Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1973, Blaðsíða 38

Æskan - 01.02.1973, Blaðsíða 38
persónulega, en hún — hann er löngu dáinn — óskar eftir, að skátar gleðji einhvern þurfandi — geri sinn skátagreiða, og þá gjarnan eitthvað, sem minnir á alþjóðasamskipti. í heiminum í dag eru rúmlega tutt- ugu milljónir skáta, sem starfa í níutíu og þremur lönd- um. Þar að auki er hafið starf í sextíu löndum. Þetta er einungis tala yfir þá, sem eru á skrá yfir starfandi skáta, en svo er allur fjöldinn þeirra, sem hafa verið skátar, og vilja jafnan leggja skátamálum lið og reyna að lifa eftir sínu skátaheiti og lögum. Allir skátar eru „bræður og systur“ stendur einhvers staðar í skáta- fræðum. Þá er ekkert tillit tekið til litarháttar eða hvaf þeir búa í heiminum. Bræðralagshugsjónin og „skátagreiðinn“ er Þó sameiginlegur þeim öllum. í bræðralagssöng íslenzku skátanna stendur: ins og allir skátar vita, þá er Alþjóðadagur skáta um heim allan 22. febrúar. Það er nefni- lega fæðingardagur bæði stofnandans, Lord Baden-Powells og einnig konu hans, Lady Baden- Powells. Hvorki hann eða hún vildu fá afmælisgjafir fyrir sig „Vorn hörundslit og heimalönd ei hamla látum því, að bræðralag og friðarbönd vér boðum heimi í..: Skátar taka höndum saman „um alla heimsbyggð' ina“ og reyna að standa við heit sín. ísland lætur sig ekki vanta, þó að við séum langt úti á hjara veraldar, eins og margir segja. i Nú er hávetur, langar mig því til að minna ykkur á vini, sem við eigum, og sem eiga oft erfitt uppdráttar um þetta leytl. Við ætt- um öll að eiga okkur blett (t. d. á svölunum eða bak við húsið), þar sem við getum gef- ið þessum litlu vinum okkar— smáfuglun- um. Ég man eftir í þvi sambandi, þegar dóttir mín var lítil, þá gaf ég smáfuglunum á blettinn fyrir framan eldhúsgluggann. Hún lá svo á hnjánum uppi á eldhúsborðinu og horfði á þá á meðan þeir kroppuðu upp matinn sinn. Húsið okkar var rétt hjá kirkju- garðinum, þeir flugu því oftast nær út yfir garðinn, þegar þeir voru þúnir, og þá kall- » aðl hún: Nú fóu þei alli íil Guðs (nú íórú þeir allir til Guðs). Þetta kom mér iil að hugsa um „Lítið til fuglanna í loftinu . . Guð notar stundum mannabörnin til að hjálpa sér — lika til að gefa fuglunurfl- Hugsið um það, og reynið að vera dugleg við hjálparstarfið — það er svo einkenni' I legt, hvað það er til mikillar gleði og þroska fyrir ykkur sjálf líka. Krakkar, sem eru farnir að læra smíði. | geta líka komið sér upp fuglahúsi. Það s< j mjög gaman að fylgjast með, hve gest' kvæmt verður þar, en oftast nær sezt ein- hver fjölskylda þar að og kemur ár eftif ár. 36 J

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.