Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1973, Síða 8

Æskan - 01.02.1973, Síða 8
'lnu sinni bar svo til — og raunar ekki fyrir svo ýkja löngu — að tveir tannburstar stóðu hlið við hlið á bað- hiliunni. Annar þeirra var blár og orð- inn nokkuð slitinn og snjáður á bring- unni. En hinn var rauður, skínandi og fínn. Hann virtist vera alveg splunku- nýr, og sá var nú heldur betur ánægður með sig. Sá rauði horfði á sjálfan sig ( speglinum og sagði: „En hvað ég held mér vel." Siðan horfði hann með meðaumkun á bláa burstann. ,,Og ég er samt miklu eldri en þú,“ hélt hann áfram. ,,Ég er búinn að standa hér í meira en heilt ár.“ Bláa burstanum fannst vissulega sá rauði vera fallegur. En samt vildi hann nú ekki skipta. Hann var harðánægður með snjáðu bringuna sína. Aumingja rauði burstinn var aldrei notaður. Litla stúlkan, sem átti hann, nennti ekki að bursta tennurnar. Það var áreiðanlega leiðinlegt fyrir rauða burstann að standa svona ár eftir ár og koma aldrei að not- um. Nel, honum leið miklu betur sjálf- um, svona slitinn og snjáður sem hann var. „Litli drengurinn, sem á mig, er mjög ánægður með mig og notar mig vel og vandlega tvisvar á dag,“ sagði hann við rauða burstann. „Það er þess vegna, sem ég er svona slitinn. Ég er bara tveggja mánaða gamall, en bráðum hafna ég í ruslafötunni. Þú mátt reiða þig á, að ég hef reynt mikið á minni skömmu ævi. Þú ættir bara að vita, Tann- burstasaga eftir Mettu hvað það er skemmtilegt að bursta tenn- ur hreinar. Fyrst burstum við tennur efri góms að utan — tiu sinnum yfir hvert bil, sem ég næ yfir. Síðan burst- um við á sama hátt sömu tennur að innan. Svo burstum við tennurnar í neðri gómnum, fyrst að utan, svo að innan. Loks burstum við nokkrum sinnum fram og aftur yfir tyggingarfleti jaxlanna. Það er því ekki að undra að ég slitna fljótt. En á móti kemur, að á minni stuttu dvöl hér held ég tönnunum hreinum, svo að ekki komi í þær holur. Þetta er nú ekkert smáræðisverkefni, og nú fer líklega að styttast í dvöl minni hér. Brátt kemur hingað nýr bursti með stinnt brjóst og tekur við af mér. Þú berð hon- um kveðju mína." . Litli rauði tannburstinn var nú ekkl lengur svo ýkja stoltur af útlitl sínu. Þvert á móti, hann var orðinn mjög dapur I bragði. Hugsið ykkur bara þau örlög að vera til einskis gagns. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er það nú ekki beinlínis hlutverk tannbursta að vera til skrauts. Innst inni ól hann þá von í sínu stinna og fagra brjósti, að litla stúlkan fengi áhuga á því að halda tönnum sínum hreinum, svo að einnig hann gæti orðið að gagni. Hvernig er þinn tannbursti á litinn? Notar þú hann þannig, að hann slitnl á fáum mánuðum, Eða lætur þú tann- burstann þinn bara liggja til skrauts á baðhillunni? Lauslega þýtt úr norsku. honum að ná korni úr auganu hans, gelti Lólita, af þvi hún hélt að pabbinn ætlaði að gera vini sinum eitthvert mein. Það mátti ekki á milli sjá hvort þeirra Lólítu var hryggara, þegar hann þurfti að kveðja hana. En kannski hittast þau aftur seinna, því að hann fékk að vita að Lólíta var bara fimm ára og sjeferhundar geta orðið meira en tuttugu ára, sagði hann pabba sínum. Seinna, það var í Kaupmannahöfn, fór hann með pabba sínum i náttúrugripasafn. Þá sá hann stóran vísund, upp- stoppaðan. Visundurinn var eins og lifandi, en hreyfði sig auðvitað ekki. Samt var eins og drengurinn gæti horfzt í augu við hann. „Er hægt að láta uppstoppuð dýr lifa aftur?" spurði hann pabba sinn. Pabbi hans varð auðvitað dálítið vandræðalegur eins og pabbar eru oft, en hann vildi segja honum sannleikann: að það væri ekki hægt. En hann vildi ekki hlusta á svoleiðis vitleysu. Á heimleiðinni var hann hugsi og fremur fámáll eins og afi hans. Leið þeirra lá fram hjá stóra kirkjugarðinum á Friðriksbergi. Pabbi hans horfði inn í kirkjugarðinn, en drengurinn kippti í hann og viidi ekki sjá garðinn, þar sem hinir dauðu eru grafnir. Það var kvöld og trén mynduðu fallegan svartan vegg við einn stíginn i kirkjugarðinum. Yfir honum var föl skíma frá borginni og engu likara en trén væru að teygja sig upp í hana. En myrkrið var samt allsráðandi f garðinum. „Mér líkar ekki þar sem er bæðl myrkur og þögn," sagði drengurinn. Hann tók þéttingsfast í höndina á föður sínum og þeir gengu áfram. Kirkjugarðsveggurinn er langur. „Hann ætlar aldrei að taka enda," sagði drengurinn. Pabbi hans ætlaði nú einu sinni að vera gáfaður og sagði: „Jú, auðvitað iekur veggurinn enda,“ sagði hann. „Jafnvel dauðinn iekur enda.“ En drengurinn greikkaði sporið, þögull. Hann hélt fastar en áður í hönd föður síns, svo sagði hann: „Hérna er íólkið sem hefur verið uppstoppað." Faðir hans sagði ekkert. Og þeir gengu saman hönd í hönd, inn í birtuna og lífið. Að baki var visundurinn upp- stoppaði og trén sem teygðu sig til himins. Matthías Johannessen. 6

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.