Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1972, Blaðsíða 7

Æskan - 01.04.1972, Blaðsíða 7
bak við eyrað og horfði fullur meðaurakunar á refa- ^örnmu. »Þegar ég hugsa mig um, minnist ég, að ég sá mann, sem gekk niður eftir í morgun. Hann bar á annarri öxl- Inni eitthvað, sem líktist refapabba. Annars sá ég það ekki vel, því að ég var einmitt þá efst uppi í trénu. Hann hefur kannski náð honum lifandi og ætlar að hafa hann heima hjá sér. Ég hef fyrr orðið var við, að stundum finna mennirnir upp á því. Nú skaltu rekja sporin, og þá finnurðu vafalaust refapabba og getur komið honum úr klípunnj “ Refamamma fékk nýja von, er hún hafði hlýtt á ræðu ’kornans, og þaut af stað með trýnið niðri við jörð. Skörnmu s'einna kom hún að bænum, þar sem maðurinn bjó. Hún var svo áköf í leit sinni að refapabba, að hún gleymdi allri gætni. Hún hlióp alveg inn á túnið og horfði í allar áttir. ^ bæ þessum var svartur, lítill hundur, sem Sámur et' Uin þetta leyti var hann inni í byrgi sínu og hafði fengið sér hádegisblund. Allt í einu fór hann að gelta kaft upp ur svefninum. Trýnið tók að hreyfast, — hann hafði fundið nýja angan af skógi og dýrum skógarins. kndartaki seinna kom Sámur þjótandi út úr byrgi sínu °g hljóp grimmur og geltandi í áttina til refamömmu. basjardyrnar lukust upp, og bóndinn stóð á þröskuldinum. Refamamma leit leifturhratt í kringum sig í von um a® finna eitthvert afdrep til varnar, en hugsanir hennar y°ru þó hálfu hraðari. Kjallaragluggi var opinn til hálfs. emhverri dauðans angist og ofboði stökk vesalings refa- niamma inn um kjallaragluggann. »Ha, ha, ha! Nú hef ég náð í þig líka,“ sagði maður- lnn og flýtti sér að loka glugganum. Svo gægðist hann lnn til refamömmu, glaður og ánægður. »f*ú ert lengi seigur, blessaður karlinn," sagði hann °g klappagj seppa, sem réð sér ekki fyrir kæti. Húsfreyja og sonur hjónanna, fimmtán ára gamall, Satu fnni í eldhúsi og snæddu kvöldverð. »Ja. þvilík heppni!“ sagði maðurinn, þegar hann kom mn- „Nú hef ég náð enn einum ref! Og hann er bráð- 1 andi, og meira að segja kominn inn i kjallara. Þetta ei læða, sem ég ætla að láta lifa og setja til silfurrefanna. ^fýttu þér nú að borða, drengur, — svo skulum við reyna handsama hana. Annarri 'eins frekju og ágengni hef eS aidrei kynnzt hjá nokkrum ref, — að laumast svona alla leið inn á tún!“ »Ó. vesalingurinn," sagði húsfreyja. „Hún hefur kann- shi verið að leita að bónda sínum. Ég gæti bezt trúað, a® þaÖ hafi verið hann, sem þú náðir snemma í morgun." »Vesalingurjnni“ endurtók maðurinn. „Ég hygg nú, hún hafi heldur ætlað að stela einni eða tveimur hæn- Uml“ Alexander Dumas eldri, franski rithöfundurinn, sem m. a. skrifaði „Greifann af Monte Christo", tók eitt sinn á móti blaðamanni, sem vildi eiga viðtal við hann. Eins og fleiri blaðamenn hafði hann mikinn áhuga á ætt Dumas, en eins og flestum mun kunnugt, rann svertingjablóð i æðum skáld- jöfursins. — Er það satt, að þér séuð kynblendingur? — Já, rétt er það, svaraði Dumas. — Svo faðir yðar var þá ... — Múlatti, já. — Og afi yðar... — Var svertingi. Nú var þolinmæði Dumas senn þrotin, og hann slepptl sér alveg, þegar blaðasnápurlnn lagði fyrir hann eftirfar- andi spurningu: — Og leyfist mér að spyrja, hvað langafi yðar var? — Api, herra minn! þrumaði Dumas. — Api, ætt mfn hefst þar sem ætt yðar lýkur. „Komdu nú, drengur, við förum niður í kjallarannl" Þeir opnuðu kjallaradyrnar m'eð gætni í hálfa gátt og smeygðu sér inn. Vesalings refamamma lá þar í einu horninu. 1 hræðslu sinni og örvæntingu gaut hún augunum í ýmsar áttir, til þess að finna einhverja leið til að flýja. Þarna stóðu tveir hættulegir menn og störðu á hana, forvitnir og blygðunarlausir. Refamamma gat ekki horft í augu þeirra. Hún óskaði þess, að hún væri komin langt niður í jörð- ina, 'en hún hafði engan felustað að flýja til. Hér var bara bert gólfið með háa veggi allt í kring. Henni fannst hún frámunalega einmana og hjálparvana. Hún hring- aði sig saman í horninu, opnaði munninn til vamar, en augun sárbændu um náð og miskunn. Maðurinn tók ekkert eftir bæninni í augnaráði refa- mömmu* Hann heyrði ekki, að hjarta hennar sló í ægi- legri hræðslu og örvæntingu. Hann sá 'ekki annað en meindýr, með fallegan, rauðan feld, — feld, sem selja mátti fyrir mikið fé. „Já, nú getur þú dúsað þama um sinn og hugsað um 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.