Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1972, Blaðsíða 19

Æskan - 01.04.1972, Blaðsíða 19
2. Eftir þetta ákvað Pési ferðalangur að fara ekkl oftar á fiskveiðar. Hann ætlaði að hafa með sér sfld í dós i stað- Inn. Þarna sjáið þið Pésa, þar sem hann er að brjóta heil- ann um, hvað hann eigi að taka með sér i förina. Þetta fók hann með sér: Vatn, kartöflupoka, kaffi, síld, mjólk, smjör, kex, súkkulaði og sykur, skrúfjárn, meitil, hamar, nagla, þjöl, sög og málningu. Loksins lagði hann af stað. Hann sigldi dögum saman. Stundum var blæjalogn, stundum svo miklll vindur, að nærri lá, að bátur Pésa færi um koll. Þegar Pési hafði siglt í marga daga, sá hann smáeyju fyrir stafni. Hann lenti þar, tók eldivið úr bátnum og kveikti sér bál til þess að sjóða sér nokkrar kartöflur. En allt I einu sökk eyjan I sjóinn með öllu, sem á henni varl Eyjan var nefnilega geysistór krabbl. Krabbanum þótti óþægilegt láta kynda eld á baki sér. Ja, skárrl voru það nú lætin! Pési varð guðsfeginn að komast aftur um borð I Dlsu. Það var komin gola, svo að hann vatt upp segl. Nú brunaði Dísa áfram. Fötin hans Pésa voru rennvot. Hann fór úr þeim og hengdi þau til þerris. Nokkru seinna sá hann land og sigldi inn á lítinn flóa. Þar lenti hann og batt Dísu. Pési ferðalangur var svo feginn að hafa fast land undir fótum eftir þessa löngu sjóferð, að hann lagði sig I sandinn. Sandurinn var svo hlýr og notalegur, að Pési steinsofnaði brátt. Allt I einu vöktu hann tveir hræðilega Ijótir menn. Þeir tóku hann og fóru með hann að báti, sem var á ströndinni skammt frá. Þeir köstuðu Pésa litla út í bátinn og reru frá iandi. Nú sá Pési stórt skip framundan, og sér til mikillar skelfingar tók hann eftir því, að það hafði svart flagg uppi. Á flagginu var hauskúpumynd! Þetta var sjóræningjaskip! Þegar karlarnir höfðu lagt bátnum að skipshliðinni, varð fanginn að klifra um borð. Þar var hann dreginn fyrir skipstjórann. Nú varð Pési ferðalangur hræddur. Skipstjórinn öskraði: „Hann verður að deyja!" Nú var Pésa nóg boðið. Hann þreif stærðar lurk og gaf skipstjóranum svo rækilegan löðrung, að hann féll um 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.