Æskan - 01.04.1972, Síða 7
bak við eyrað og horfði fullur meðaurakunar á refa-
^örnmu.
»Þegar ég hugsa mig um, minnist ég, að ég sá mann,
sem gekk niður eftir í morgun. Hann bar á annarri öxl-
Inni eitthvað, sem líktist refapabba. Annars sá ég það
ekki vel, því að ég var einmitt þá efst uppi í trénu. Hann
hefur kannski náð honum lifandi og ætlar að hafa hann
heima hjá sér. Ég hef fyrr orðið var við, að stundum
finna mennirnir upp á því. Nú skaltu rekja sporin, og
þá finnurðu vafalaust refapabba og getur komið honum
úr klípunnj “
Refamamma fékk nýja von, er hún hafði hlýtt á ræðu
’kornans, og þaut af stað með trýnið niðri við jörð.
Skörnmu s'einna kom hún að bænum, þar sem maðurinn
bjó. Hún var svo áköf í leit sinni að refapabba, að hún
gleymdi allri gætni. Hún hlióp alveg inn á túnið og
horfði í allar áttir.
^ bæ þessum var svartur, lítill hundur, sem Sámur
et' Uin þetta leyti var hann inni í byrgi sínu og hafði
fengið sér hádegisblund. Allt í einu fór hann að gelta
kaft upp ur svefninum. Trýnið tók að hreyfast, — hann
hafði fundið nýja angan af skógi og dýrum skógarins.
kndartaki seinna kom Sámur þjótandi út úr byrgi sínu
°g hljóp grimmur og geltandi í áttina til refamömmu.
basjardyrnar lukust upp, og bóndinn stóð á þröskuldinum.
Refamamma leit leifturhratt í kringum sig í von um
a® finna eitthvert afdrep til varnar, en hugsanir hennar
y°ru þó hálfu hraðari. Kjallaragluggi var opinn til hálfs.
emhverri dauðans angist og ofboði stökk vesalings refa-
niamma inn um kjallaragluggann.
»Ha, ha, ha! Nú hef ég náð í þig líka,“ sagði maður-
lnn og flýtti sér að loka glugganum. Svo gægðist hann
lnn til refamömmu, glaður og ánægður.
»f*ú ert lengi seigur, blessaður karlinn," sagði hann
°g klappagj seppa, sem réð sér ekki fyrir kæti.
Húsfreyja og sonur hjónanna, fimmtán ára gamall,
Satu fnni í eldhúsi og snæddu kvöldverð.
»Ja. þvilík heppni!“ sagði maðurinn, þegar hann kom
mn- „Nú hef ég náð enn einum ref! Og hann er bráð-
1 andi, og meira að segja kominn inn i kjallara. Þetta
ei læða, sem ég ætla að láta lifa og setja til silfurrefanna.
^fýttu þér nú að borða, drengur, — svo skulum við reyna
handsama hana. Annarri 'eins frekju og ágengni hef
eS aidrei kynnzt hjá nokkrum ref, — að laumast svona
alla leið inn á tún!“
»Ó. vesalingurinn," sagði húsfreyja. „Hún hefur kann-
shi verið að leita að bónda sínum. Ég gæti bezt trúað,
a® þaÖ hafi verið hann, sem þú náðir snemma í morgun."
»Vesalingurjnni“ endurtók maðurinn. „Ég hygg nú,
hún hafi heldur ætlað að stela einni eða tveimur hæn-
Uml“
Alexander Dumas eldri, franski rithöfundurinn, sem m. a.
skrifaði „Greifann af Monte Christo", tók eitt sinn á móti
blaðamanni, sem vildi eiga viðtal við hann. Eins og fleiri
blaðamenn hafði hann mikinn áhuga á ætt Dumas, en eins
og flestum mun kunnugt, rann svertingjablóð i æðum skáld-
jöfursins.
— Er það satt, að þér séuð kynblendingur?
— Já, rétt er það, svaraði Dumas.
— Svo faðir yðar var þá ...
— Múlatti, já.
— Og afi yðar...
— Var svertingi.
Nú var þolinmæði Dumas senn þrotin, og hann slepptl
sér alveg, þegar blaðasnápurlnn lagði fyrir hann eftirfar-
andi spurningu:
— Og leyfist mér að spyrja, hvað langafi yðar var?
— Api, herra minn! þrumaði Dumas. — Api, ætt mfn
hefst þar sem ætt yðar lýkur.
„Komdu nú, drengur, við förum niður í kjallarannl"
Þeir opnuðu kjallaradyrnar m'eð gætni í hálfa gátt og
smeygðu sér inn.
Vesalings refamamma lá þar í einu horninu. 1 hræðslu
sinni og örvæntingu gaut hún augunum í ýmsar áttir,
til þess að finna einhverja leið til að flýja. Þarna stóðu
tveir hættulegir menn og störðu á hana, forvitnir og
blygðunarlausir. Refamamma gat ekki horft í augu þeirra.
Hún óskaði þess, að hún væri komin langt niður í jörð-
ina, 'en hún hafði engan felustað að flýja til. Hér var
bara bert gólfið með háa veggi allt í kring. Henni fannst
hún frámunalega einmana og hjálparvana. Hún hring-
aði sig saman í horninu, opnaði munninn til vamar, en
augun sárbændu um náð og miskunn.
Maðurinn tók ekkert eftir bæninni í augnaráði refa-
mömmu* Hann heyrði ekki, að hjarta hennar sló í ægi-
legri hræðslu og örvæntingu. Hann sá 'ekki annað en
meindýr, með fallegan, rauðan feld, — feld, sem selja
mátti fyrir mikið fé.
„Já, nú getur þú dúsað þama um sinn og hugsað um
5