Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1972, Blaðsíða 47

Æskan - 01.04.1972, Blaðsíða 47
vesalt, að ekki sé betra að eiga með með sér en mótl. En nú veit ég ekki, hvort það er svo vesalt, sem spyr mig, °9 því vil ég fegin elga það að.“ Hélt hún svo leið sína, þangað til hún kemur i sama hellinn og hinar systurnar höfðu áður komið í. Þegar hún kom þangað, stóð þar eins ^ og fyrri. En Helga fór allt öðruvísl að ráði sínu en systur hennar höfðu gert. Hún sauð kjötið ( katlinum og bakaði kökurnar vel og rækilega, en neytti einskis af matnum, og var hún þó harla svöng, þvi ruðurnar og skolin heima voru nú farin að ganga úr henni. Ekki vildi hún heldur taka eldinn tyrr en með leyfi hellisráðandans. Og með þvl hún var af sér komin af þreytu, ásetti hún sér að hvllast þar og bíða eftir húsbóndanum, og þótti henni þó ailt vera hér fremur svipmikið og ógurlegt I kringum sig. En á meðan hún var að hugsa sig um, hvar hún ætti að fleygja sér niður, heyrir hún drunur miklar, eins og hellirinn ætll að hrynja niður. Sér hún þá hvar kemur ógnastór risi, fjarskalega Ijótur, og með honum gríðarlega stór og grimmilegur hund- Ur- Varð hún þá skelfilega hrædd. En henni jókst hugur við að jötunninn talaði blíðlega til hennar og sagði: „Þú hefur vel og dyggilega starfað það, sem þörf var á, og er Því skylt, að þú fálr iaun verka þinna og þiggir mat með mér og hvíiir þig hér í nótt, hvort sem þú þá vilt heldur 'úra hjá hundinum mínum eða sjálfum mér.“ Að svo mæltu úar jötunninn mat fyrir Helgu, og neytti hún hans eftir því sem hún hafði lystina til. Þar eftir lagðist hún I fletið hjá hundinum, þvl svo ógurlegur sem rakkinn var, þá var þó jötunnlnn miklu hræðilegri. Þegar litil stund var iiðln frá Því að Helga lagðist út af, heyrðl hún dynk mikinn eða hlunk, svo að hellirinn titraði við. Varð hún þá ákaflega hrædd. Þá kallaði jötunninn til hennar og sagðl: „Ef þú ert hrædd, Helga karlsdóttir, þá máttu skríða upp á skörina vlð rúmið mitt.“ Hún gjörði það. En skömmu eftir kom annar hlunkurinn mlklu stærri. Bauð jötunnlnn þá Helgu að setjast upp á rúmið sltt, og það þáði hún. Nú kom þrlðjl úynkurlnn miklu stærri en hinir, og þá ieyfði jötunninn hlelgu að skríða upp I rúmið og setjast til fóta sér. En þá kom hinn fjórði dynkur, og ætlaði þá allt ofan að ríða með hraki og brestum. Þá bauð jötunninn Helgu að fara upp [ rúmið upp fyrir sig. Og I dauðans fátinu, sem á hana var k°mið, tók hún því með þökkum. En I sama bili féll jötuns- hamurinn af hellisbúanum, og sá Helga ungan og fríðan ^óngsson liggja fyrir framan sig I rúminu. Var hún þá ekkl sein á sér, heldur greip tröllshaminn undir eins og brenndl hann til ösku. Fagnaði kóngssonur þá Helgu með mestu hh'ðu og þakkaði hennl innilega fyrir það, að hún hefði leyst sig úr áiögum. Sváfu þau svo af um nóttina i ailra hezta næðl og makindum. ^m morguninn sagði kóngssonur Helgu ailt um hagl sína, álög þau, sem á sér hefðu verið, auð sinn, ætt og r'ki. Bauðst hann til að vitja hennar seinna, ef hún vildi a'9a sig, og má nærri geta, hversu fúslega vesalings karls- ohirin tók boði kóngssonar. Fræddi hún hann þá um sig og sma hagi aila, erindl sitt og ferð systra sinna. Kóngssonur 9af Helgu að skilnaði kyrtil og bað hana vera I honum ■nnan undir lörfum slnum og láta engan sjá hann. Hann 9af henni og kistil með alls konar dýrgripum I og tvenn- um kvenbúningi mjög skrautlegum. Sagði hann, að kistlin- um skyldi hún ekki leyna og lofa honum að fara, þvl hann ^hyndi vlst verða tekinn af henni, þegar heim kæmi. Þegar Helga var ferðbúin, kom hundurinn og rétti að henni hægri framloppuna. Tók hún I hana, og var þar á guli- hringur, sem hún líka hirti. Kvöddust þau síðan með mestu blíðu, kóngssonur og karlsdóttir, og skundaði hún heim- leiðis með kyrtilinn, kistilinn og eldinn, og var henni nú heldur en ekki létt um hjartaræturnar. Kom hún nú heim I kotið með eldinn, og urðu þau karl og kerling honum næsta fegin. En þegar Helþa sýndl þeim kistilinn og gripina, var hún svipt því öllu, og hlökk- uðu foreldrar hennar og systur mjög yfir þessum gersemum. En af kyrtlinum lét hún engan vita. Nú leið og beið um hrlð, svo ekkert bar til tíðinda i kotinu, og allt gekk sinn vanalega gang, þangað til einu sinni sést koma skip af hafi, fagurt og vel búið, og lendir fram undan kotinu. Karl gengur til strandar til að forvitnast um, hver fyrir skipinu réðl. Hann talaði við fyrirráðanda skipsins, en hvorki þekkti hann hann, og hinn sagði ekki heldur til sín. Aðkomandi var spurull mjög. Meðal annars bað hann karl segja sér, hversu margt manna væri I kot- inu og hve mörg börn karlinn ætti. Hann sagði, að þar væru ekki flelri menn en hann og keriing hans og dætur þeirra tvær. Hinn beiddist að sjá dætur hans, og var karli það Ijúft. Fór hann og sótti báðar eldri systurnar, og komu þær I skrúða þeim, sem hafði verið I kistlinum forðum. Komu- maður sagði sér litist dável á stúlkurnar, en spurði, hvers vegna önnur hefði höndina I barminum, en hin klút um nefið. Máttu þær nú til nauðugar vlljugar að sýna hvort- tveggja. Þótti þá komumanni þær ófríkka talsvert, en fékk ekki að vita orsökina hjá þeim. Hann spurði þá kariinn, hvort það væri öldungls víst, að hann ætti ekkl fleiri dætur. Karl neitaði því þverlega I fyrstu, en þegar hinn fór að ganga á hann um það, sagðist hann eiga ókind eina, sem hann vissi varla, hvort heldur væri maður eða kvlkindl. Hlnn krafðist að fá að sjá hana, svo karllnn fór og kom með Helgu. Var hún óhrein og llla búin. En þegar hún kom, reif komumaður af henni tötrana. Var hún þá i skín- andi fallegum kyrtli, sem mikið bar af fötum þeirra systra. Urðu nú allir forviða, sem við voru. En komumaður snýr nú við blaðinu og atyrti karlinn og systurnar fyrir með- ferðina á Helgu. Tók hann allt skrautið af eldri systrunum og sagði þeim væri það ekki frjálst, en fleygði I þær lörf- unum af Helgu. Síðan sagði hann upp alla sögu sína og svo hver hann væri. Skildi hann síðan við karllnn, kerling- una og eldri systurnar, en tók Helgu með sér, vatt upp segl og sigldi heim I ríki sitt. Átti hann síðan Helgu. Unnust þau bæði vel og lengl, áttu börn og buru, grófu rætur og muru. Og kann ég þessa sögu ekki lengrl. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.