Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1970, Síða 50

Æskan - 01.02.1970, Síða 50
Algengustu reglur: A. Aðeins má taka þrjú skref með knött- inn. Þá má stinga honum niður og taka önnur þrjú skref o. s. frv. B. Leyfilegt er að reka knöttinn með ann- arri hendi að vild. Ef leikmaður grip- ur knött með báðum höndum eftir knattrek, má hann ekki stinga hon- um niður aftur. Þá er dæmt tvigrip. C. Leikmaður má ekki halda á knetti lengur en 3 sek. D. Bannað er að sparka knettinum. E. Ekki má stíga inn á markteig eða mark- teigslinu. F. Ef knötturinn fer út fyrir hliðarlínur, er dæmt innkast, en hornkast, ef hann fer aftur fyrir endalínur. Þó mega mark- menn slá hann aftur fyrir eigið mark. VÖLLUR — LEIKMENN — DÓMARI I. Eins og þið sjáið á teikningunni er algengasta stærð valla 20x40 m. Mark- teigurinn er 6 m frá markinu. Víta- kastlínan er 7 m frá markinu og þar framkvæmum við vítaköstin, þ. e. ef brotið er gróflega á sóknarmann' setn kominn er í marktækifæri. En ef brotið er vægt, þá fær sóknarliðið að- eins aukakast, sem er í 9 m fjarlægð frá markinu. Verða þá varnarmenn að vera upp við markteigslínu. II. í handboltaliði mega vera 12 leik- menn og þar af eru tveir markverðir. Aðeins 6 útispilarar og 1 markvörður VALLARBRE/op 1S-h.O rn. 4 Handknattleikur & mega vera inni á í einu. En svo má þjálfari skipta hinum inn á eftir hent- ugleika (bezt þegar sóknin stendur yfir). Algengasta uppstilling í vörn er 5:1 (sjá mynd). Nauðsynlegt er að 2—3 leikmenn fari inn á línu eða út á kantana þegar við erum I sókn og 3 spili fyrir utan vörn andstæðinganna. Þessir þrír verða að vera þeir skotbeztu og út- sjónarsömustu í spilinu. Athugið að línumenn eru eru sízt þýð- ingarminni en útispilarar og eru oft markahæstu menn í leiknum. III. Dómarar í handbolta eru tveir, því betur sjá augu en auga. Þeir stað- setja sig á vellinum eftir vissum regl- um, þ. e. annar er við hliðina á mark- inu en hinn er fyrir framan vörnina og þannig sjá þeir bezt leikinn. Dóm- arar hafa leyfi til að vísa leikmönn- um út af í 2 minútur, ef þeir gerast mjög grófir eða sýna dómara ókurt- eisi, og þess vegna eiga þjálfarar að brýna það fyrir leikmönnum að vera kurteisir og réttlátir í leik sinum. 114

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.