Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1970, Síða 63

Æskan - 01.02.1970, Síða 63
ÆVINTÝRI RÓBÍNSONS KRÚSÓ ÞRJÚ SKOT. Eftir margra ára veru á eyjunni hafði Uóbínson lært að vera þolinmóður, cn nú ---------------- varð hann mjög órór og spenntur. Ýmist settist hann niður við hellismunnann eða hann klifraði upp á útsýnisklettinn til þess að rýna út í myrkrið og reyna að sjá skipið. Hafði hann kannski gert tcma vitleysu? Hlaut þetta allt að fara illa? Var von hans um að komast aftur til Evrópu kannski runnin út í sandinn? Eftir langa bið heyrðuBt loksins þrír skothvellir frá skipinu. Allt hafði gengið vel. 3 X 3 JS. ANDVAKA Nóttin leið, en Róbínson varð ekki svefnsamt. Órói og taugaspenningur hélt vöku ______________ fyrir honum, en Frjádagur hafði sofnað dauðþreyttur eftir viðburði dagsins. Þegar Róbinson heyrði merkið, fallbyssuskotin þrjú, hljóp hann í gleði sinni inn í hellinn til Frjádags, svo að hann gæti glaðzt með honum. Frjádagur reis ringiaður á fætur, þegar hann sá húsbónda sinn svona glaðan, en þess var varla að vænta, að aumingja drengurinn skildi fyllilega gleði vinar síns, því hann vissi ekki hvað það var að vera einmana á eyðiey — fangi — árum saman. Árgangur ÆSKUNNAR árið 1970 kostar kr. 300,00. Gjald- dagi blaðsins er 1. apríl. — Uorgið blaðið sem fyrst, því þá hjálpið þið tii að gera biaðið enn stærra og fjöl- breyttara en nokkru sinni áður. Allir kaupendur ÆSKUNN- AR njóta hins sérstaka tæki- færlsverðs á öllum bókum blaðsins. Verðmunur frá bók- söluverði á hverri bók er um 30%. 127

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.