Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1970, Blaðsíða 40

Æskan - 01.02.1970, Blaðsíða 40
eir lesendur Æskunnar, sem þegar eru skátar, vita áreið- anlega, að skátahreyfingin er alþjóðlegur félagsskapur, en til þess að fleiri öðlist innsýn i þetta mikla, fjölmenna ævintýri, sem hefur orðið til á aðeins 60 árum og sem nú teygir sig um allar heimsálfur, vil ég dreþa á nokkur atriði. Nú er starfandi um 191/2 milljón skáta i 158 löndum. Kjarni starfsins er einn og hinn sami um allan heim, en hvert land gefur starfinu form eftir þvi sem hentar landsvenjum, þannig að ungl- ingar, sem ( félagsskapnum eru, njóti sín sem bezt. Þjóðarein- kenni koma því skýrt fram og starfið og félagsskapurinn er fyrst og fremst þjóðlegur. Hvernig gæti það öðruvisi verið, þegar við hugsum okkur hinar ólíku aðstæður skáta i hinum ýmsu löndum? Tökum til dæmis Grænland norður við heimskaut og Afríku- löndin suður við miðbaug, eða Ástralíu, þar sem vegalengdir eru sllkar, að erfitt er að mynda flokk með 6—8 krökkum og loftskeyti eru einu sambandsmöguleikarnir. Hins vegar er svo ALÞJÓÐLEGT samstarf SKÁTA Borghildur Fenger starfsemin í fátækrahverfum stórborganna eins og London eða New York, þar sem krakkar komast sjaldan eða aldrei út í sveit, og einustu kynni þeirra af húsdýrum eru í dýragörðum. Hvað er skátastarf, hver er tilgangurinn? Hann er þjálfun, upp- bygging eigin skaphafnar, þjálfun í samskiptum við fólk, við náttúru landsins, fugla og dýralíf. Allt þetta reynum við að gera að skemmtilegum og vissulega spennandi leik fyrir hvern og einn. Febrúarmánuður hefur smám saman orðið að alþjóðlegum skátamánuði, þar sem flokkar, sveitir og félög kynna störf al- þjóðabandalaganna og upplýsa um skátastörf framandi landa. 22. febrúar, afmælisdagur Lord og Lady Baden-Powell, er hátlð- legur haldinn um allan hinn víðlenda skátaheim sem „Thinking Day" — hugsana dagur. Þann dag senda skátar hver öðrum kveðjur og hlýjar hugsanir berast heimshorna á milli. Þetta nýbyrjaða ár er svoneínt „Alþjóðlegt ár“. B.Í.S. leggur áherzlu á aukna kynningu, ekki aðeins i febrúarmánuði, heldur allt heila árið. Þegar hafa verið gefnir út hugmyndabæklingar handa foringjum allra greina skátastarfsins. Þeir flytja hugmynd- ir um starfstilhögun til stuðnings foringjum f viðleitni þeirra að gera skátastarfið auðugra og ennþá árangursrikara. í marzmán- uði er ráðgert að komi út nýir bæklingar með enn fleiri hug- myndum. I sumar, þann 27. júlf, hefst skátamótið i Borgarfirði, allir skátar hlakka til þess og hafa gert lengi. Þangað hefur verið boðið mörgum erlendum skátum frá flestum nágrannalöndum okkar. Skátar eru fljótir að kynnast, en ef þú eða flokkurinn þinn sameiginlega hefur skrifazt á við einhvern væntanlegan þátt- takanda, þá eigið þið þegar vin frá fyrstu stundu á mótsstað og enginn tími fer til spillis. Þið getið samtímis verið búin að kynna island og islendinga og á þann hátt gert dvölina lær- dómsríkari og skemmtilegri fyrir þá sem koma. Skrifið skrifstofu B.i.S. og fáið upplýsingar um alla tilhögun. Kjörorð skáta er „Vertu viðbúinn". Verum öll viðbúin að taka á móti góðum gestum að sumri og sýnum alþjóðlegt sam- starf f verki. Borghildur Fenger. LANDSMÓT SKÁTA 1970 verSur haldið á Hreðavatni dagana 27. júlí til 3. ágúst, samtals 8 daga. MÓTSGJALD: 2.300,00 krónur. Þar innifalinn allur matur allan tímann, ýmis þjónusta, svo sem póstur, simi (ekki samt I hvert tjald), bankaþjónusta o. fl. Þess skal getiS, að Landsbanki islands ásamt útibúum tekur á móti sparifé væntanlegra þátttakenda Lands- mótsins, þótt smáupphæðir séu, t. d. 50—100 krónur. Gæta ber þess, að öll sú vinna og efni, sem við kemur vatnslelðslu, rafmagni og salernum, en allt þetta kostar mikið fé, er Innifalið f mótsgjaldinu. Skátarnir leggja sjálfir til sinn eigin viðleguútbúnað, gott skap, vingjarnlegt viðmót, góða umgengnl, og ef mögulegt er, góð áhrlf á veðurfarið. 104
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.