og
heimilishald.
S V O R
Valbergur: Jón Sveinsson
rithöfundur, sem allir þekktu
undir nafninu Nonni, andaðist
í Þýzkalandi 6. april árið 1945,
85 ára að aldri. Jón Sveinsson
fór ungur utan og gerðist kaþ-
ólskur. Gekk i Jesúítaregluna,
nam klerkleg fræði og starf-
aði síðan mikið fyrir reglu
sína. Heimsfrægð gat hann sér
fyrir harnabækur sínar, sein
hafa verið þýddar á um 30
tungumál.
Svar til Sævars: Fæðingar-
bletti nefna menn bletti í húð-
inni, sem eru, eins og nafnið
bendir til, meðfæddir, en geta
lika komið fram síðar. f raun
og veru eru fæstir fæðingar-
hlettir sjáanlegir á nýfæddu
harni. Langoftast koma þeir
ekki í Ijós fyrr en eftir 5 ára
aldur. Fæðingarblettir eru
mjög algengir, og er naumast
nokkur maður til, sem engan
fæðingarblett liefur. Getur olt-
ið á ýmsu um afdrif þeirra.
Sumir haldast óbreyttir alla
ævi, aðrir liverfa, enn aðrir
stækka. Fæðingarblettirnir geta
verið úr ýmsuin tegundum
vefja og stundum úr mörgum
tegundum í einu.
52