Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1973, Blaðsíða 2

Æskan - 01.02.1973, Blaðsíða 2
Ritstjóri: GRÍMUR ENGILBERTS, ritstjórn: Lækjargötu 10A, simi 17336, heimasimi 12042. Framkvæmdastjóri: KRISTJÁN GUÐMUNDSSON, skritstola: Lækjargötu 10A, heimasiml 23230. Afgreiöslumaöur: Sigurður Kári Jóhannsson, heimasimi ,. . 18464. ÚtbreiSstustjóri: Finnbogi Júlíusson, heimastmi 17334. Skrifstofa og afgreiSsla: Lækjargötu 10A, simi 17336. Ár- ■ ar9' gangur kr. 680,00 innanlands. Gjalddagi: 1. apríl. [ lausasölu kr. 75,00 eintakiS. — Utanáskrift: ÆSKAN, pósthólf 14, 2- tbl. Reykjavík. Póstgiró 14014. Útgefandi Stórstúka íslands. Prentun: PrentsmiSjan ODDI hf. Febrúar 1973 Árið 1968 var gefið út [ Bandarikjunum sérstakt 6-centa frímerki til að heiðra minningu Walt Disneys, kvikmynda- framleiðandans fræga. Frímerkið kom út í bænum Marce- line í Missouri, en þar eyddi hann nokkrum æskuárum sinum. Þar byrjaði hann fyrst að teikna dýrin í sveitinni — en þetta viðfangsefni átti eftir að færa honum frægð og auð. Frímerkið teiknaði einn starfsmanna Disney fyrirtækis- ins, C. Robert Moore að nafni, en myndina af Walt Disney á frímerkinu málaði annar starfsmaður fyrirtækisins, Paul E. Wenzel að nafni. Umhverfis andlitsmyndina er röð af SALUFELAGI SÆMUNDAR Það hafði Sæmundur prestur heyrt í fornum spám, að, sér væri sálufélag ætlað með fjósamanni á Hólum; gjörði þar fyrir ferð sína til Hóla norður, leyndist í fjósið, þá náuta- maður var að taka hey, gekk bás frá bás og skar helsi af hverju nauti; gengu þau svo laus úr básunum. Svo kom nautamaður fram og sá, hvað um var, bað guð að hjálpa sér og mælti eigi stærri orð. Bætti svo niður naut- unum og gekk frá. Aftur gekk Sæmundur í básana, skar öll bönd sundur og sleppti öllu lausu. Nautamaður kom að og sá enn nú, hvað um var að vera, bað guð því meir sér til hjálpar sem meira á gengi; þá gaf Sæmundursig í Ijós og gladdist af sálufélaginu. FJÓSMOKSTURINN Einn laugardag skipaði Sæmundur kölska að moka fjós i Odda, en við það er sagt, að andinn hafi reiðzt. Árdegis á sunnudaginn vildi Sæmundur til tíða ganga, var þá allur fjóshaugurinn kominn heim á kirkjustéttina. Sæmundur kall- aði á andann og skipaði honum i reiði að sleikja burt alla heimfærða mykju. Þótti presti hann seinn í verkinu og steytti við honum hendi sinni, rak kölski þá niður hnefa sinn á einn steininn, og sjást enn merki til á þeim steini, sem nú er fyrir stafstein í austurbæjardyrunum í Odda og nafn- kennt er hnúafar skolla. En svo lauk, að skolli lét hauginn hverfa, og að siðustu laust hann tungu sinni í steininn, og er enn með sama móti augsýnilegt í stéttarsteininum fyrir austurbæjardyrunum i Odda þess merki, fimm fingra djúpt. börnum, sem koma út úr ofurlitlum kastala. Börnin, sem eru frá mörgum þjóðlöndum heims, eru klædd þjóðbún- ingum sínum. Efst á frímerkinu, sem er aflangt, er nafnið ,,Walt Disn- ey“, með stóru, gotnesku letri í brúnum lit. Verðgildi merk- isins, „6 c“, sem einnig er í brúnum lit, er um það bil á þriðja hluta merkisins hægra megin. Fyrir ofan það, með svörtu letri, er prentað nafnið „United States" (Bandarík- in). Blá hnattmynd efst í horninu hægra megin, sem tákna á heiminn, er baksvið fyrir litla kastalann, sem er í rauðum lit.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.