Æskan - 01.01.1970, Page 61
Lorne Greene
Dan Blocker
Michael Landon
Bonanza
Að undanförn hefur íslenzka
sjónvarpiS flutt hina svonefndu
Bonanzaþætti, og hafa þeir náð
miklum vinsældum. Aðalper-
sónurnar í þáttum þessum eru
Ben Cartwright, sem leikinn er
ef Lorne Grenne, og þrir synir
hans, Adam, Hoss og Joe litli,
sem leiknir eru af Pernell Ro-
berts, Dan Blocker og Michael
Landon. Hingað til hafa aðeins
tveir þeir síðarnefndu sézt hér.
Ben Cartwright
(Lorne Greene)
Lorne Greene leikur föður-
inn, Ben Cartwright. Hann er
Kanadamaður og stundaði upp-
haflega nám i efnaverkfræði, en
hætti því og sneri sér að iungu-
málum. Síðan gerðist hann
atvinnuleikari, en þegar stríð-
ið brauzt út árið 1939 var enga
vinnu að fá á því sviði. Hann
gerðist því útvarpsmaður og
naut geysilegra vinsælda. Árið
1946 hóf hann aftur að leika
á sviði og síðan í kvikmyndum
og sjónvarpi.
Hoss Cartwright
(Dan Blocker)
Dan Biocker leikur miðson-
inn, hinn feita og vingjarnlega
Hoss. Dan var 100 pund að
þyngd, þegar hann hóf nám (
barnaskóla, 200 pund, þegar
hann innritaðist f gagnfræða-
skóla, og 300 pund, þegar hann
tók að sér að leika í Bonanza-
þáttunum. Hann er magister í
ensku og leikþókmenntum og
stundaði kennslu áður en hann
fór að leika i sjónvarpsþáttum.
Joe litli Cartwright
(Michael Landon)
Michael Landon leikur yngsta
bróðurinn, Joe litla. I æsku
leiddist honum i skólanum og
hann lauk aldrei nauðsynlegum
undirbúningsprófum. Honum
voru samt boðnir ótal styrkir til
að stunda háskólanám, af því
hann var svo snjall í íþróttum.
Meiðsli í handlegg bundu enda
á iþróttaferil hans. Hann lék sitt
fyrsta hlutverk í kvikmynd hjá
Warner Brothers i Holiywood.
Þeir, sem hafa áhuga á að
skrifa til þeirra vélaga geta
skrifað tii:
c/o NBC-TV,
3000 Alameda,
Burbank,
California,
U.S.A.
Dómarinn: Hvers vegna skil-
uðuð þér ekki hringnum, jvegar
jvér funduð liann?
Akærði: I>að datt mér ekki
i liug, því að innan i lionum
stóð: „Þinn að eilifu.“
Frú Hansen var að útlista
fyrir nágrannakonum sínum,
hversu miklir erfiðleikar
fylgdu því að ala upp stóran
harnahóp. Hún endaði ræðu
sina með jressum orðum: —
En hvað þeir foreldrar eru
hamingjusamir, sem engin
hörn eiga.
— Hvaða dýr á auðveldast
með að iaga sig eftir um-
hverfinu?
— Hænan I
Tveir náhúar hittust á förn-
um vegi. Þeir tóku báðir of-
an. Annar sagði:
— Þér verðið að afsaka,
kæri nábúi, ein af hænunum
mínum hefur læðzt inn i garð-
inn yðar og skemmt hann.
— Það gerir ekkert til, svar-
aði hinn kurteislega. — Hund-
urinn minn er búinn að drepa
hænuna yðar l
— Jæja, þá er allt í lagi!
Ég var rétt áðan að aka yfir
hundinn yðar.
Skrifstofumaðurinn: — Nú
hef ég verið hér í meira en
tíu ár og unnið þriggja manna
verk. Ég vildi ])ví gjarnan fá
launahækkun.
Forstjórinn: — Það er ó-
mögulegt. En segið mér nöfn-
in á hinum tveimur, og ég
rek þá umsvifalaust.
— Mér sýnist, Hans, sagði
faðirinn, — að hann litli bróð-
ir þinn sé að borða litla eplið,
en ])ú það stóra. Léztu liann
velja sjálfan?
— Auðvitað, pabbi! svaraði
strákur.---Ég sagði við hann:
— Hvort viltu heldur litla epl-
ið eða ekkert? — Nú, hann
vildi heldur það litla.