Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1972, Blaðsíða 5

Æskan - 01.04.1972, Blaðsíða 5
gerðist á sama degi. Hún hafði öðlazt aukinn lífskraft °g nýjar vonir, og krónan var ekki alveg eins kræklótt °g fyrr. ^aginn eftir fluttu refahjónin til hennar. Þau voru fjarska önnum kafin við að koma nýja heimilinu 1 lag. hau hlupu ýmist út eða inn undir rótina, grófu göng °g drógu að sprek og lauf. Og þar sem refamamma bjost við yrðlingunum sínum einan skamms, sleit hún hár ur feldi sínum og bjó til mjúkt bæli. Yrðlingarnir urðu átta. Refapabbi kom sjálfur ut og sagði furunni frá því, sem gerzt hafði. Hann var aug- sýnilega fjarska hreykinn. „Það er leitt, að þú skulir ekki geta komið með mér inn og litið á þá. Ég er viss UlT1> að þú h'efur aldrei séð eins fallega yrðlinga. Eftir um það bil mánuð koma þeir út til að viðra sig, og þá hvigsa ég, að þú fáir nú fljótt nóg af þeim.“ »Þetta þykir mér gaman að heyra,“ sagði furan. Hún hafði fengið lifandi verur til að líta eftir. Hún fann, að hún gat orðið öðrum til gagns og góðs og var hreykin með sjálfri sér. Nú skyldi hún ekki láta norðanvindinn buga Slg> hversu illvígur sem hann væri. þegar norðanvindurinn kom með ógnarkrafti sín- Um> ásamt slyddu og snjókomu, stóð furan sterk og þol- góð á móti honum og hélt sér eins fast og hún gat m'eð óflum þeim rótum, sem hún átti. hegar liðinn var mánuður, eða rúmlega það, og sólin Var farin að hita hlíðina, komu átta litlir refahvolpar Kjagandi út úr sprungunni. Þeir bröltu og byltust yfir r*tur furunnar, sem tók með mikilli ánægju þátt í gleði þeirra og gáska. ^g nú urðu refapabbi og refamamma önnum kafin á nÝ- Þau komu heim alltaf öðru hverju með munninn fullan af mat. Furan gat ekki skilið, hvernig þeim tókst a® koma með svona mikið í einu. Það kom fyrir, að þau höfðu tíu eða tólf mýs og jafnmarga smáfugla í munn- mu® í einu, hvort um sig. Það var heldur ekki óalgengt, að þau höfðu fundið eitthvað til þess að búa um bráð S*na í, — t. d. súrublað eða eitthvað þess háttar. yrðlingarnir neyttu matar síns, léku sér og ljóm- uðu af gleði í góða veðrinu og stækkuðu með hverjum úeginum, sem leið. Langt, langt í burtu háðu mennirnir styrjöld, sem íll,tti með sér margs konar ógnir og óhamingju. En í sPrungunni í gilinu, hátt upp til heiða, áttu refirnir ánaegjujega og friðsama daga. Og furan var fjarska glöð ug gætti vel fjölskyldunnar hamingjusömu, sem leitað a skjóls undir rótum hennar. Ln ógæfuna getur borið að höndum, þegar minnst Varir. Og dag nokkum dundi hún líka yfir heimili refanna. Vesalings refapabbi festist í refaboga niðri í hlíðinni. Hann hafði farið niður eftir til að sækja morgunverð handa yrðlingunum sínum og gerði sér enga grein fyrir hættunni, fyrr en hann sat fastur í boganum. Hann bað fyrir sér og grét og var 'einnig afar reiður, en ekkert dugði. Boginn hélt heljartaki um einn fót hans, og í hvert skipti, sem hann kippti í hann, fann hann svo mikið til, að hann veinaði hátt og varð að standa kyrr. En að lokum greip hræðslan hann svo föstum tökum, og hugsunin um heimilið og yrðlingana, að það var sem hann gleymdi sársaukanum. Hann tók að naga sundur sinn eigin fót. Heim varð hann að komast, jafnvel þótt hann yrði að hökta á þremur fótum. „Hef ég ekki líka alltaf sagt, að mennimir væru m'estu óhræsi, sem til eru,“ kjökraði hann. Og svo hélt hann áfram að naga. En rétt á eftir kom maðurinn, sem átti refabogann. Hann varð fjarska glað- ur, þegar hann kom auga á refinn. „Loksins tókst mér þá að ná í þig, þjófurinn þinn,“ sagði hann og rotaði refinn samstundis. Eftir skamma stund hafði hann flegið feldinn af refa- pabba og grafið hræið. Fallegi, rauði feldurinn hans hékk nú á öxl mannsins. Og maðurinn gekk heim — hreykinn og glaður. Hann strauk feldinn og sagði: „Hví- lík heppni að ná rebba! Og svo fæ ég líka fyrsta flokks skinn!" En hann hugsaði ekki andartak um skynsama dýrið, sem lifað hafði í þessu skinni. Og ekkert vissi hann um það, að átta litlir, svangir yrðlingar biðu eftir pabba sínum. Refamamma gat ekki skilið, hvað orðið hefði af refa- pabba. Hún hafði fengið fyrirmæli um að gæta yrðling- anna, þangað til hann kæmi aftur. Að lokum gat hún ekki beðið lengur. 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.