Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1973, Blaðsíða 5

Æskan - 01.02.1973, Blaðsíða 5
tyrir sér stórkostlegt verkefni, en þau voru staðráðin I því a® 'eiða það til fullkomins sigurs að lokum. i júlímánuði Þetta sama ár gátu þau skýrt frá því, að f bikblöndunni væri ekki um að ræða aðeins eitt, heldur tvö geislavirk vrum- efni. Marie Curie nefndi annað þeirra ,,polonium“ eftir föður- landi sinu Póllandi. Hið síðara og margfalt mikilvægara var nefnt „radíurn" eftir latnesku orði, sem þýðir „útgeislun". Það hefur rúmlega milljónfalt sterkari geislun heldur en Uraníum! Ásamt Becquerel voru Curie-hjónum veitt Nobels- verðlaunln fyrir óþreytandi rannsóknarstörf þeirra og stór- kostlega uppgötvun — og nú gátu þau greitt þær skuldir, sem þau voru þúin að safna við rannsóknir slnar. Þó að þeim væri nú Ijóst, að frumefnið radlum væri til l'Óu enn fjögur ár þar til tekizt hafði að vinna nokkur korn af hreinu radíumsalti. Fram að þeim tíma höfðu Curie- Þjónin mokað, brætt, soðið og síað átta tonn af óhreinni hikleðju! Þetta radíumsalt voru örsmáir hvitir kristallar, sem lýstu | dimmu. Curie-hjónin uppgötvuðu einnig, að það Var ekkl hættulaust að vinna við þá. Örsmár kristall gat valdið húðbruna og alvarlegum sárum, þótt hann væri byrgð- Ur i málmhylki. Eftlr að þau fóru að vinna við kristallana voru þau bæði með sár og rispur á höndunum. Sú stað- reynd, að radíumgeislarnir gætu drepið frumur í lifandi holdi varð einnig mikilvæg uppgötvun. Læknar og víslnda- menn lyfjafræðinnar fundu fljótlega, að hægt væri að drepa meö þeim hnúta í vefjum sem mynduðust af krabbameinl. Nú kepptust Curie-hjónin meira en nokkru sinni fyrr við hlraunir sínar að framleiða hreint radíum. En Pierre Curie át,i ekki eftir að lifa það að sjá fullkominn árangur þessa samstarfs þeirra. Hann lézt árið 1906 af völdum umferðar- s,yss. Eftir að Marie hafði náð sér eftir þá sorg, sem þetta Þörmulega áfall var hennl, sneri hún sér aftur að rann- sóknarstörfum sfnum! Háskólastjórnin braut allar venjur Ím Án starfs Curie-hjónanna væri sennilega ekki hægt í dag að me®höndla margvislega sjúkdóma, sem radium-geislun er nú notuð til. Marie Curie var fyrsta konan, sem kenndi við hinn fræga Sorbonne háskóia í Paris. Hún hóf fyrsta fyrirlestur sinn nákvæmlega á sama stað, sem maður hennar Pierre Curie hafði flutt sina fyrirlestra. og reglur og bauð henni að taka við starfi manns hennar sem prófessor i eðlisfræði við háskólann, og varð hún fyrsta kona, sem hlaut slikt embætti i Frakklandi. Tveimur árum slðar tókst hennl loks að framleiða hellt gramm af hreinu radíum. Fyrir þetta vísindalega afrek voru henni veitt Nobelsverðlaunin öðru sinni. Marie Curie hefði nú getað selt þetta eina gramm af radíum fyrir 150,000 dollara, en hún hafnaði því. „Radium er hjálparmeðal miskunnsemi," sagði hún, „og það tilheyr- Ir öllu mannkyninu." Hinu fórnfúsa og óþreytandi starfi, dugnaði og hugrekki þessarar framúrskarandi konu geta þúsundir krabbameins- sjúkra þakkað, að þeir hafa fengið heilsu sína að nýju eða árangursríka meðhöndlun sjúkdómsins. Uppgötvun Becquerels og Curie-hjónanna á gelslavirkni átti einnig eftir að hafa í för með sér vlðtækari þróun kjarnarannsókna og vinnsla kjarnorkunnar hefðl ekki verið möguleg án vlnnu þeirra og uppgötvana.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.