Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1973, Blaðsíða 45

Æskan - 01.02.1973, Blaðsíða 45
r > Hann horfði enn þá einu slnnl yfir héraðið og ætlaðl ekki að geta slitið sig frá hinnl fögru sjón, en hungrið rak hann til að hugsa um annað. Fyrst fann hann uppsprettullnd, sem kom upp undan litlum klettl. Þar svalaði hann þorstanum. Þvi næst tók hann að leita berja. En hvernig sem hann leitaði, fann hann ekkl eitt einasta ber, og sulturinn kvaldl hann alltaf melr og melr. Samt féllst honum ekki hugur, því að hann vissi, að Ella skrökvaði aldrei, og því hlytu berin að vera til I skóginum. Seint og um síðir sá hann lágan berjarunna, og varð hann þá fjarska glaður. En þegar hann smakkaði á berjunum, gretti hann sig og lét þau fljótlega út úr sér, því að þau voru bæði belzk og súr. „Það eru eflaust önnur tll betri en þessi,“ hugsaði hann og tók aftur að leita. Allt I einu sá hann skammt frá sér glitta I rauð húsþök gegnum runnana. Þessari sjón varð hann afar feginn, þvl að hann vlssi, að fyrst húsin voru þarna, hlutu líka menn að vera einhvers staðar nálægt. Við þetta óx honum kjarkur, og hann lagði leið stna að hús- unum eftir stlg, sem þangað lá meðfram langri girðingu. Hann klifraði upp á girðinguna og gægðist inn fyrir. Sá hann þá, að þetta var stórt umgirt svæði með trjám og grasi vöxnum sléttum. Á þessum grænu sléttum voru hirtir og dádýr á beit ( ró og næði. Þau litu á hann stórum, dökkum augum og héldu svo áfram að bita, eins og þau sæju á honum, að hann mundi ekki vinna þeim neitt mein. Bláskjár gladdist mjög við að sjá þessi fallegu, meinleysislegu dýr, en varð þó fljótiega að halda lengra. Allt i einu nam hann staðar og hlustaðl. Hann hafði heyrt glað- iegan barnshlátur fyrir innan girðinguna. Nú varð hann forvitinn og tók að litast betur um, en gat engan séð. Langaði hann þá til að stökkva inn fyrir girðinguna, en hikaði við, því að honum fannst sem einhver segði sér, að hann hefði ekki leyfl til þess. En þegar hann nú heyrði samt hláturinn rétt hjá sér, fékk for- vitnin yfirhöndina og hann stökk yfir girðinguna og stóð nú á bak við þéttan runna. Hann beygði greinarnar til hliðar og sá nú dreng, á að gizka einu til tveim árum yngri en sjálfan hann, hlaupa um græna grasflöt og leika sér við dálítinn hvolp. Þessi drengur hafði líka Ijósgula lokka og blá augu eins og Bláskjár, en var vel og rikmannlega búinn. Bláskjár stóð kyrr og horfði á um stund og sárlangaði til að taka þátt F leiknum, en kom sér ekki að því, af þvl að þessi skraut- búni drengur var ekki vitund líkur flökkumannabörnunum. Framhald. 4^ ÆSKHN Bláskjár Eftir FBANZ HOFFMANN Hjartað í Bláskjá iitla barðist af gleði, og hann horfði forvitnis- augum upp á milli greinanna. „Þetta hlýtur að vera einn af litlu fuglunum, sem Eila segir, að kunni svo marga fagra söngva. Já, þarna situr hann iíka milli grænu blaðanna. Ó, hvað hann er indæll! En nú fór hann. Það var synd af mér að trufla þig, elsku litli fuglinn! Ég vildi, að þú hefðir sungið dálltið lengur. Komdu nú aftur, ég skal ekki gera þér neitt illt! — Nei, hann kemur ekki aftur, ég verð að hlaupa á eftir honum. Ó, að ég hefði svona vængi og gæti svifið í loftinu eins og hann, þá skyldi ég ná þér, blessað litla dýriði'1 Bláskjár litli hljóp nú upp skógi vaxna fjallshlið í þá átt, sem hann sá fuglinn fljúga,- og horfði alltaf upp í trjátoppana, þangað til hann datt endilangur um rótarkubb, sem fyrir honum varð. „Ég verð iíklega að hætta að hugsa um fuglinn og venja mig á að gá niður fyrir fæturna á mér,“ hugsaði hann, „og ég þarf líka að reyna til að komast út úr skóginum sem fyrst." Og hann hélt áfram að hlaupa, þangað til hann kom á blett, þar sem trén stóðu e(rki eins þétt. Þá staðnæmdist hann og leit upp. Hvað var þetta? Bláa Ijósið þarna uppi gat þó varia verið sólin. Ella hafði sagt, að hún væri ekki neitt ósköp stór, það hlaut samt að vera himinninn! En hvað var þá orðið af öllum litlu stjörnunum? „Nei, ég má til að vera þolinmóður, þangað til ég er kominn út úr skóginum, það er víst ekki hægt að sjá hana fyrr. Bara hún skínl nú í dag. Ella segir, að hún sjáist ekki alltaf." Nú hljóp hann allt hvað af tók gegnum runna og rjóður, en varð þó við og við að stanza til þess að skoða blómin, sem gægðust upp til hans úr mosanum. Alltaf varð bjartara og líflegra I skóginum I kringum hann. Brátt vöknuðu allir smáfuglarnir, og söngurinn kvað við um allan skóginn. Þar voru þrestir, næturgalar og auðnutittlingar. Gaukar göiuðu, og spæturnar hjuggu í trjástofnana með nefinu.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.