Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1973, Blaðsíða 6

Æskan - 01.02.1973, Blaðsíða 6
Litli dýravinurinn Matthías Johannessen, ritstjóri, hefur dvalizt er- lendis í nokkra mánuði. Á síðustu jólum, þegar hann dvaldist í Kaupmannahöfn, skrifaði hann þessa sögu handa Æskunni. Þakkar blaðið honum fyrir alla þá vinsemd, sem hann hefur sýnt blaðinu á undanförn- um árum. ann elskar öll dýr. Þegar hann er I sveitinni heima á islandi hverfur hann inn i veröld dýr- ^ anna. Þegar hann fer heim til Reykjavikur, gleym- Ir hann gjarna að kveðja heimilisfólkið, en dýrin kveður hann með kossi. Hann.er sérlega hrifinn af hundum og á marga hunda að vinum. Einn heitir Lex, hann á heima í Reykjavík, og annar Núsa, sem býr I Kaupmannahöfn. Hrút- arnir í Stardal eru sérlegir vinir hans, en einn þeirra stang- aði pabba hans, þegar hann kom eitt sinn að sækja hann, og munaði engu að hann missti fingur. Þá kyssti hann pabba sinn og sagði honum hvernig maður á að umgangast hrúta. Og svo kiappaði hann hrútunum. Hann leikur sér við kálfana og gefur þeim hey á básana. Hann hefur séð fimm minútna gamlan kálf og gladdist yfir þvi hvað móðir hans sleikti hann failega. Hann rekur kýrnar og vill að mennirnir séu eins góðir og þær. Að hestunum dáist hann, en er ekkert um að fara á bak. Hestum á maður bara að klappa og gefa brauð. Hann er ekkl sérlega hrifinn af hænsnunum, en gleðst yfir ung- unum. Hann hlustar á fuglana og horfir á þá aðdáunar- augum, en getur ekki skilið hvers vegna þeir fljúga ekki I fangið á honum. Þegar hann var með foreldrum sinum í Kaupmannahöfn sá hann smáfuglana á Ráðhústorginu: þá ætlaði hann að hlaupa heim og sækja brauð handa þeim. En hann varð að láta sér nægja að horfa á þá, borgin var of stór fyrir fögnuð hans: hann gat ekki sótt brauðið, það var of langt. En hann hefur oft gefið öndunum á Tjörninni heima brauð. Þá ijóma augu hans af gleði. Honum þykir gaman að sjá fugla I búri, en heimtar alltaf að halda á þeim og helzt gefa þeim frelsi: „En þá deyja þeir úr hungri," er honum sagt. Og hann sættir sig við fangelsi þeirra fyrst það er skjól þeirra í þessum harða heimi. Hann er jafnframt hrifinn af Ijónum og tigrisdýrum I dýragörðum og heldur að ungarnir þeirra hljóti að vera vinir hans. En öskrið I mæðrunum fyllir hann óvlssu. Og hann lætur sér lynda rimlana sem eru milli hans og rán- dýrsunganna, veit að þeir 'éru nauðsynlegt skjól milli hans og stóru, beittu vigtanna rándýranna. Hann skilur ekki dauðann, en hugsar oft um hann og þá komast pabbi hans og mamma i vandræði. Hann hefur jarðað marga fugla. Einu sinni fékk hann aðstoð vinar slns, fullorðins manns, við að jarða fugla norður I landl. Nú er þessi vinur hans líka dáinn. Þótt hann sé aðeins átta ára veit hann melra um dauð- ann en þeir sem eldri eru. „Þegar við deyjum, verðum vlð að dýrurn", segir hann. Og hann hefur jafnvei ekkert á móti því að verða slanga, þótt hann sé ekkert sérlega hrifinn af því, eða örn sem er eftirsóknarverðara, því að hann getur flogið svo hátt, þótt ekki geti hann flogið til guðs, þar sem afi hans er. En hann vill heldur verða dýr, þegar hann deyr, en fara til guðs, eins og honum var sagt, auðvitað vandræðalega, þegar hann spurði fyrst um dauð- ann. Hann vill ekki fara nærri, nærri strax til guðs. Hann fór eitt sinn með pabba sínum að smala, en misstl áhugann, þegar hann spurði í réttinni, hvert flytja ætti lömbin með vörubílunum. „í sláturhúsið," var honum sagt, því að pabbi hans skrökvar aldrei að honum. Seinna sá hann sláturhús. Frá þeim degi hefur hann engan áhuga á að fara i réttirnar. „Lömbin eru svo ung og þeir sem eru ungir eiga að lifa," segir hann. Þá leggur pabbi hans írá sér bókina, sem hann er að lesa, og verður hryggur. Ekki af þvi að eiga svo góðan dreng, heldur vegna þess að hann er sammála syni slnum i hjarta sinu. En hann getur engu breytt og mennirnir verða að sæta þeim lögmálum sem ríkja í náttúrunni, þar sem einn lifir á öðrum. Pabbi hans hefur lært.margt af synl sinum, raunar miklu melra en sonurinn af honum. Afi hans var bóndi á Norðurlandi. Hann þekkti ailaf kindurnar sínar með nafni, en honum var lítið um kýrnar gefið. Þær átu svo mikla töðu. Hundana hafði hann I kringum sig, klappaði þeim stundum og þurfti á þeim að halda við fjárreksturinn. En þeir fengu aldrei að koma inn f eldhús, hvað þá stofu. Amma hans er sérlega þrifin kona og vildi 4

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.