Æskan - 01.02.1970, Síða 47
í bréfi frá Vestmannaeyjum, undirrituðu
Ó. (heimilisfang vantar) og í öðru bréfi
frá Reykjavík, undirrituðu ,,Ósk“, er spurt
um það, hvaða nám teiknikennarar við
barnaskóla þurfi að hafa og spurt er
einnig um fleira þessu starfi viðkomandi.
Teiknikennari
Teiknikennarar fá flestir undirbúnings-
nienntun í Myndlista- og handíðaskóla is-
iands, en hann er til húsa að Skipholti 1,
Reykjavík, og síminn þar er 1 98 21. Skóla-
stióri er Hörður Ágústsson. Námstími í
Þessum skóla, það er að segja teikni-
kennaradeild hans, er einn vetur að loknu
forskólanámi, sem tekur tvo vetur. Inn-
fökuskilyrði: Aimennt kennarapróf eða sér-
kennarapróf (t. d. í smíðum, handavinnu
kvenna o. s. frv.). Undanþágu er þó hægt
að veita, ef sérstakar ástæður liggja til,
en nemendur, sem ekki hafa áður lokið
kennaraprófi, verða að ganga til prófs í
íslenzku, heilsufræði, sálar- og uppeldis-
fræði, auk kennslugreina skólans. Undir-
búningsmenntun mun þurfa að vera lands-
próf eða gott gagnfræðapróf. í forskólan-
um hljóta nemendur almenna undirbún-
ingsmenntun í myndlistum, þ. e. a. s.
teiknun, litafræði, formfræði, málun og
listsögu. Inntökualdur er 16 ár.
Þetta er þá námsbrautin fyrir þá, sem
ætia sér að gerast teiknikennarar í barna-
skólum og unglingaskólum. í skóium, sem
hærra eru settir í skólakerfinu, mun vera
krafizt framhaldsmenntunar í teiknun. Má
geta þess, að Norræna félagið í Reykja-
vík hefur útvegað fjölda efnilegra, ís-
lenzkra unglinga námsdvöl á Norðurlönd-
unum. Oftast veitir félagið nemendum dá-
lítinn fjárstyrk til náms á Norðurlöndum
og jafnvel stundum ókeypis skólavist,
einkum þá í Svíþjóð.
í annan stað er svo það, að hver sá,
sem ætlar sér að verða kennari í ein-
hverri námsgrein, hvort sem það er nú
teikning eða eitthvað annað, þarf að
skoða hug sinn vel og athuga hæfileika
sína, áður en langt nám er hafið. Spek-
ingur nokkur sagði eitt sinn, er rætt var
um myndlist: „i hundrað manna hópi finn
ég ef til vill einn, sem kann að hugsa,
en fyrst meSal þúsunda finn ég einn,
sem kann aS sjá!“
Svo sjaldgæf fannst honum myndlistar-
gáfan meðai fjöldans.
Verið ekkert feimin við að tala við
teiknikennarann ykkar um þessa hugmynd
ykkar. Einnig getið þið lagt fyrir ykkur,
svona til gamans, eftirfarandi skyndipróf:
Hvernig gengur mér:
1. að teikna mynd eftir hlut?
2. — búa til auglýsingu um íþróttamót?
3. — skreyta kápu utan um bók?
4. — búa til ,,klipp“-mynd?
5. — skreyta köku?
6. — raða saman litum svo vel fari?
7. — búa til dýr úr hnoðleir?
8. — teikna skreytingu á skartgrip?
9. — teikna skopmynd?
10. — teikna landslagsmynd?
Þetta litla próf gæti e. t. v. hjálpað þér
til þess að sjá, hvað í þér býr, en varast
skyldi þó að taka það allt of alvarlega,
þú átt nú eftir að þroskast mikið á þessu
sviði sem öðrum ennþá.
sr
* jólakauptíðinni varð okk-
*lr litið inn í leikfangadeildina
1 »Liverpool“ á Laugavegi 18A,
en það er ein af fjölmörgum
verzlunum KRON liér í Uvilt.
Hvað þýðir eiginlega þetta
KKON? munu kannski ein-
Lverjir af yngstu lesendunuin
sPyrja. Jú, þvi er til að svara,
þetta orð er eiginlega
skammstöfun á orðunum Kaup-
félag Reykjavíkur og nágrenn-
is. Þið sjáið, að tekinn liefur
verið fyrsti istafurinn úr
liverju þessara orða og þeim
skeytt saman í orð: KRON.
Þarna uppi á annarri hæð í
Liverpool er stór salur, og
leikföng og aftur leikföng
hlasa við augum livert sem
litið er. Það var ánægjulegt
að hcyra svarið lijá deildar-
stjóranum í leikfangadeildinni,
þegar við spurðum, hver væru
vinsælustu leikföngin núna:
„Það eru t. d. þessi tvö frá
lteykjalundi, stóri vörubillinn
fyrir drengina og kaffistellið
fyrir telpurnar." Já, það var
ánægjulegt, vegna þess að
Ueykjalundur er góð íslenzk
stofnun, sem á allan heiður
skilinn og getur nú bætt þeirri
fjöður í liatt sinn, að hún
standist samkeppnina við er-
lenda leikfangasmiði, bæði
hvað verð og gæði snertir.
Þessi vörubíll er fallegur og
nokkuð stór. Hann er gerður
úr plasti og er á tvöföldum
afturhjólum. Sturtur eru á
honum. Verð hans er 220 kr.
Kaffistell úr plasti var hins
vegar það, sem mest var keypt
lianda litlum telpum. Það er
„fyrir fjóra“, óbrotliætt og er
smekklegt á lit. Það er í góð-
um kassa og verð þess er
198 krónur.
Ekki er þvi að neita, að
mörg fleiri girnileg leikföng
eru til á þessum stað. Apollo
er eitt þeirra, eins konar geim-
far, þótt jarðhundið sé, raf-
knúið og með „blikk“-ljósum.
Nokkuð er það dýrt, því það
kostar 665 krónur. Einnig má
geta um mánaferjuna, sem lief-
ur innbyggðan rafgeymi og
getur hreyft sig all-kostulega
á gólfi eða borði. Verð lienn-
ar er 395 kr. — Margt fleira
var þarna af leikföngum, og
verður þeirra nýstárlegustu ef
til vill getið siðar.
G. H.
Heimsókn í Leikfangaland
íii